„Getur verið að við höfum gleymt drengjunum okkar?“

Karl Gauti Hjaltason.
Karl Gauti Hjaltason. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er sama hvar drepið er niður fæti, það er eitthvað að,“ sagði Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, í sérstakri umræðu um vanda drengja á Alþingi í dag. Karl Gauti var málshefjandi en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var til andsvara. Fjöldi þingmanna tók til máls og virtust flestir sammála um að úrbóta sé þörf, þótt þeir hafi ekki endilega verið samstíga í hvaða málefni væru mikilvægust eða hvaða leiðir eigi að fara.

Karl Gauti hóf mál sitt á að vísa til ljóðs Gríms Thomsen, Á fætur, því þörf væri á því að rísa á fætur til hjálpar drengjum í vanda. Því næst tæpti hann á ýmsum vanda er hann taldi steðja að drengjum á Íslandi í dag.

Meðal þess sem Karl Gauti nefndi er há tíðni sjálfsvíga, geigvænlegur lestrarvandi, að brottfall úr skólum sé meira en hjá stúlkum, nýgengi örorku sé hærra meðal drengja og lyfjanotkun meiri. Þá nefndi hann að hlutfall karlkyns kennara fari sífellt lækkandi og að fáir karlar hafi einir forsjá yfir börnum sínum. Algengast sé að foreldrar hafi sameiginlega forsjá en í þeim tilfellum þar sem bara annað foreldri hafi forsjá sé hlutfallið 1 faðir á móti 58 mæðrum.

Velti hann í kjölfarið fyrir sér ástæðum þess að samfélagið missi unga menn í aðgerðaleysi, örorku, afbrot og jafnvel sjálfsvíg.

„Hvað er að? Skortir þá föðurímynd? Feður eru oft fjarverandi og kennarar langoftast kvenkyns. Foreldrar hafa ekki tíma og börnin eru kannski áhorfendur að lífi foreldranna,“ sagði Karl Gauti.

Hann velti því einnig upp hvort oft og tíðum neikvæð og harkaleg umræða um karlmenn hafi áhrif á sjálfsmynd ungra drengja, hvort drengi vanti hlutverk í lífið, hvort kynvitund drengja sé bjöguð vegna áhrifa klámvæðingarinnar og hvað megi gera til að drengir finni sig betur í skólakerfinu.

Sálfræðiþjónusta mikilvæg

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var til andsvara. Í máli sínu nefndi Katrín að mikilvægt væri að umboðsmaður barna fái aukið hlutverk við að afla gagna um stöðu drengja og stúlkna. Það sé nauðsynlegt til að geta tekið réttar ákvarðanir í málum sem snúa að ungmennum.

Katrín kvaðst deila áhyggjum Karls Gauta vegna fjölda þeirra sem fá lyfjum ávísað. Hún sagði að landlæknisembættið hafi tekið þessi mál til sérstakrar skoðunar. „Við þurfum að huga að kynjavinklinum þar en ekki síður stéttavinklinum. Eru þetta drengir úr krefjandi félagslegum aðstæðum?“ sagði forsætisráðherra.

Þá sagði hún að rannsóknir sýni að karlmenn og drengir leiti frekar eftir aðstoð í heilbrigðiskerfinu með aðstoð tækninnar. Þeir veigri sér við að mæta á staðinn. „Við þurfum að skoða möguleika sem þar eru,“ sagði Katrín sem nefndi jafnframt að tölvunotkun væri ólík milli kynja. Stúlkur væru duglegri við notkun samfélagsmiðla en tölvuleikir væru vinsælli hjá drengjum. Það þyrfti að hafa í huga við mótun stefnu í þessum málum.

Hún vísaði einnig til þess að brottfall úr skólum virðist ekki síst ráðast af félagslegum og sálfræðiaðstæðum. Því sé aðgangur að sálfræðiþjónustu mikilvægur.

„Grípum fyrr inn í“

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, nefndi einn anga vandans sem hann taldi mikilvægan en auðvelt væri að laga. Sá vandi snúi að kerfinu sjálfu og sé ekki bara vandi drengja, þótt þeir séu í miklum meirihluta. „Það er þessi þrýstingur á ungt fólk í skólum, grunn- og framhaldsskólum, fólk sem er enn á barnsaldri í skilningi laganna, að fá greiningu. Því það standa engin úrræði til boða fyrir þau sem eru í vanda, enginn stuðningur, sálfræðiaðstoð fyrr en greiningin, stimplunin, er komin. Fyrr er ekkert gert. Þú ert kvíðinn, ofvirkur og þarft að fá greiningu sem slíkur, pillurnar, svo færðu aðstoðina. Þetta brýtur sjálfsmyndina, að stimplunin skuli vera komin,“ segir Páll sem telur að umrætt fólk sé líklegra til að fara á örorkubætur en aðrir. „Breytum þessu. Grípum fyrr inn í. Gefum því aðgang að sálfræðingum áður en það fær stimplun.“

Sigurður Páll Jónsson, Miðflokknum, lýsti áhyggjum af tíðni sjálfsvíga hjá ungum mönnum. „Það eru allt of margir ungir menn sem sitja í fangelsum landsins. Getur verið að við höfum gleymt drengjunum okkar? Við verðum að skoða hvað veldur brottfalli og tryggja fé í unglingageðdeildir og meðferðir fyrir ungt fólk.“

Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson sagði það rétt sem fram hafði komið að tölvunotkun og tölvuleikir geti verið hluti af skýringunni af hverju ungir drengir villast af leið. Ekki sé hins vegar sama um hvaða tölvuleiki sé að ræða. „Það eru líka til tölvuleikir sem fræða. Ég nefni Kerbal Space Program. Það er hægt að nýta tæknina til að þroska og hjálpa fólki.“

Telur að aga skorti

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði það ekki nýtt að drengir sýni af sér meiri áhættuhegðun en stúlkur. Í gerbreyttum heimi ætti að hans mati að leggja upp úr því að fræða unga menn um jafnréttisumræðu nútímans. Hann vill jafnframt að úrræði verði til staðar til að grípa fyrr inn í gegn vanlíðan barna í skólakerfinu.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, VG, kvaðst fagna umræðu um aukið aðgengi að sálfræðingum. Eins taldi hún máli skipta að skólar bjóði upp á náms- og starfsráðgjöf.

Margrét Tryggvadóttir, Samfylkingu, sagði að pressa væri á ungmennum vegna tilbúinnar gerviveraldar samfélagsmiðla. Hún velti því jafnframt upp hvort sú afreksstefna sem rekin sé í mörgum íþróttagreinum sé til góðs. Talaði Margrét um að ungir drengir ætli sér að verða atvinnumenn í fótbolta en þegar í ljós kemur að það verður ekki, á viðkvæmum aldri, þá sé kannski ekki mikið eftir.

Brynjar Níelsson Sjálfstæðiflokki sagði að nauðsynlegt væri að viðurkenna það að drengir og stúlkur væru ólík frá náttúrunnar hendi, með örfáum undantekningum þó. Hann sagði að lausatök einkenndu umönnun og uppeldi, aga skorti. „Við megum ekki bara tala um réttindi barna, við þurfum að tala um ábyrgð.“

mbl.is

Innlent »

Segist ekki vilja ræða ólöglegar upptökur

12:08 „Ég tel óforsvaranlegt að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar ætli að halda fund til að ræða ályktanir sem hún vill sýnilega draga af illa sundurklipptum hljóðupptökum af veitingastofuspjalli sem aflað var með refsiverðum aðferðum.“ Meira »

Var ekki beittur þrýstingi

11:58 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að hann hefði aldrei lofað því að Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, yrði skipaður sendiherra, og að það stæði ekki til að skipa hann í stöðuna. Meira »

Holtavörðuheiði lokað í tvo tíma

11:50 Holtavörðuheiði verður lokuð í um tvær klukkustundir milli 13.30 og 15.30 þegar vöruflutningabíl verður komið aftur á veginn, en hann fór út af veginum og valt í morgun. Engin slys urðu á fólki. Meira »

Ber ekki ábyrgð á álagi fyrrverandi

11:34 Fjárnám sem gert hafði verið í fasteign konu vegna álags á vantalda skatta fyrrverandi sambúðarmanns hennar var í dag fellt úr gildi af Hæstarétti. Taldi rétturinn að þó fólkið hafi verið samskattað þegar skattarnir voru vangreiddir, þá nái álagið í formi refsikenndra viðurlaga ekki til konunnar. Meira »

Rafleiðni svipuð og þegar brúin fór

11:32 Reynir Ragnarsson hefur sinnt rafleiðnimælingum í Múlakvísl í 20 ár. Við mælingar í morgun mældist hún 300 míkrósímens á sentimetra, en venjuleg rafleiðni í ánni er í kringum 100. Rafleiðnin nú er svipuð og gerðist árið 2011 þegar brúin yfir Múlakvísl hrundi í hlaupinu 2011. Meira »

Borgarstjóri sendir samúðarkveðju

11:28 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur sent samúðarkveðju til Gdansk vegna morðsins á borgarstjóranum Pawel Adamowicz.   Meira »

Hefur ekkert með skipanina að gera

11:11 „Ég verð að halda því til haga mér að sýnist að aðdragandi þess að halda þennan opna fund sé ekki eins og reglurnar kveða á um en það truflar mig ekkert,“ sagði Bjarni Benediktsson við upphaf opins fundar stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. Meira »

Játar vanda en tjáir sig annars ekki

11:03 „Við höfum átt í einhverjum vandamálum með að afla fé, en við höfum stjórn á stöðunni og höldum áfram með öll okkar verkefni. Þannig að það er engin dramatík í þessu,“ segir Hans Christian Munck, framkvæmdastjóri Munck Íslandi ehf., við mbl.is þegar hann er spurður um lausafjárstöðu félagsins. Meira »

„Mun ekki taka þátt í þessari sýningu“

10:45 Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, las upp yfirlýsingar þeirra Gunnars Braga Sveinssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanna Miðflokksins, við upphaf fundar sem fer fram vegna ummæla Gunnars Braga á barnum Klaustri um högun skipunar í embætti sendiherra. Meira »

Engin rútustæði í Hafnarfirði

10:45 Skipulags- og byggingaráð hefur vísað erindi Ferðamálasamtaka Hafnarfjarðar um rútustæði í miðbæ Hafnarfjarðar til vinnslu miðbæjarskipulags. Meira »

Allt að 53% munur á leikskólagjöldum

10:42 Leik­skóla­gjöld eru hæst í Garðabæ en lægst í Reykja­vík. Gjöld­in hækkuðu milli ára í þrettán af sex­tán sveit­ar­fé­lög­um lands­ins en lækkuðu í þrem­ur sveit­ar­fé­lög­um. Þetta er meðal þess sem kem­ur fram í nýrri út­tekt verðlags­eft­ir­lits ASÍ á leik­skóla­gjöld­um sveit­ar­fé­lag­anna. Meira »

Bilun í búnaði RB

10:36 Bilun kom upp í búnaði hjá RB í nótt sem gera það að verkum að hreyfingar sjást ekki í netbanka Landsbankans og Íslandsbanka. Staða reikninga í grunnkerfum RB er engu að síður rétt og öll greiðsluvirkni er í lagi. Meira »

Fáir nota endurskinsmerki

10:33 Einungis tveir af tíu voru með endurskinsmerki samkvæmt könnun VÍS á endurskinsmerkjanotkun unglinga í grunnskóla og fólks á vinnustað. Unglingarnir stóðu sig aðeins betur en þeir fullorðnu en þar munaði mest um endurskin á töskum. Meira »

Opinn fundur vegna skipunar sendiherra

10:20 Fundur stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis fer fram klukkan 10:30 í dag, en á fundinum verður til umræðu skip­un Geirs H. Haar­de og Árna Þórs Sig­urðsson­ar í embætti sendi­herra í ljósi um­mæla sem Gunn­ar Bragi lét falla um hög­un skip­un­ar­inn­ar á barn­um Klaustri í nóv­em­ber. Meira »

Setjast að samningaborðinu með SA

10:08 Fundur hófst hjá Ríkissáttasemjara í kjaradeilu VR, Eflingar, Verkalýðsfélaga Akraness og Grindavíkur og Samtaka atvinnulífsins (SA) nú klukkan tíu. Er þetta þriðji fundur deiluaðila frá því að félögin fjögur vísuðu málinu til sáttasemjara. Meira »

Kæra tegundasvindl til lögreglu

09:17 Matvælastofnun hefur óskað eftir rannsókn lögreglu á meintu tegundasvindli með fisk til útflutnings. Íslenskt fiskvinnslufyrirtæki er grunað um að hafa selt íslenskri umboðsverslun með fisk og fiskafurðir verðlitlar fiskafurðir (keilu) sem verðmeiri vöru (steinbít) á árunum 2010 og 2011. Meira »

Rafleiðni í Múlakvísl enn há

08:24 Rafleiðni í Múlakvísl mælist enn há og mæld vatnshæð hefur hækkað lítillega í nótt. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands munu fara yfir stöðuna og átta sig betur á umfangi hlaupsins þegar birtir. Meira »

Stúdentspróf í tölvuleikjagerð

08:18 Menntamálaráðuneytið hefur heimilað Keili – miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs að fara af stað með nýja námsleið til stúdentsprófs. Er það í fyrsta sinn frá stofnun Keilis árið 2007 sem það er gert. Meira »

Gátu ekki sótt sjúkling yfir á

07:57 Sjúkrabíll gat ekki sótt Svein Sigurjónsson, tæplega áttræðan íbúa á bænum Þverárkoti við rætur Esju í Reykjavík, á föstudaginn þar sem engin brú er yfir Þverá. Meira »
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri, húsasmíðameistari og leigumiðlari Tek að mér: - ...
Til leigu
Herbergi, stofa og svefniherbergi ásamt snyrtingu til leigu í Austurbæ Kópavogs....
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Bátavélar 58 hp með gír
Eigum á á lager , góðar vélar 58 hp (43,3 kw) með gír og mælaborði og tilheyrand...