Laus úr haldi eftir árás í Þorlákshöfn

Árásin átti sér stað í Þorlákshöfn síðasta sunnudag.
Árásin átti sér stað í Þorlákshöfn síðasta sunnudag. mbl.is/Árni Sæberg

Erlendur maður á sextugsaldri, sem grunaður er um að hafa stungið konu með hníf í Þorlákshöfn síðasta sunnudag, var látinn laus að lokinni yfirheyrslu á þriðja tímanum í dag.

Maðurinn hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til kl. 18 í dag, en ekki þykir tilefni til að hafa hann lengur í haldi.

Hann hefur neitað sök við yfirheyrslur hjá lögreglu, en konan sem hann er grunaður um að hafa stungið er útskrifuð af sjúkrahúsi og dvelur nú hjá vinafólki, samkvæmt tilkynningu lögreglu, sem segir rannsókn málsins halda áfram, meðal annars með úrvinnslu gagna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert