Ekki létt ákvörðun að samþykkja framsalið

Prime Tours var með um fjórðung þeirra bíla sem sinntu ...
Prime Tours var með um fjórðung þeirra bíla sem sinntu akstursþjónustu fatlaðra fyrir Strætó. Samkvæmt rammasamningi er einungis heimilt að framselja samning fyrirtækisins í heilu lagi. mbl.is/Hjörtur

Það var ekki létt ákvörðun hjá stjórn eða stjórnendum Strætó að fallast á samning við fyrirtækið Far-vel ehf. um framsal á rammasamningi Prime Tours um akstursþjónustu fatlaðra. Þetta segir Ástríður Þórðardóttir, sviðsstjóri fjármála og reksturs hjá Strætó bs.

Fram hefur komið í fréttum undanfarna daga að mikl­ar tak­mark­an­ir eru á mögu­leg­um breyt­ing­um á um­fangi þjón­ustu­getu þeirra sem gert hafa ramma­samn­ing við Strætó bs. um akst­ursþjón­ustu fatlaðra. Einn eigenda Far-vel og tveir stjórnarmanna fyrirtækisins voru einnig í stjórn Prime Tours sem var lýst gjaldþrota í síðasta mánuði og hefur nokk­urr­ar óánægju gætt hjá eig­end­um annarra fyr­ir­tækja sem einnig sinna akst­ursþjón­ust­unni með að samið hafi verið við Far-vel, vegna þessara tengsla.

Far-vel hefur ekki enn hafið akstur fyrir Strætó á bílum Prime Tours þar sem enn verið er að ganga frá pappírsvinnu, en samkvæmt upplýsingum frá Strætó er vonast til að fyrirtækið hefji akstur á mánudag.

Hjólastólabílarnir takmörkuð auðlind

„Það  er aldrei góð staða þegar mikilvægur þjónustuaðili verður gjaldþrota og við erum í vondri stöðu þegar það gerist,“ segir Ástríður. Prime Tours var með heimild fyrir 20 bílum og var með stærri verktökum sem sinnti akstursþjónustunni, en bílarnir sem þessari þjónustu sinna eru um 80 talsins. „Þetta eru hjólastólabílar og þeir eru takmörkuð auðlind,“ útskýrir Ástríður og kveður það takmarka stöðuna þar sem koma verði hjólastólafarþegum í ákveðna bíla þó nota megi venjulega bíla í annan akstur.

Hún samsinnir því að rammasamningurinn bindi vissulega hendur Strætó þegar eitthvað fari úrskeiðis líkt og við gjaldþrot Prime Tours. „Þessir útboðsskilmálar og útboðslögin eru flókin og það þarf lögfræðing með til að lesa í gegnum þetta.“

Í skil­mál­um ramma­samn­ings Strætó bs. er til­greint að Strætó geti hafnað um­sókn fyr­ir­tæk­is, leiði skoðun á viðskipta­sögu stjórn­enda og helstu eig­enda um­sækj­anda í ljós ný­legt greiðslu- eða gjaldþrot er varðar um­sækj­anda, stjórn­end­ur eða eig­end­ur fyr­ir­tæk­is­ins. Samkvæmt nýlegu áliti innkaupadeildar Reykjavíkurborgar á þetta ákvæði hins vegar ekki við þar sem Far-vel, fyrirtæki sem var stofnað 1999 en hafði legið í dvala sl. 10 ár, var ekki með nýja kennitölu.

Innkaupadeildin taldi einnig „nær ómögulegt“ að að fjölga bíl­um annarra samn­ings­hafa sem tækju þannig yfir hluta aksturs Prime Tours.  

Engin önnur boð um að taka samningin yfir

„Það er ákveðin röðun eftir niðurstöðum útboðsins og við megum ekki riðla henni. Það er hins vegar heimild til að framselja samninga í heilu lagi með þeim verðum sem útboðið hljóðaði upp á. Það er heimilt í lögunum og það er eina leiðin,“ segir Ástríður. Ekki sé hins vegar hægt að framselja samningin að hluta til. „Af því er ég best veit, þá komu engin önnur formleg tilboð um að taka samninginn yfir. Það lýstu einhverjir áhuga á að skoða það, en það komu engin tilboð.“

Ákvörðunin um að framselja rammasamning Prime Tours til Far-vel er skiptastjóra þrotabúsins, það er hins vegar ákvörðun Strætó hvort að fyrirtækið sé samþykkt sem þjónustuaðili.

„Að undangenginni mjög ítarlegri greiningu þá var það niðurstaðan. Það var ekkert létt ákvörðun, hvorki hjá stjórn eða stjórnendum Strætó að þetta skyldi verða niðurstaðan,“ segir hún. Strætó standi hins vegar með þeirri niðurstöðu, en aðaláherslan sé á að þjónustu við farþeganna sé ekki stefnt í hættu. „Það er okkar megintilgangur með þessu. Aðrir þjónustuaðilar gátu ekki sinnt þessu með þeim hætti, þannig að við gætum tryggt að hægt væri að flytja alla á álagstímum þegar þeir vilja fara.“ Álagspunktar eru í starfi akstursþjónustunnar á morgnana, um hádegisbil og seinni partinn. „Þar vantar sárlega þessa bíla inn í þjónustuna.“

Reyna að sníða af hnökrana

Rammasamningurinn gildir út næsta ár. Spurð hvort hún telji ástæðu til að endurskoða hann þegar þar að kemur segir Ástríður þá vinnu snúa mest að félagsmálastjórum á höfuðborgarsvæðinu og þeir séu þegar byrjaðir að skoða hvernig akstursþjónustunni verði best fyrirkomið þegar samningurinn rennur út. „Ég held að það sé almennt verið að reyna að sníða af þessa hnökra sem eru á þessu. Ég held að það sé almennt eitthvað lærdómsferli sem við erum að vera búin að fara í gegnum.“

Strætó sé hins vegar alfarið á hliðarlínunni í þeirri vinnu og aðstoðar eingöngu með upplýsingagjöf til að mynda um magn, ferðir og þörfina fyrir bíla.

Ástríður segir það þó vera sitt mat að margt hafi gengið ágætlega og þjónustan fyrir þennan hóp hafi verið rýmkuð að mörgu leyti. „Farþegar eru að fá meiri þjónustu en þeir höfðu, en ýmislegt sem snýr kannski að praktískum atriðum, sérstaklega hvað varðar þessar þröngu skorður í rammasamninginum þyrfti að skoða. Þannig að að við séum ekki með jafnbundnar hendur þegar við missum rekstraraðila.“

mbl.is

Innlent »

Rafleiðni í Múlakvísl enn há

08:24 Rafleiðni í Múlakvísl mælist enn há og mæld vatnshæð hefur hækkað lítillega í nótt. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands munu fara yfir stöðuna og átta sig betur á umfangi hlaupsins þegar birtir. Meira »

Stúdentspróf í tölvuleikjagerð

08:18 Menntamálaráðuneytið hefur heimilað Keili – miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs að fara af stað með nýja námsleið til stúdentsprófs. Er það í fyrsta sinn frá stofnun Keilis árið 2007 sem það er gert. Meira »

Gátu ekki sótt sjúkling yfir á

07:57 Sjúkrabíll gat ekki sótt Svein Sigurjónsson, tæplega áttræðan íbúa á bænum Þverárkoti við rætur Esju í Reykjavík, á föstudaginn þar sem engin brú er yfir Þverá. Meira »

Þrjú tímastjórnunarráð

07:49 Alda Sigurðardóttir, stjórnendaþjálfari og eigandi Vendum, fór yfir hagnýt ráð í tímastjórnun í síðdegisþættinum á K100 hjá Loga og Huldu en hún fagnar um þessar mundir 8 ára afmæli fyrirtækisins. Meira »

Morgunblaðið langoftast skoðað á timarit.is

07:37 Morgunblaðið er, eins og jafnan áður, langvinsælasti titillinn árið 2108 á vefnum timarit.is þar sem safnað hefur verið saman tæplega 1.200 titlum af prentuðum blöðum og tímaritum frá upphafi. Hægt er að lesa alla árganga Morgunblaðsins frá stofnun 1913 fram á seinni ár. Á hverju ári bætist nýr árgangur við. Meira »

Breyting fjölgar ekki birtustundum

07:10 Vegna legu landsins á hárri breiddargráðu eru birtustundir fáar í boði á Íslandi um hávetur og þeim fjölgar ekki með breytingu á stillingu klukkunnar, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Nú í morgunsárið er norðanátt allsráðandi á landinu og kalt í veðri. Meira »

Úrkomudagarnir aldrei fleiri

06:30 Úrkomudagar í Reykjavík voru óvenjumargir í fyrra og hafa aldrei verið fleiri frá því mælingar hófust eða 261 talsins. Hæsti hiti ársins á landinu mældist 24,7 stig á Patreksfirði en mesta frost mældist 25,6 stig í Svartárkoti og við Mývatn. Meira »

Mundaði ljá á almannafæri

06:02 Lögreglan handtók mann á tvítugsaldri um fimmleytið í nótt sem mundaði ljá á förnum vegi í Breiðholtinu. Við öryggisleit kom í ljós að ungi maðurinn var einnig vopnaður piparúða. Meira »

Vilja hraða lagningu nýs sæstrengs

05:30 Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök atvinnulífsins (SA) „leggja áherslu á að ráðist verði í fjárhagslega endurskipulagningu á Farice og telja mikilvægt að lagður verði grunnur að nýjum sæstreng fyrr en gert er ráð fyrir þar sem staða gagnatenginga við útlönd dregur úr samkeppnishæfni gagnaversiðnaðar“. Meira »

Loðnan kemur þegar skilyrðin eru rétt

05:30 Upphafskvóti loðnu hefur ekki verið gefinn út og leiðangur sem er að ljúka gefur ekki ástæðu til sérstakrar bjartsýni.   Meira »

Eldri konum oft neitað um viðtal

05:30 Sigurveig H. Sigurðardóttir, dósent í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, hefur rannsakað stöðu eldri kvenna á íslenskum vinnumarkaði. Meira »

Búnaðarstofa rennur inn í ráðuneytið

05:30 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Reiknað er með að búnaðarstofa verði hluti af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sjálfu, ekki undirstofnun ráðuneytisins, eftir flutning hennar frá Matvælastofnun. Meira »

Gæti opnast í næstu viku

05:30 „Við fengum mikið af snjó í gær sem við unnum úr í nótt þar sem hægt var,“ sagði Einar Bjarnason, rekstrarstjóri í Bláfjöllum, í gær. Hann var bjartsýnn á opnun skíðasvæðisins í næstu viku. Meira »

Stokki upp lífeyriskerfið

05:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, kallar eftir „gagngerum breytingum“ á íslenska lífeyriskerfinu. Kerfið sé dýrt fyrir fyrirtækin og geti jafnvel haldið niðri launum. Verkalýðsfélögin séu reiðubúin að skoða lækkun iðgjalda gegn því að laun verði hækkuð í samningunum. Meira »

Vetur konungur ræður ríkjum

Í gær, 23:02 Vetrarfærð er á öllu landinu samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni og víða éljagangur og skafrenningur á vegum á norðanverðu landinu. Meira »

Sex þingmenn metnir hæfir

Í gær, 22:30 Sex þingmenn koma til greina til setu í nýrri forsætisnefnd Alþingis með það eina verkefni að koma svokölluðu Klaustursmáli áfram til siðanefndar Alþingis, en nefndin verður skipuð í næstu viku í kjölfar þess að allir fulltrúar í forsætisnefnd lýstu sig vanhæfa í málinu vegna þess að þeir höfðu tjáð sig um það. Meira »

Var síbrosandi og hafði tíma fyrir alla

Í gær, 21:54 „Ég þekkti Adamowicz persónulega. Hann var yngri en ég en við gengum í sama skóla,“ segir Alexander Witold Bogdanski, formaður samtaka Pólverja á Íslandi. Þeir hafi átt marga sameiginlega vini og því hafi verið erfitt að frétta af láti Pawel Adamowicz, borgarstjóra Gdansk. Meira »

Tillaga Vigdísar og Kolbrúnar felld

Í gær, 20:41 Tillaga borgarfulltrúanna Vigdísar Hauksdóttur og Kolbrúnar Baldursdóttur um að embætti borgarlögmanns yrði falið að vísa skýrslu innri endurskoðunar um braggamálið til „þar til bærra yf­ir­valda til yf­ir­ferðar og rann­sókn­ar“ var felld í borgarstjórn Reykjavíkur laust eftir kl. 19 í kvöld. Meira »

Sýknaður af ákæru vegna banaslyss

Í gær, 20:27 Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað karlmann af ákæru vegna banaslyss, sem átti sér stað á Reykjanesbraut í febrúar árið 2017. Sannað þótti að maðurinn hefði ekið inn á rangan vegarhelming, en ekki að hann hefði sýnt af sér refsivert gáleysi. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA I, II, III, IV, V, VI: 2019:SPRING/VORÖNN: ...
4ra herbergja íbúð til leigu á Dunhaga
4ra herbergja íbúð til leigu á Dunhaga 17 við Háskólabíó. Upplýsingar í síma 892...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Vantar Trampólín
Viltu lostna við Trampólínið þitt, kem og tek það niður ef vill... upp. 8986033...