„Getur verið að við höfum gleymt drengjunum okkar?“

Karl Gauti Hjaltason.
Karl Gauti Hjaltason. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er sama hvar drepið er niður fæti, það er eitthvað að,“ sagði Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Flokks fólksins, í sérstakri umræðu um vanda drengja á Alþingi í dag. Karl Gauti var málshefjandi en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var til andsvara. Fjöldi þingmanna tók til máls og virtust flestir sammála um að úrbóta sé þörf, þótt þeir hafi ekki endilega verið samstíga í hvaða málefni væru mikilvægust eða hvaða leiðir eigi að fara.

Karl Gauti hóf mál sitt á að vísa til ljóðs Gríms Thomsen, Á fætur, því þörf væri á því að rísa á fætur til hjálpar drengjum í vanda. Því næst tæpti hann á ýmsum vanda er hann taldi steðja að drengjum á Íslandi í dag.

Meðal þess sem Karl Gauti nefndi er há tíðni sjálfsvíga, geigvænlegur lestrarvandi, að brottfall úr skólum sé meira en hjá stúlkum, nýgengi örorku sé hærra meðal drengja og lyfjanotkun meiri. Þá nefndi hann að hlutfall karlkyns kennara fari sífellt lækkandi og að fáir karlar hafi einir forsjá yfir börnum sínum. Algengast sé að foreldrar hafi sameiginlega forsjá en í þeim tilfellum þar sem bara annað foreldri hafi forsjá sé hlutfallið 1 faðir á móti 58 mæðrum.

Velti hann í kjölfarið fyrir sér ástæðum þess að samfélagið missi unga menn í aðgerðaleysi, örorku, afbrot og jafnvel sjálfsvíg.

„Hvað er að? Skortir þá föðurímynd? Feður eru oft fjarverandi og kennarar langoftast kvenkyns. Foreldrar hafa ekki tíma og börnin eru kannski áhorfendur að lífi foreldranna,“ sagði Karl Gauti.

Hann velti því einnig upp hvort oft og tíðum neikvæð og harkaleg umræða um karlmenn hafi áhrif á sjálfsmynd ungra drengja, hvort drengi vanti hlutverk í lífið, hvort kynvitund drengja sé bjöguð vegna áhrifa klámvæðingarinnar og hvað megi gera til að drengir finni sig betur í skólakerfinu.

Sálfræðiþjónusta mikilvæg

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var til andsvara. Í máli sínu nefndi Katrín að mikilvægt væri að umboðsmaður barna fái aukið hlutverk við að afla gagna um stöðu drengja og stúlkna. Það sé nauðsynlegt til að geta tekið réttar ákvarðanir í málum sem snúa að ungmennum.

Katrín kvaðst deila áhyggjum Karls Gauta vegna fjölda þeirra sem fá lyfjum ávísað. Hún sagði að landlæknisembættið hafi tekið þessi mál til sérstakrar skoðunar. „Við þurfum að huga að kynjavinklinum þar en ekki síður stéttavinklinum. Eru þetta drengir úr krefjandi félagslegum aðstæðum?“ sagði forsætisráðherra.

Þá sagði hún að rannsóknir sýni að karlmenn og drengir leiti frekar eftir aðstoð í heilbrigðiskerfinu með aðstoð tækninnar. Þeir veigri sér við að mæta á staðinn. „Við þurfum að skoða möguleika sem þar eru,“ sagði Katrín sem nefndi jafnframt að tölvunotkun væri ólík milli kynja. Stúlkur væru duglegri við notkun samfélagsmiðla en tölvuleikir væru vinsælli hjá drengjum. Það þyrfti að hafa í huga við mótun stefnu í þessum málum.

Hún vísaði einnig til þess að brottfall úr skólum virðist ekki síst ráðast af félagslegum og sálfræðiaðstæðum. Því sé aðgangur að sálfræðiþjónustu mikilvægur.

„Grípum fyrr inn í“

Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, nefndi einn anga vandans sem hann taldi mikilvægan en auðvelt væri að laga. Sá vandi snúi að kerfinu sjálfu og sé ekki bara vandi drengja, þótt þeir séu í miklum meirihluta. „Það er þessi þrýstingur á ungt fólk í skólum, grunn- og framhaldsskólum, fólk sem er enn á barnsaldri í skilningi laganna, að fá greiningu. Því það standa engin úrræði til boða fyrir þau sem eru í vanda, enginn stuðningur, sálfræðiaðstoð fyrr en greiningin, stimplunin, er komin. Fyrr er ekkert gert. Þú ert kvíðinn, ofvirkur og þarft að fá greiningu sem slíkur, pillurnar, svo færðu aðstoðina. Þetta brýtur sjálfsmyndina, að stimplunin skuli vera komin,“ segir Páll sem telur að umrætt fólk sé líklegra til að fara á örorkubætur en aðrir. „Breytum þessu. Grípum fyrr inn í. Gefum því aðgang að sálfræðingum áður en það fær stimplun.“

Sigurður Páll Jónsson, Miðflokknum, lýsti áhyggjum af tíðni sjálfsvíga hjá ungum mönnum. „Það eru allt of margir ungir menn sem sitja í fangelsum landsins. Getur verið að við höfum gleymt drengjunum okkar? Við verðum að skoða hvað veldur brottfalli og tryggja fé í unglingageðdeildir og meðferðir fyrir ungt fólk.“

Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson sagði það rétt sem fram hafði komið að tölvunotkun og tölvuleikir geti verið hluti af skýringunni af hverju ungir drengir villast af leið. Ekki sé hins vegar sama um hvaða tölvuleiki sé að ræða. „Það eru líka til tölvuleikir sem fræða. Ég nefni Kerbal Space Program. Það er hægt að nýta tæknina til að þroska og hjálpa fólki.“

Telur að aga skorti

Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, sagði það ekki nýtt að drengir sýni af sér meiri áhættuhegðun en stúlkur. Í gerbreyttum heimi ætti að hans mati að leggja upp úr því að fræða unga menn um jafnréttisumræðu nútímans. Hann vill jafnframt að úrræði verði til staðar til að grípa fyrr inn í gegn vanlíðan barna í skólakerfinu.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, VG, kvaðst fagna umræðu um aukið aðgengi að sálfræðingum. Eins taldi hún máli skipta að skólar bjóði upp á náms- og starfsráðgjöf.

Margrét Tryggvadóttir, Samfylkingu, sagði að pressa væri á ungmennum vegna tilbúinnar gerviveraldar samfélagsmiðla. Hún velti því jafnframt upp hvort sú afreksstefna sem rekin sé í mörgum íþróttagreinum sé til góðs. Talaði Margrét um að ungir drengir ætli sér að verða atvinnumenn í fótbolta en þegar í ljós kemur að það verður ekki, á viðkvæmum aldri, þá sé kannski ekki mikið eftir.

Brynjar Níelsson Sjálfstæðiflokki sagði að nauðsynlegt væri að viðurkenna það að drengir og stúlkur væru ólík frá náttúrunnar hendi, með örfáum undantekningum þó. Hann sagði að lausatök einkenndu umönnun og uppeldi, aga skorti. „Við megum ekki bara tala um réttindi barna, við þurfum að tala um ábyrgð.“

mbl.is

Innlent »

Önnur lögmál gilda á netinu

16:38 Íslenskur sjávarútvegur þarf að búa sig undir að sala á fiski færist úr stórmörkuðum yfir til netverslana. Neytendur láta ekki sömu hluti ráða valinu þegar þeir velja fisk af tölvuskjá og þegar þeir standa fyrir framan kæliborð fisksalans. Meira »

Glæpur, gáta og metoo

15:56 „Í grunninn er þetta gert úr þremur þáttum. Í fyrsta lagi er þetta glæpasaga. Í öðru lagi er þetta fjörgömul gáta að hætti Da Vinci Code. Í þriðja lagi er þetta metoo-saga um kynbundið ofbeldi sem aðalsöguhetjan þarf að gera upp.“ Meira »

Munu ekki loka veginum vegna holunnar

15:01 „Við lögum þetta á morgun. Þetta er nú ekkert stórvægilegt,“ segir Sigurður Jónsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Akureyri, um stærðar holu sem myndaðist í gamla Vaðlaheiðarveginum við Akureyri. Jörðin opnaðist á veginum með þeim hætti að keyri þar ofan í bíll, á hann á hættu að stórskemmast. Meira »

„Alvöru“ vetrarveður ekki í kortunum

14:02 Úrkoma í Reykjavík sl. sólarhring, frá 9 í gærmorgun þar til kl. 9 í morgun, var mesta úrkoma á einum sólarhring í nóvember frá upphafi mælinga. Óvenju hlýtt hefur verið í veðri undanfarið miðað við árstíma og alvöru vetrarveður er ekki í kortunum að sögn veðurfræðings. Meira »

15 ára á toppinn eftir ársþjálfun

13:32 Hinn fimmtán ára gamli Gauti Steinþórsson gerði sér lítið fyrir og varð yngsti Íslendingurinn til þess að klífa Island Peak, 6.200 metra háan tind í Himalajafjöllum, eftir skyndihugdettu og ársundirbúning. Meira »

„Á að tala um sjálfsvíg sem veikindi“

13:02 „Við erum mjög stutt frá þeirri umræðu að fólk talaði um sjálfsvíg sem eitthvert val, eigingjarna athöfn og siðlausa athöfn,“ sagði Vigfús Bjarni í Þingvöllum í dag þar sem því var m.a. velt upp hvers vegna Ísland hefði haft eina hæstu sjálfsvígstíðni ungra manna undanfarin tíu ár. Meira »

„Á dagskrá til að fela fjárlögin“

12:48 „Ég hélt þetta væri á dagskrá til að fela fjárlögin,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingkona Samfylkingar um þá umræðu sem hefur verið í þinginu um þriðja orkupakkann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins kvaðst segja hvað sem er sem auðveldaði Sjálfstæðismönnum að taka þátt í baráttunni. Meira »

Ætlum að ráðast á þetta kröftuglega

12:05 „Við reiknum með að byrja aftur um eittleytið og fara á tveimur dælubílum. Þá ætlum við að ráðast á þetta og ráða niðurlögum eldsins,“ segir Eyþórs Leifs­son­, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu. Meira »

Innflytjendur lagðir meira í einelti

11:30 Börn sem fæðast erlendis eru mun líklegri til þess að verða fyrir einelti í íslensku skólakerfi. Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við HÍ segir það einnig vekja athygli að máli skipti hvaða börnin komu. Meira »

Benda á möguleika íslenskunnar

11:15 Á Akureyri var haldið upp á Dag íslenskrar tungu meðal annars með því að fagna fjölbreytileika íslenskunnar. Það var gert með því að blása til ritlistarsamkeppnar fyrir börn á Akureyri sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Meira »

Úrkoman mikil á alla mælikvarða

10:39 Úrkoman á höfuðborgarsvæðinu er mikil á alla mælikvarða segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í færslu á Facebook –síðu sinni í dag. Það sé þó ekkert miðað við Bláfjöll þar sem mælirinn hafi sýnt 250 mm frá því um miðjan dag á föstudag. Meira »

Varasamt ferðaveður á Norðurlandi

10:16 Allhvöss eða hvöss suðaustlæg átt verður á landinu í dag og sums staðar stormur á Norðurlandi fram eftir degi. Gul viðvörun er í gildi á Ströndum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra og segir Veðurstofan vera varasamt ferðaveður á þeim slóðum. Meira »

Hegðunarvandamál nánast úr sögunni

09:35 Geturðu platað krakka til að hafa gaman af að læra? Hákon Sæberg velti því fyrir sér í kennaranáminu þar sem hann heillaðist af kennsluaðferðum leiklistar og aðferðinni sérfræðingskápan. Nemendur í 4. bekk Árbæjarskóla hafa lært um hvali í hlutverki sjávarlíffræðinga og um fjöll í hlutverki spæjara. Meira »

Ágúst Ólafur og Willum Þór með Björt á Þingvöllum

09:12 Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Ágúst Ólafur Ágústsson verða meðal gesta Björt Ólafsdóttur í þættinum Þingvöllum á K100 nú í morgun og má því telja nokkuð ljóst að fjárlagafrumvarpið verði tekið til umræðu í þættinum. Meira »

Enn logar á Hvaleyrarbraut

07:33 Enn logar eldur í iðnaðarhúsnæði á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði og hefur slökkvilið verið með vakt á staðnum í alla nótt. Verulega hefur þó dregið úr umfanginu og voru tveir menn á vakt þar í nótt er veður var sem verst. Vonir standa þó til að vettvangur verði afhentur lögreglu í dag. Meira »

Gömlu Hringbraut lokað í janúar

07:05 Stefnt er að lokun gömlu Hringbrautarinnar 7. janúar 2019. Lokunin hafa í för með sér miklar breytingar á umferð og samgöngum á Landspítalalóðinni, meðal annars á leiðakerfi Strætó bs. Meira »

25% bráðarýma ekki nýtt sem skyldi

Í gær, 22:48 Forstjóri Landspítalans segir að „fráflæðisvandinn“, eða útskriftarvandi aldraðra, sé nú í áður óþekktum hæðum. 130 einstaklingar sem lokið hafa meðferð og hafi færni- og heilsumat og bíði rýmis á hjúkrunarheimili, séu enn á spítalanum. Hefur þetta þau áhrif á fjórðung alls bráðarýmis á spítalanum. Meira »

Sögupersónur tóku af mér völdin

Í gær, 22:30 Hún gerði sér lítið fyrir og skrifaði sína fyrstu skáldsögu á ensku, og á tveimur mánuðum. Katrín Lilja vílar ekkert fyrir sér og veður í verkið. Meira »

Sé ekki eftir neinu

Í gær, 22:10 „Ég sakna einskis og sé ekki eftir neinu. Ég er bara sú týpa. Eflaust hefði einhvers staðar mátt gera eitthvað öðruvísi en það skiptir engu máli í dag,“ segir Jónas R. Jónsson, söngvari og fiðlusmiður, en hann er sjötugur í dag, laugardag. Meira »
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
Nissa Leaf til sölu..
Til sölu Nissan Leaf Tekkna árg. 2016. 30 kw, dökkblár, leiðurklæddur, myndavél...
Fornbíll til sölu..
Einstakur, glæsilegur, árg. 1950, MB 170, kolsvartur, pluss innan, 4urra gíra, 5...