Í gæsluvarðhald vegna brunans

Húsið, sem stóð við Kirkjuveg á Selfossi, brann til kaldra …
Húsið, sem stóð við Kirkjuveg á Selfossi, brann til kaldra kola. Tvennt lést í brunanum. mbl.is/Eggert

Héraðsdómur Suðurlands hefur úrskurðað að karlmaður á sextugsaldri skuli sæta gæsluvarðhaldi til 29. nóvember, en maðurinn er grunaður um aðild að elds­voða í ein­býl­is­húsi á Sel­fossi í lok október.

Þetta var gert að kröfu lögreglustjórans á Suðurlandi. 

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi, að kona sem einnig sætti gæsluvarðhaldi vegna sama máls sé nú í skýrslutöku hjá lögreglu.  

Þá segir lögreglan að ekki sé að vænta frekari frétta frá lögreglu af rannsókninni að sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert