Ekki létt ákvörðun að samþykkja framsalið

Prime Tours var með um fjórðung þeirra bíla sem sinntu ...
Prime Tours var með um fjórðung þeirra bíla sem sinntu akstursþjónustu fatlaðra fyrir Strætó. Samkvæmt rammasamningi er einungis heimilt að framselja samning fyrirtækisins í heilu lagi. mbl.is/Hjörtur

Það var ekki létt ákvörðun hjá stjórn eða stjórnendum Strætó að fallast á samning við fyrirtækið Far-vel ehf. um framsal á rammasamningi Prime Tours um akstursþjónustu fatlaðra. Þetta segir Ástríður Þórðardóttir, sviðsstjóri fjármála og reksturs hjá Strætó bs.

Fram hefur komið í fréttum undanfarna daga að mikl­ar tak­mark­an­ir eru á mögu­leg­um breyt­ing­um á um­fangi þjón­ustu­getu þeirra sem gert hafa ramma­samn­ing við Strætó bs. um akst­ursþjón­ustu fatlaðra. Einn eigenda Far-vel og tveir stjórnarmanna fyrirtækisins voru einnig í stjórn Prime Tours sem var lýst gjaldþrota í síðasta mánuði og hefur nokk­urr­ar óánægju gætt hjá eig­end­um annarra fyr­ir­tækja sem einnig sinna akst­ursþjón­ust­unni með að samið hafi verið við Far-vel, vegna þessara tengsla.

Far-vel hefur ekki enn hafið akstur fyrir Strætó á bílum Prime Tours þar sem enn verið er að ganga frá pappírsvinnu, en samkvæmt upplýsingum frá Strætó er vonast til að fyrirtækið hefji akstur á mánudag.

Hjólastólabílarnir takmörkuð auðlind

„Það  er aldrei góð staða þegar mikilvægur þjónustuaðili verður gjaldþrota og við erum í vondri stöðu þegar það gerist,“ segir Ástríður. Prime Tours var með heimild fyrir 20 bílum og var með stærri verktökum sem sinnti akstursþjónustunni, en bílarnir sem þessari þjónustu sinna eru um 80 talsins. „Þetta eru hjólastólabílar og þeir eru takmörkuð auðlind,“ útskýrir Ástríður og kveður það takmarka stöðuna þar sem koma verði hjólastólafarþegum í ákveðna bíla þó nota megi venjulega bíla í annan akstur.

Hún samsinnir því að rammasamningurinn bindi vissulega hendur Strætó þegar eitthvað fari úrskeiðis líkt og við gjaldþrot Prime Tours. „Þessir útboðsskilmálar og útboðslögin eru flókin og það þarf lögfræðing með til að lesa í gegnum þetta.“

Í skil­mál­um ramma­samn­ings Strætó bs. er til­greint að Strætó geti hafnað um­sókn fyr­ir­tæk­is, leiði skoðun á viðskipta­sögu stjórn­enda og helstu eig­enda um­sækj­anda í ljós ný­legt greiðslu- eða gjaldþrot er varðar um­sækj­anda, stjórn­end­ur eða eig­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins. Samkvæmt nýlegu áliti innkaupadeildar Reykjavíkurborgar á þetta ákvæði hins vegar ekki við þar sem Far-vel, fyrirtæki sem var stofnað 1999 en hafði legið í dvala sl. 10 ár, var ekki með nýja kennitölu.

Innkaupadeildin taldi einnig „nær ómögulegt“ að að fjölga bíl­um annarra samn­ings­hafa sem tækju þannig yfir hluta aksturs Prime Tours.  

Engin önnur boð um að taka samningin yfir

„Það er ákveðin röðun eftir niðurstöðum útboðsins og við megum ekki riðla henni. Það er hins vegar heimild til að framselja samninga í heilu lagi með þeim verðum sem útboðið hljóðaði upp á. Það er heimilt í lögunum og það er eina leiðin,“ segir Ástríður. Ekki sé hins vegar hægt að framselja samningin að hluta til. „Af því er ég best veit, þá komu engin önnur formleg tilboð um að taka samninginn yfir. Það lýstu einhverjir áhuga á að skoða það, en það komu engin tilboð.“

Ákvörðunin um að framselja rammasamning Prime Tours til Far-vel er skiptastjóra þrotabúsins, það er hins vegar ákvörðun Strætó hvort að fyrirtækið sé samþykkt sem þjónustuaðili.

„Að undangenginni mjög ítarlegri greiningu þá var það niðurstaðan. Það var ekkert létt ákvörðun, hvorki hjá stjórn eða stjórnendum Strætó að þetta skyldi verða niðurstaðan,“ segir hún. Strætó standi hins vegar með þeirri niðurstöðu, en aðaláherslan sé á að þjónustu við farþeganna sé ekki stefnt í hættu. „Það er okkar megintilgangur með þessu. Aðrir þjónustuaðilar gátu ekki sinnt þessu með þeim hætti, þannig að við gætum tryggt að hægt væri að flytja alla á álagstímum þegar þeir vilja fara.“ Álagspunktar eru í starfi akstursþjónustunnar á morgnana, um hádegisbil og seinni partinn. „Þar vantar sárlega þessa bíla inn í þjónustuna.“

Reyna að sníða af hnökrana

Rammasamningurinn gildir út næsta ár. Spurð hvort hún telji ástæðu til að endurskoða hann þegar þar að kemur segir Ástríður þá vinnu snúa mest að félagsmálastjórum á höfuðborgarsvæðinu og þeir séu þegar byrjaðir að skoða hvernig akstursþjónustunni verði best fyrirkomið þegar samningurinn rennur út. „Ég held að það sé almennt verið að reyna að sníða af þessa hnökra sem eru á þessu. Ég held að það sé almennt eitthvað lærdómsferli sem við erum að vera búin að fara í gegnum.“

Strætó sé hins vegar alfarið á hliðarlínunni í þeirri vinnu og aðstoðar eingöngu með upplýsingagjöf til að mynda um magn, ferðir og þörfina fyrir bíla.

Ástríður segir það þó vera sitt mat að margt hafi gengið ágætlega og þjónustan fyrir þennan hóp hafi verið rýmkuð að mörgu leyti. „Farþegar eru að fá meiri þjónustu en þeir höfðu, en ýmislegt sem snýr kannski að praktískum atriðum, sérstaklega hvað varðar þessar þröngu skorður í rammasamninginum þyrfti að skoða. Þannig að að við séum ekki með jafnbundnar hendur þegar við missum rekstraraðila.“

mbl.is

Innlent »

Hagvaxtarstefnan að „líða undir lok“

17:28 „Sú hagfræðikenning sem hefur mótað efnahagsstefnu 20. aldarinnar, efnahagsstefna sem byggir fyrst og fremst á því að halda áfram hagvexti út í eitt, sú efnahagsstefna er að líða undir lok.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir á fundi VG og verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar um kjara­mál fyrr í dag. Meira »

Styrktartónleikar fyrir Söndru

17:25 Stuðlabandið, Stebbi Hilmars, Páll Rózinkrans, Ívar Daníelsson, Hlynur Ben, Úlfur úlfur og fjölmargir tónlistarmenn munu koma fram á styrktartónleikum miðvikudaginn þann 21. nóvember kl. 20:00. Meira »

Vill nýta undanþágur frá orkupakkanum

17:08 „Er ekki leiðin að nýta þær undanþágur sem við gerðum upphaflega?“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, um innleiðingu þriðja orkupakkans. Meira »

Koma þurfi á fót upplýsingamiðstöð

17:04 Auka þarf upplýsingaflæði og tryggja að innflytjendur fái fréttir af innlendum vettvangi, til að efla lýðræðisþátttöku fólks af erlendum uppruna. Þetta er meðal þess sem fram kom í umræðum á fjölmenningarþingi Reykjavíkurborgar, sem haldið var í fimmta sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Meira »

Öllu innanlandsflugi aflýst

16:39 Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag vegna veðurs. Samkvæmt upplýsingum frá Air Iceland Connect þá ættu aflýstar flugferðir ekki að hafa nein áhrif á flugdagskrá morgundagsins. Vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að veðrinu muni slota í nótt. Meira »

„Skaðlegar staðalímyndir“ í bók Birgittu

16:26 Sólveig Auðar Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum, birti í morgun ljósmynd af síðu í nýrri barnabók eftir Birgittu Haukdal, þar sem hún gagnrýnir „skaðlegar staðalímyndir“ af starfi hjúkrunarfræðinga sem sýnd er í bókinni. Meira »

Raskanir hafa keðjuverkandi áhrif

15:31 Ellefu af tólf landgöngubrúm á Keflavíkurflugvelli voru teknar í notkun á nýjan leik klukkan eitt í dag þegar lægði nægilega mikið. Farþegar í þrem­ur flug­vél­um sem lentu á Kefla­vík­ur­flug­velli í morg­un höfðu þá beðið í nokkrar klukkustundir eftir að kom­ast úr vél­un­um vegna vonskuveðurs. Meira »

Stödd í „grafalvarlegum stéttaátökum“

15:20 „Við ætlum vissulega að semja um krónur og aura, en við ætlum líka að semja um lífsskilyrði í þeirra víðasta skilningi,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar á fundi Vinstri grænna og verkalýðshreyfingarinnar um kjaramál nú í hádeginu. Meira »

Húsið að mestu leyti ónýtt

14:04 Húsnæði við Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði er nánast alveg ónýtt eftir að eldur kom þar upp í gærkvöldi, að sögn Eyþórs Leifssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Það er spurning með þessa steyptu veggi, hvort þeir geti haldið sér, en húsið er annars að mestu ónýtt og þetta er mikið eignatjón.“ Meira »

Kannski sem betur fer ég

13:25 María Dungal framkvæmdastjóri er með nýrnabilun á lokastigi. Hér heima gekk hún á milli lækna og var sagt að taka vítamín og hætta að ímynda sér hluti en yfirþyrmandi þreyta hefur umturnað lífi hennar. 11 manns hafa boðið Maríu nýra án þess að það hafi gengið. Meira »

Kastar handsprengjum á ríkisstjórnarheimilið

13:19 Miðflokkurinn er að reyna að kasta handsprengjum inn á ríkisstjórnarheimilið að mati Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Sagði Logi í þættinum Víglínunni á Stöð 2 að afstaða Miðflokksins til þriðja orkupakkans væri poppúlísk. Málið væri stormur í vatnsglasi. Meira »

„Erfitt að kveðja skip eins og Vilhelm“

12:54 Landað var úr Vilhelm Þorsteinssyni EA 570 í Neskaupstað í vikunni og var það síðasta löndun skipsins í íslenskri höfn undir merkjum Samherja. Skipið hefur verið selt til Rússlands, en kom nýtt til landsins árið 2000. Meira »

Vita lítið um umfang tjónsins

12:50 Eigendur neðri hæðar Hvaleyrarbrautar 39, Dverghamrar ehf., hafa lítið fengið að vita um stöðu mála eftir að eldur kom upp á efri hæð hússins í gærkvöldi. Meira »

Ætlaði að redda uppeldinu

12:15 Það er ekki á hverjum degi sem systur eru á sama tíma með bók í jólabókaflóðinu. Júlía Margrét og Kamilla Einarsdætur koma úr bókelskri rithöfundafjölskyldu og eru helstu stuðningsmenn hvor annarrar. Meira »

Skorti ekki vatn heldur þrýsting

11:50 Vatnsveita Hafnarfjarðar þurfti á auka þrýsting að halda vegna slökkvistarfs á Hvaleyrarbraut en þar varð stórbruni í gærkvöldi. Jón Guðmundsson, vaktmaður hjá Vatnsveitu Hafnarfjarðar, segir að vatnsveitan hafi ekki þurft á meira vatni að halda eins og kom fram í frétt Vísis í nótt. Meira »

Slitlag flettist af á Snæfellsnesi

11:37 Slitlag er tekið að flettast af vegi á Snæfellsnesi að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar, en verulega hvasst er nú á Suðvestur- og Vesturlandi. Varar Vegagerðin sérstaklega við veðri í Búlandshöfðanum, þar sem skemmdir hafa orðið á slitlagi vegna foks. Meira »

Það var nánast ekkert eftir

11:00 „Við höfðum miklar áhyggjur af eldinum. Sem betur fer þá stóð vindurinn í rétta átt, út á sjó,“ segir Helga Guðmundsdóttir eigandi Crossfit Hafnarfjarðar sem er í næsta húsi við Hvaleyrarbraut 39 sem brann í nótt. Meira »

Farþegar bíða þess að komast úr vélum

10:37 Tafir hafa orðið á flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli nú í morgun vegna veðurs. Farþegar í þremur flugvélum frá British Airwaves, EasyJet og Delta sem lentu á Keflavíkurflugvelli á níunda tímanum bíða þess enn að komast úr vélunum. Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Meira »

Elsta íslenska álkan 31 árs

10:15 Álka sem fannst við Bjargtanga á Látrabjargi í júní 2016 reyndist vera elsta álka sem fundist hefur hér við land eða að minnsta kosti 31 árs. Hún var hin sprækasta þegar henni var sleppt og gæti því verið orðin 33 ára. Meira »
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Fornbíll til sölu..
Einstakur, glæsilegur, árg. 1950, MB 170, kolsvartur, pluss innan, 4urra gíra, 5...
BÓKHALD
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...