Ekki létt ákvörðun að samþykkja framsalið

Prime Tours var með um fjórðung þeirra bíla sem sinntu ...
Prime Tours var með um fjórðung þeirra bíla sem sinntu akstursþjónustu fatlaðra fyrir Strætó. Samkvæmt rammasamningi er einungis heimilt að framselja samning fyrirtækisins í heilu lagi. mbl.is/Hjörtur

Það var ekki létt ákvörðun hjá stjórn eða stjórnendum Strætó að fallast á samning við fyrirtækið Far-vel ehf. um framsal á rammasamningi Prime Tours um akstursþjónustu fatlaðra. Þetta segir Ástríður Þórðardóttir, sviðsstjóri fjármála og reksturs hjá Strætó bs.

Fram hefur komið í fréttum undanfarna daga að mikl­ar tak­mark­an­ir eru á mögu­leg­um breyt­ing­um á um­fangi þjón­ustu­getu þeirra sem gert hafa ramma­samn­ing við Strætó bs. um akst­ursþjón­ustu fatlaðra. Einn eigenda Far-vel og tveir stjórnarmanna fyrirtækisins voru einnig í stjórn Prime Tours sem var lýst gjaldþrota í síðasta mánuði og hefur nokk­urr­ar óánægju gætt hjá eig­end­um annarra fyr­ir­tækja sem einnig sinna akst­ursþjón­ust­unni með að samið hafi verið við Far-vel, vegna þessara tengsla.

Far-vel hefur ekki enn hafið akstur fyrir Strætó á bílum Prime Tours þar sem enn verið er að ganga frá pappírsvinnu, en samkvæmt upplýsingum frá Strætó er vonast til að fyrirtækið hefji akstur á mánudag.

Hjólastólabílarnir takmörkuð auðlind

„Það  er aldrei góð staða þegar mikilvægur þjónustuaðili verður gjaldþrota og við erum í vondri stöðu þegar það gerist,“ segir Ástríður. Prime Tours var með heimild fyrir 20 bílum og var með stærri verktökum sem sinnti akstursþjónustunni, en bílarnir sem þessari þjónustu sinna eru um 80 talsins. „Þetta eru hjólastólabílar og þeir eru takmörkuð auðlind,“ útskýrir Ástríður og kveður það takmarka stöðuna þar sem koma verði hjólastólafarþegum í ákveðna bíla þó nota megi venjulega bíla í annan akstur.

Hún samsinnir því að rammasamningurinn bindi vissulega hendur Strætó þegar eitthvað fari úrskeiðis líkt og við gjaldþrot Prime Tours. „Þessir útboðsskilmálar og útboðslögin eru flókin og það þarf lögfræðing með til að lesa í gegnum þetta.“

Í skil­mál­um ramma­samn­ings Strætó bs. er til­greint að Strætó geti hafnað um­sókn fyr­ir­tæk­is, leiði skoðun á viðskipta­sögu stjórn­enda og helstu eig­enda um­sækj­anda í ljós ný­legt greiðslu- eða gjaldþrot er varðar um­sækj­anda, stjórn­end­ur eða eig­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins. Samkvæmt nýlegu áliti innkaupadeildar Reykjavíkurborgar á þetta ákvæði hins vegar ekki við þar sem Far-vel, fyrirtæki sem var stofnað 1999 en hafði legið í dvala sl. 10 ár, var ekki með nýja kennitölu.

Innkaupadeildin taldi einnig „nær ómögulegt“ að að fjölga bíl­um annarra samn­ings­hafa sem tækju þannig yfir hluta aksturs Prime Tours.  

Engin önnur boð um að taka samningin yfir

„Það er ákveðin röðun eftir niðurstöðum útboðsins og við megum ekki riðla henni. Það er hins vegar heimild til að framselja samninga í heilu lagi með þeim verðum sem útboðið hljóðaði upp á. Það er heimilt í lögunum og það er eina leiðin,“ segir Ástríður. Ekki sé hins vegar hægt að framselja samningin að hluta til. „Af því er ég best veit, þá komu engin önnur formleg tilboð um að taka samninginn yfir. Það lýstu einhverjir áhuga á að skoða það, en það komu engin tilboð.“

Ákvörðunin um að framselja rammasamning Prime Tours til Far-vel er skiptastjóra þrotabúsins, það er hins vegar ákvörðun Strætó hvort að fyrirtækið sé samþykkt sem þjónustuaðili.

„Að undangenginni mjög ítarlegri greiningu þá var það niðurstaðan. Það var ekkert létt ákvörðun, hvorki hjá stjórn eða stjórnendum Strætó að þetta skyldi verða niðurstaðan,“ segir hún. Strætó standi hins vegar með þeirri niðurstöðu, en aðaláherslan sé á að þjónustu við farþeganna sé ekki stefnt í hættu. „Það er okkar megintilgangur með þessu. Aðrir þjónustuaðilar gátu ekki sinnt þessu með þeim hætti, þannig að við gætum tryggt að hægt væri að flytja alla á álagstímum þegar þeir vilja fara.“ Álagspunktar eru í starfi akstursþjónustunnar á morgnana, um hádegisbil og seinni partinn. „Þar vantar sárlega þessa bíla inn í þjónustuna.“

Reyna að sníða af hnökrana

Rammasamningurinn gildir út næsta ár. Spurð hvort hún telji ástæðu til að endurskoða hann þegar þar að kemur segir Ástríður þá vinnu snúa mest að félagsmálastjórum á höfuðborgarsvæðinu og þeir séu þegar byrjaðir að skoða hvernig akstursþjónustunni verði best fyrirkomið þegar samningurinn rennur út. „Ég held að það sé almennt verið að reyna að sníða af þessa hnökra sem eru á þessu. Ég held að það sé almennt eitthvað lærdómsferli sem við erum að vera búin að fara í gegnum.“

Strætó sé hins vegar alfarið á hliðarlínunni í þeirri vinnu og aðstoðar eingöngu með upplýsingagjöf til að mynda um magn, ferðir og þörfina fyrir bíla.

Ástríður segir það þó vera sitt mat að margt hafi gengið ágætlega og þjónustan fyrir þennan hóp hafi verið rýmkuð að mörgu leyti. „Farþegar eru að fá meiri þjónustu en þeir höfðu, en ýmislegt sem snýr kannski að praktískum atriðum, sérstaklega hvað varðar þessar þröngu skorður í rammasamninginum þyrfti að skoða. Þannig að að við séum ekki með jafnbundnar hendur þegar við missum rekstraraðila.“

mbl.is

Innlent »

Vilja undanþágu frá innleiðingu

20:18 Í stjórnmálaályktun haustfundar miðstjórnar Framsóknar er varðar þriðja orkupakkann segir að varðandi að Ísland hafi enga tengingu við orkumarkað ESB og að Framsóknarflokkurinn telji slíka tengingu ekki þjóna hagsmunum landsmanna. Meira »

Í hvað fara peningarnir?

19:32 „Fólkið lýsir búðunum sem öðru helvíti,“ segir Eva Dögg Þórsdóttir um ástandið í Moria-flóttamannabúðunum á grísku eyjunni Lesbos. Eva var fyrir skömmu við sjálfboðaliðastörf í tvær vikur ásamt vinkonu sinni á eyjunni. Meira »

Vælukjói á leiksviði

19:30 Píramus og Þispa, leikfélag Framhaldsskólans á Húsavík, frumsýndi á fimmtudagskvöldið leikritið Vælukjóa í Samkomuhúsinu á Húsavík. Meira »

Minntust fórnarlamba umferðarslysa

19:17 Þyrla landhelgisgæslunnar og viðbragðsaðilar stilltu sér upp í minningarathöfn við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík þar sem minnst var fórnarlamba umferðarslysa. Meira »

Lengur að slökkva eldinn en búist var við

18:17 Slökkvistarf stendur enn yfir við Hvaleyrarbraut í Hafnafirði, þar sem eldur kviknaði á ellefta tímanum á föstudagskvöld.   Meira »

Stakk í gegn með traktornum

17:28 Aurskriða féll á heimreiðina að bæ Bergs Sigfússonar, bónda í Austurhlíð í Skaftártungu, honum til nokkurrar furðu. Þar mun ekki hafa fallið aurskriða í áttatíu ár. Meira »

„Helgispjöll“ í Víkurkirkjugarði

17:09 „Þetta er alveg gríðarlega verðmætt landsvæði, bara fyrir hjartað okkar og hugsun,“ segir Vigdís Finnbogadóttir um áformaða byggingu hótels á reit þar sem áður var Víkurkirkjugarður. Vigdís er tilbúin að safna fyrir skaðabótum ef þær þarf að greiða framkvæmdaaðilum. Meira »

Önnur lögmál gilda á netinu

16:38 Íslenskur sjávarútvegur þarf að búa sig undir að sala á fiski færist úr stórmörkuðum yfir til netverslana. Neytendur láta ekki sömu hluti ráða valinu þegar þeir velja fisk af tölvuskjá og þegar þeir standa fyrir framan kæliborð fisksalans. Meira »

Glæpur, gáta og metoo

15:56 „Í grunninn er þetta gert úr þremur þáttum. Í fyrsta lagi er þetta glæpasaga. Í öðru lagi er þetta fjörgömul gáta að hætti Da Vinci Code. Í þriðja lagi er þetta metoo-saga um kynbundið ofbeldi sem aðalsöguhetjan þarf að gera upp.“ Meira »

Munu ekki loka veginum vegna holunnar

15:01 „Við lögum þetta á morgun. Þetta er nú ekkert stórvægilegt,“ segir Sigurður Jónsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Akureyri, um stærðar holu sem myndaðist í gamla Vaðlaheiðarveginum við Akureyri. Jörðin opnaðist á veginum með þeim hætti að keyri þar ofan í bíll, á hann á hættu að stórskemmast. Meira »

„Alvöru“ vetrarveður ekki í kortunum

14:02 Úrkoma í Reykjavík sl. sólarhring, frá 9 í gærmorgun þar til kl. 9 í morgun, var mesta úrkoma á einum sólarhring í nóvember frá upphafi mælinga. Óvenju hlýtt hefur verið í veðri undanfarið miðað við árstíma og alvöru vetrarveður er ekki í kortunum að sögn veðurfræðings. Meira »

15 ára á toppinn eftir ársþjálfun

13:32 Hinn fimmtán ára gamli Gauti Steinþórsson gerði sér lítið fyrir og varð yngsti Íslendingurinn til þess að klífa Island Peak, 6.200 metra háan tind í Himalajafjöllum, eftir skyndihugdettu og ársundirbúning. Meira »

„Á að tala um sjálfsvíg sem veikindi“

13:02 „Við erum mjög stutt frá þeirri umræðu að fólk talaði um sjálfsvíg sem eitthvert val, eigingjarna athöfn og siðlausa athöfn,“ sagði Vigfús Bjarni í Þingvöllum í dag þar sem því var m.a. velt upp hvers vegna Ísland hefði haft eina hæstu sjálfsvígstíðni ungra manna undanfarin tíu ár. Meira »

„Á dagskrá til að fela fjárlögin“

12:48 „Ég hélt þetta væri á dagskrá til að fela fjárlögin,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingkona Samfylkingar um þá umræðu sem hefur verið í þinginu um þriðja orkupakkann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins kvaðst segja hvað sem er sem auðveldaði Sjálfstæðismönnum að taka þátt í baráttunni. Meira »

Ætlum að ráðast á þetta kröftuglega

12:05 „Við reiknum með að byrja aftur um eittleytið og fara á tveimur dælubílum. Þá ætlum við að ráðast á þetta og ráða niðurlögum eldsins,“ segir Eyþórs Leifs­son­, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu. Meira »

Innflytjendur lagðir meira í einelti

11:30 Börn sem fæðast erlendis eru mun líklegri til þess að verða fyrir einelti í íslensku skólakerfi. Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við HÍ segir það einnig vekja athygli að máli skipti hvaða börnin komu. Meira »

Benda á möguleika íslenskunnar

11:15 Á Akureyri var haldið upp á Dag íslenskrar tungu meðal annars með því að fagna fjölbreytileika íslenskunnar. Það var gert með því að blása til ritlistarsamkeppnar fyrir börn á Akureyri sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Meira »

Úrkoman mikil á alla mælikvarða

10:39 Úrkoman á höfuðborgarsvæðinu er mikil á alla mælikvarða segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í færslu á Facebook –síðu sinni í dag. Það sé þó ekkert miðað við Bláfjöll þar sem mælirinn hafi sýnt 250 mm frá því um miðjan dag á föstudag. Meira »

Varasamt ferðaveður á Norðurlandi

10:16 Allhvöss eða hvöss suðaustlæg átt verður á landinu í dag og sums staðar stormur á Norðurlandi fram eftir degi. Gul viðvörun er í gildi á Ströndum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra og segir Veðurstofan vera varasamt ferðaveður á þeim slóðum. Meira »