Hverfi tengd með nýjum strætóvegum?

Hugmyndin með nýjum strætóvegum sem stytta leið milli ákveðinna hverfa ...
Hugmyndin með nýjum strætóvegum sem stytta leið milli ákveðinna hverfa er að þeir verða aðeins ætlaðir strætó og ekki opnir almennri umferð. mbl.is/​Hari

Strætóvegur í gegnum Fossvogsdal annars vegar og frá Seljahverfi yfir í Salahverfi hins vegar er meðal tillagna sem finna má í skýrslu sem Strætó bs. lét vinna um eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Hugmyndin með vegunum tveimur er að þeir verða aðeins ætlaðir strætó og ekki opnir almennri umferð.

Skýrslan er liður í samningi ríkisins og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) um eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2012-2022 og var unnin af Mannviti. Skýrslan var til umfjöllunar á fundi borgarráðs í dag.

Vegirnir munu leysa ýmsar hindranir

Verkefnið hefur nú þegar skilað árangri, meðal annars með forgangsakreinum og forgangsljósum á nokkrum fjölförnum gatnamótum á höfuðborgarsvæðinu.

Tillaga að tveimur nýjum strætóleiðum er í skýrslunni sem munu leysa bæði ósýnilegar hindranir á borð við sveitarfélagamörk og sýnilegar hindranir á borð við útivistarsvæði sem orðið hafa til þess að samgönguskipulag miðar ekki við stystu leið milli tveggja hverfa, að því er fram kemur í skýrslunni. 

Stysta leið frá Salahverfi í Seljahverfi með bíl í dag ...
Stysta leið frá Salahverfi í Seljahverfi með bíl í dag er um sex kílómetra löng en með 110 metra löngum strætóvegi myndast möguleiki á talsvert betri tengingu með strætó. Kort/mbl.is

Tenging milli Sala- og Seljahverfis 

Fyrri leiðin sem um ræðir myndi liggja frá Lambaseli í Seljahverfi í Breiðholti yfir í Rjúpnasali í Salahverfi í Kópavogi.

Stysta leið þar á milli með bíl í dag er um sex kílómetra löng en með 110 metra löngum strætóvegi um Rjúpnahæð myndast möguleiki á talsvert betri tengingu með strætó, að því er fram kemur í skýrslunni.

Tenging milli Bústaðahverfis og Kópavogs

Seinni leiðin miðar að því að búa til nýja almenningssamgöngutengingu milli Bústaðahverfis og Kópavogs með því að leggja um 270 metra langan veg frá Hörgslandi að Fagralundi. Kostnaður við veginn er áætlaður frá 65 til 75 milljónir, miðað við einbreiðan strætóveg.

Önnur tillagan felst í að tengja Bústaðahverfi og Kópavog með ...
Önnur tillagan felst í að tengja Bústaðahverfi og Kópavog með því að leggja um 270 metra langan veg frá Hörgslandi að Fagralundi. Kort/mbl.is

Tillögurnar eru ekki komnar í formlegt ferli en eru til umræðu í borgarkerfinu þar sem skýrslan var lögð fram í borgarráði í dag. Gert er ráð fyrir nokkrum tíma í undirbúning, sérstaklega þar sem tengingin þverar sveitarfélagamörk og útivistarsvæði.


mbl.is

Innlent »

Vilja undanþágu frá innleiðingu

20:18 Í stjórnmálaályktun haustfundar miðstjórnar Framsóknar er varðar þriðja orkupakkann segir að varðandi að Ísland hafi enga tengingu við orkumarkað ESB og að Framsóknarflokkurinn telji slíka tengingu ekki þjóna hagsmunum landsmanna. Meira »

Í hvað fara peningarnir?

19:32 „Fólkið lýsir búðunum sem öðru helvíti,“ segir Eva Dögg Þórsdóttir um ástandið í Moria-flóttamannabúðunum á grísku eyjunni Lesbos. Eva var fyrir skömmu við sjálfboðaliðastörf í tvær vikur ásamt vinkonu sinni á eyjunni. Meira »

Vælukjói á leiksviði

19:30 Píramus og Þispa, leikfélag Framhaldsskólans á Húsavík, frumsýndi á fimmtudagskvöldið leikritið Vælukjóa í Samkomuhúsinu á Húsavík. Meira »

Minntust fórnarlamba umferðarslysa

19:17 Þyrla landhelgisgæslunnar og viðbragðsaðilar stilltu sér upp í minningarathöfn við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík þar sem minnst var fórnarlamba umferðarslysa. Meira »

Lengur að slökkva eldinn en búist var við

18:17 Slökkvistarf stendur enn yfir við Hvaleyrarbraut í Hafnafirði, þar sem eldur kviknaði á ellefta tímanum á föstudagskvöld.   Meira »

Stakk í gegn með traktornum

17:28 Aurskriða féll á heimreiðina að bæ Bergs Sigfússonar, bónda í Austurhlíð í Skaftártungu, honum til nokkurrar furðu. Þar mun ekki hafa fallið aurskriða í áttatíu ár. Meira »

„Helgispjöll“ í Víkurkirkjugarði

17:09 „Þetta er alveg gríðarlega verðmætt landsvæði, bara fyrir hjartað okkar og hugsun,“ segir Vigdís Finnbogadóttir um áformaða byggingu hótels á reit þar sem áður var Víkurkirkjugarður. Vigdís er tilbúin að safna fyrir skaðabótum ef þær þarf að greiða framkvæmdaaðilum. Meira »

Önnur lögmál gilda á netinu

16:38 Íslenskur sjávarútvegur þarf að búa sig undir að sala á fiski færist úr stórmörkuðum yfir til netverslana. Neytendur láta ekki sömu hluti ráða valinu þegar þeir velja fisk af tölvuskjá og þegar þeir standa fyrir framan kæliborð fisksalans. Meira »

Glæpur, gáta og metoo

15:56 „Í grunninn er þetta gert úr þremur þáttum. Í fyrsta lagi er þetta glæpasaga. Í öðru lagi er þetta fjörgömul gáta að hætti Da Vinci Code. Í þriðja lagi er þetta metoo-saga um kynbundið ofbeldi sem aðalsöguhetjan þarf að gera upp.“ Meira »

Munu ekki loka veginum vegna holunnar

15:01 „Við lögum þetta á morgun. Þetta er nú ekkert stórvægilegt,“ segir Sigurður Jónsson, yfirverkstjóri Vegagerðarinnar á Akureyri, um stærðar holu sem myndaðist í gamla Vaðlaheiðarveginum við Akureyri. Jörðin opnaðist á veginum með þeim hætti að keyri þar ofan í bíll, á hann á hættu að stórskemmast. Meira »

„Alvöru“ vetrarveður ekki í kortunum

14:02 Úrkoma í Reykjavík sl. sólarhring, frá 9 í gærmorgun þar til kl. 9 í morgun, var mesta úrkoma á einum sólarhring í nóvember frá upphafi mælinga. Óvenju hlýtt hefur verið í veðri undanfarið miðað við árstíma og alvöru vetrarveður er ekki í kortunum að sögn veðurfræðings. Meira »

15 ára á toppinn eftir ársþjálfun

13:32 Hinn fimmtán ára gamli Gauti Steinþórsson gerði sér lítið fyrir og varð yngsti Íslendingurinn til þess að klífa Island Peak, 6.200 metra háan tind í Himalajafjöllum, eftir skyndihugdettu og ársundirbúning. Meira »

„Á að tala um sjálfsvíg sem veikindi“

13:02 „Við erum mjög stutt frá þeirri umræðu að fólk talaði um sjálfsvíg sem eitthvert val, eigingjarna athöfn og siðlausa athöfn,“ sagði Vigfús Bjarni í Þingvöllum í dag þar sem því var m.a. velt upp hvers vegna Ísland hefði haft eina hæstu sjálfsvígstíðni ungra manna undanfarin tíu ár. Meira »

„Á dagskrá til að fela fjárlögin“

12:48 „Ég hélt þetta væri á dagskrá til að fela fjárlögin,“ sagði Helga Vala Helgadóttir þingkona Samfylkingar um þá umræðu sem hefur verið í þinginu um þriðja orkupakkann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins kvaðst segja hvað sem er sem auðveldaði Sjálfstæðismönnum að taka þátt í baráttunni. Meira »

Ætlum að ráðast á þetta kröftuglega

12:05 „Við reiknum með að byrja aftur um eittleytið og fara á tveimur dælubílum. Þá ætlum við að ráðast á þetta og ráða niðurlögum eldsins,“ segir Eyþórs Leifs­son­, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu. Meira »

Innflytjendur lagðir meira í einelti

11:30 Börn sem fæðast erlendis eru mun líklegri til þess að verða fyrir einelti í íslensku skólakerfi. Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við HÍ segir það einnig vekja athygli að máli skipti hvaða börnin komu. Meira »

Benda á möguleika íslenskunnar

11:15 Á Akureyri var haldið upp á Dag íslenskrar tungu meðal annars með því að fagna fjölbreytileika íslenskunnar. Það var gert með því að blása til ritlistarsamkeppnar fyrir börn á Akureyri sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Meira »

Úrkoman mikil á alla mælikvarða

10:39 Úrkoman á höfuðborgarsvæðinu er mikil á alla mælikvarða segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í færslu á Facebook –síðu sinni í dag. Það sé þó ekkert miðað við Bláfjöll þar sem mælirinn hafi sýnt 250 mm frá því um miðjan dag á föstudag. Meira »

Varasamt ferðaveður á Norðurlandi

10:16 Allhvöss eða hvöss suðaustlæg átt verður á landinu í dag og sums staðar stormur á Norðurlandi fram eftir degi. Gul viðvörun er í gildi á Ströndum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra og segir Veðurstofan vera varasamt ferðaveður á þeim slóðum. Meira »
Sumarhús/Gesthús
Mjög vandað sumarhús/Gesthús til sölu, algjörlega viðhaldsfrítt, klætt með lerki...
EAE Bilalyftur
Bílalyftur allar gerðir, eigum á lager 4 tonna 2 pósta og 3 t í gólf og 1 metra ...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...