Dæmdur til að greiða 21 milljón í yfirdrátt

mbl.is

Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt karlmann á sextugsaldri til að greiða Arion banka 21 milljónar kr. yfirdráttarskuld. 

Maðurinn var með veltureikning í Sparisjóði Mýrasýslu og var skuldin til komin vegna heimildar sem sparisjóðurinn veitti honum til að yfirdraga reikninginn upp að tiltekinni fjárhæð og stofna þannig til skuldar við sjóðinn. Síðasta yfirdráttarheimild sem sparisjóðurinn samþykkti féll niður 20. apríl 2009, án þess að til framlengingar kæmi. Þar sem maðurinn greiddi ekki yfirdráttarskuldina á þeim degi var reikningnum lokað í kjölfarið, eða 29. janúar 2010. Nam þá uppsöfnuð skuld veltureikningsins 21.218.950 krónum, að því er fram kemur í dómi héraðsdóms.

Arion banki tók við öllum eignum og skuldum, réttindum og skyldum Sparisjóðs Mýrasýslu vegna samruna félaganna 1. júlí 2010. 

Héraðsdómur segir, að varnir mannsins sýnist í fyrsta lagi byggjast á því að við veitingu yfirdráttarheimildarinnar til hans hafi bankinn ekki gætt sem skyldi að ákvæðum laga um neytendalán. Eigi það einkum við um ákvæði er lúti m.a. að vaxtastigi og umsömdum gjöldum á greiðslutíma samnings.

Fram kemur í dómnum, að í málinu liggi fyrir reikningsyfirlit frá árinu 1991 til ársloka 2016, sem beri með sér að hafa verið send til mannsins. Hafi yfirlitin að geyma sundurliðaðar upplýsingar um innborganir og úttektir, þar á meðal vegna þjónustugjalda og vaxtakostnaðar. Á öllum yfirlitunum komi fram að athugasemdir óskist gerðar innan 20 daga frá viðtöku yfirlitsins, en að öðrum kosti teljist reikningurinn réttur. Maðurinn hafi í sjálfu sér ekki mótmælt því að honum hafi borist umrædd yfirlit heldur vísað til þess að ekkert liggi fyrir þar um. Þá liggi heldur ekkert fyrir um að maðurinn hafi gert athugasemdir við útreikninga og gjaldfærslu bankans á vöxtum og kostnaði sem til féllu á þessum tíma. Að þessu virtu var ekki fallist á dómkröfur mannsins til sýknu eða lækkunar á þessum grundvelli.

Í annan stað studdi maðurinn dómkröfur sínar við það að skuldin hefði fallið niður vegna tómlætis bankans við innheimtu hennar og að hluta vegna fyrningar á vöxtum. Fyrir liggi að umræddum reikningi mannsins hjá bankanum hafi verið lokað 29. janúar 2010 og höfðu áfallnir skuldavextir þá mánaðarlega verið lagðir við uppsafnaðan höfuðstól skuldarinnar. Töldust þeir þar með hluti höfuðstólsins, sem fyrnist á 10 árum. Samkvæmt þessu, og þar sem dráttarvaxtakrafa bankans nái eingöngu til fjögurra ára tímabils áður en málið var þingfest 16. maí 2017, verði ekki séð að vextir hafi að neinu leyti fallið niður fyrir fyrningu.

„Af fyrirliggjandi reikningsyfirlitum verður ráðið að eftir að umræddum reikningi stefnda hjá stefnanda var lokað hafi stefnandi um hver áramót fengið sent yfirlit yfir stöðu skuldarinnar hverju sinni. Hafði stefndi því enga forsendu til að ætla að stefnandi hefði, áður en formleg innheimta skuldarinnar hófst með útsendingu innheimtubréfs í janúar 2016, fallið frá kröfu sinni á hendur honum. Þegar af þeirri ástæðu eru heldur engin efni til að líta svo á að skuldin hafi fallið niður sökum tómlætis af hálfu stefnanda,“ segir í dómi héraðsdóms sem tók dómkröfur bankans að fullu til greina. 

mbl.is

Innlent »

„Helgispjöll“ í Víkurkirkjugarði

17:09 „Þetta er alveg gríðarlega verðmætt landsvæði, bara fyrir hjartað okkar og hugsun,“ segir Vigdís Finnbogadóttir um áformaða byggingu hótels á reit þar sem áður var Víkurkirkjugarður en nú Víkurgarður. Vigdís er tilbúin að safna fyrir skaðabótum ef þær þarf að greiða framkvæmdaaðilum. Meira »

Önnur lögmál gilda á netinu

16:38 Íslenskur sjávarútvegur þarf að búa sig undir að sala á fiski færist úr stórmörkuðum yfir til netverslana. Neytendur láta ekki sömu hluti ráða valinu þegar þeir velja fisk af tölvuskjá og þegar þeir standa fyrir framan kæliborð fisksalans. Meira »

Glæpur, gáta og metoo

15:56 „Í grunninn er þetta gert úr þremur þáttum. Í fyrsta lagi er þetta glæpasaga. Í öðru lagi er þetta fjörgömul gáta að hætti Da Vinci Code. Í þriðja lagi er þetta metoo-saga um kynbundið ofbeldi sem aðalsöguhetjan þarf að gera upp.“ Meira »

Munu ekki loka veginum vegna holunnar

15:01 „Við lögum þetta á morgun. Þetta er nú ekkert stórvægilegt,“ segir Sigurður Jónsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Akureyri, um stærðar holu sem myndaðist í gamla Vaðlaheiðarveginum við Akureyri. Jörðin opnaðist á veginum með þeim hætti að keyri þar ofan í bíll, á hann á hættu að stórskemmast. Meira »

„Alvöru“ vetrarveður ekki í kortunum

14:02 Úrkoma í Reykjavík sl. sólarhring, frá 9 í gærmorgun þar til kl. 9 í morgun, var mesta úrkoma á einum sólarhring í nóvember frá upphafi mælinga. Óvenju hlýtt hefur verið í veðri undanfarið miðað við árstíma og alvöru vetrarveður er ekki í kortunum að sögn veðurfræðings. Meira »

15 ára á toppinn eftir ársþjálfun

13:32 Hinn fimmtán ára gamli Gauti Steinþórsson gerði sér lítið fyrir og varð yngsti Íslendingurinn til þess að klífa Island Peak, 6.200 metra háan tind í Himalajafjöllum, eftir skyndihugdettu og ársundirbúning. Meira »

„Á að tala um sjálfsvíg sem veikindi“

13:02 „Við erum mjög stutt frá þeirri umræðu að fólk talaði um sjálfsvíg sem eitthvert val, eigingjarna athöfn og siðlausa athöfn,“ sagði Vigfús Bjarni í Þingvöllum í dag þar sem því var m.a. velt upp hvers vegna Ísland hefði haft eina hæstu sjálfsvígstíðni ungra manna undanfarin tíu ár. Meira »

„Á dagskrá til að fela fjárlögin“

12:48 „Ég hélt þetta væri á dagskrá til að fela fjárlögin,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingkona Samfylkingar um þá umræðu sem hefur verið í þinginu um þriðja orkupakkann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins kvaðst segja hvað sem er sem auðveldaði Sjálfstæðismönnum að taka þátt í baráttunni. Meira »

Ætlum að ráðast á þetta kröftuglega

12:05 „Við reiknum með að byrja aftur um eittleytið og fara á tveimur dælubílum. Þá ætlum við að ráðast á þetta og ráða niðurlögum eldsins,“ segir Eyþórs Leifs­son­, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu. Meira »

Innflytjendur lagðir meira í einelti

11:30 Börn sem fæðast erlendis eru mun líklegri til þess að verða fyrir einelti í íslensku skólakerfi. Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við HÍ segir það einnig vekja athygli að máli skipti hvaða börnin komu. Meira »

Benda á möguleika íslenskunnar

11:15 Á Akureyri var haldið upp á Dag íslenskrar tungu meðal annars með því að fagna fjölbreytileika íslenskunnar. Það var gert með því að blása til ritlistarsamkeppnar fyrir börn á Akureyri sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Meira »

Úrkoman mikil á alla mælikvarða

10:39 Úrkoman á höfuðborgarsvæðinu er mikil á alla mælikvarða segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í færslu á Facebook –síðu sinni í dag. Það sé þó ekkert miðað við Bláfjöll þar sem mælirinn hafi sýnt 250 mm frá því um miðjan dag á föstudag. Meira »

Varasamt ferðaveður á Norðurlandi

10:16 Allhvöss eða hvöss suðaustlæg átt verður á landinu í dag og sums staðar stormur á Norðurlandi fram eftir degi. Gul viðvörun er í gildi á Ströndum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra og segir Veðurstofan vera varasamt ferðaveður á þeim slóðum. Meira »

Hegðunarvandamál nánast úr sögunni

09:35 Geturðu platað krakka til að hafa gaman af að læra? Hákon Sæberg velti því fyrir sér í kennaranáminu þar sem hann heillaðist af kennsluaðferðum leiklistar og aðferðinni sérfræðingskápan. Nemendur í 4. bekk Árbæjarskóla hafa lært um hvali í hlutverki sjávarlíffræðinga og um fjöll í hlutverki spæjara. Meira »

Ágúst Ólafur og Willum Þór með Björt á Þingvöllum

09:12 Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Ágúst Ólafur Ágústsson verða meðal gesta Björt Ólafsdóttur í þættinum Þingvöllum á K100 nú í morgun og má því telja nokkuð ljóst að fjárlagafrumvarpið verði tekið til umræðu í þættinum. Meira »

Enn logar á Hvaleyrarbraut

07:33 Enn logar eldur í iðnaðarhúsnæði á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði og hefur slökkvilið verið með vakt á staðnum í alla nótt. Verulega hefur þó dregið úr umfanginu og voru tveir menn á vakt þar í nótt er veður var sem verst. Vonir standa þó til að vettvangur verði afhentur lögreglu í dag. Meira »

Gömlu Hringbraut lokað í janúar

07:05 Stefnt er að lokun gömlu Hringbrautarinnar 7. janúar 2019. Lokunin hafa í för með sér miklar breytingar á umferð og samgöngum á Landspítalalóðinni, meðal annars á leiðakerfi Strætó bs. Meira »

25% bráðarýma ekki nýtt sem skyldi

Í gær, 22:48 Forstjóri Landspítalans segir að „fráflæðisvandinn“, eða útskriftarvandi aldraðra, sé nú í áður óþekktum hæðum. 130 einstaklingar sem lokið hafa meðferð og hafi færni- og heilsumat og bíði rýmis á hjúkrunarheimili, séu enn á spítalanum. Hefur þetta þau áhrif á fjórðung alls bráðarýmis á spítalanum. Meira »

Sögupersónur tóku af mér völdin

Í gær, 22:30 Hún gerði sér lítið fyrir og skrifaði sína fyrstu skáldsögu á ensku, og á tveimur mánuðum. Katrín Lilja vílar ekkert fyrir sér og veður í verkið. Meira »
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
Nissan Micra árg.2005
Nissan Micra árg.2005. Beinskiptur. Aðeins ekinn 70.000. Frábær smábíll. Uppl.í...
Bátavélar 58 hp með gír
Eigum á á lager , góðar vélar 58 hp (43,3 kw) með gír og mælaborði og tilheyrand...
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk 205/55 R16.. Verð kr 12000... Sími 8986048....