Lestrarnám til framfara

Lestrarþjálfun byggist á mikilli æfingu og samhæfingu segir Sigríður Ólafsdóttir, …
Lestrarþjálfun byggist á mikilli æfingu og samhæfingu segir Sigríður Ólafsdóttir, hér með bækur sínar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Út eru komnar tvær nýjar bækur í ritröðinni Lesum lipurt eftir Sigríði Ólafsdóttur sérkennara í Garðabæ. Bækur þessar hafa verið gefnar út í fimm bókaflokkum og eru flestar þeirra samdar fyrir byrjendur í lestri. Hver flokkur hefur mismunandi áherslur í sambandi við framsetningu og nálgun á lesefni. Nú í október komu út nýjar lestrarbækur sem heita Lesum lipurt fyrir Tóta trúð, 1. og 2. hefti, og eru byrjendabækur ef svo mætti kalla þær.

„Staðreyndin er sú að börn lesa mun minna en áður sem hefur áhrif á bæði málþroska og orðaforða barnanna. Rannsóknir hafa einnig sýnt að börn lesa minna en áður, sérstaklega á aldursbilinu 10-14 ára. Hins vegar eru skólarnir sífellt með lestrarátak og reyna að gera sitt besta í samvinnu við heimilin,“ segir Sigríður sem er öllu kunnug varðandi lestrarkennslu sem hefur verið starfsvettvangur hennar í áratugi. En hver er konan?

„Fyrir tilviljun réð ég mig haustið 1971 í kennslu við Heyrnleysingjaskólann í Reykjavík. Þar kenndi ég í fjögur ár og þar hófust kynni mín af sérkennslu sem síðan hefur átt hug minn allan,“ segir Sigríður sem kenndi við Flataskóla í yfir tuttugu ár og átta ár við Sjálandsskóla í Garðabæ.

Sjá samtal við Sigríði um lestrarnám í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert