Nýjar götur í miðborginni

Reykjastræti. Frágangi fyrsta hluta strætisins, frá Hafnarstræti að Geirsgötu, á ...
Reykjastræti. Frágangi fyrsta hluta strætisins, frá Hafnarstræti að Geirsgötu, á að ljúka á þessu ári. Fjær á myndinni má sjá húsin sem eru að rísa á Hörpulóð. Þar mun strætið halda áfram. mbl.is/sisi

Það er fátítt að nýjar götur verði til í miðborg Reykjavíkur, elsta hluta borgarinnar. En nú eru að verða til tvær nýjar göngugötur á Hafnartorgi, milli Tryggvagötu og Geirsgötu. Þær heita Kolagata og Reykjastræti. Ef áætlanir ganga eftir getur almenningur gengið um göturnar upp úr næstu áramótum.

Kolagata liggur eftir endilöngu torginu, frá vestri til austurs. Hún nær frá Steinbryggju við Tollhúsið að Lækjargötu/Kalkofnsvegi, gegnt Arnarhóli. Tillaga að nafninu kemur frá nafnanefnd Reykjavíkur með tilvísun til þess að þarna hafi kolum verið skipað á land fyrr á árum. Þá stóð kolakraninn Hegri skammt þar norðan við.

Reykjastræti liggur frá Hafnarstræti alveg norður að Hörpu. Það liggur milli stórhýsa sem risið hafa á Hafnartorgi og einnig milli stórhýsa sem nú eru í byggingu á Hörpulóðinni. Eru það annars vegar íbúðarhús og Marriott Edition-hótel, fimm stjörnu glæsihótel, og hins vegar nýbygging Landsbankans, sem rísa mun við Kalkofnsveg á næstu árum, ef áætlanir ganga eftir.

Kolagata. Gatan er tilbúin að hluta til enda er nýbúið ...
Kolagata. Gatan er tilbúin að hluta til enda er nýbúið að opna þarna stóra og glæsilega H&M-verslun.; Seinni hluti götunnar, að Tollhúsinu, á að verða tilbúinn fljótlega eftir áramótin. mbl.is/sisi

Reykjastræti hafði verið notað sem vinnuheiti frá því að hönnun svæðisins hófst. Nafnanefnd Reykjavíkurborgar fannst þetta heiti ekki eiga við á þessum stað og lagði til að gatan yrði nefnd Tónagata, enda myndi hún liggja til tónlistarhússins Hörpu. Borgarráð ákvað eftir samráð við eigendur á svæðinu að gatan skyldi heita Reykjastræti. Nafnið vísar til heitis höfuðborgar Íslands, Reykjavík.

Byggingafyrirtækið ÞG verk hefur byggt upp stórhýsi á Hafnartorgi.

ÞG verk sér einnig um frágang á göngugötunum Kolagötu og Reykjastræti. Að sögn Jónasar Jónmundssonar, staðarstjóra ÞG verks, er gert ráð fyrir að hægt verði að ganga um göturnar upp úr áramótum en það verða ekki opnaðar verslanir þar fyrr en með vorinu að undanskilinni H&M-versluninni sem nýlega var opnuð.

Framkvæmdum við þann hluta Reykjastrætis, sem liggur um Hörpureit, mun væntanlega ljúka á næsta ári. Reitirnir verða tengdir með ljósastýrðri göngubraut yfir Geirsgötu.

Bryggjugata á Austurbakka

Þessar tvær nýju götur verða fyrst og fremst ætlaðar fyrir gangandi og hjólandi umferð. Á Hafnartorgi er fjöldi verslana og annarra fyrirtækja og samkvæmt lögreglusamþykkt sem auglýst var í september sl. verður vörulosun heimil frá kl. 07.00 til 11.00 virka daga.

Nafnanefndin lagði enn fremur til að gata á Austurbakka, vestan nýja hótelsins, fengi heitið Bryggjugata.

Loks lagði nefndin til að sá hluti Pósthússtrætis, sem liggur milli Tryggvagötu og Geirsgötu, yrði nefndur Steinbryggja.

Þar undir er hin gamla steinbryggja Reykjavíkur, sem kom í ljós á dögunum, þegar unnið var að endurbótum á Tryggvagötu. Steinbryggjan hafði ekki verið sýnileg áratugum saman og nýttu margir tækifærið til að berja augum þetta sögufræga mannvirki. Það mun væntanlega ekki verða sýnilegt nema að hluta næstu áratugina.

Tryggvagata. Framkvæmdir eru hafnar að nýju eftir tafir vegna Steinbryggjunnar. ...
Tryggvagata. Framkvæmdir eru hafnar að nýju eftir tafir vegna Steinbryggjunnar. Efsti hluti bryggjunnar er horfinn undir yfirborðið að nýju. mbl.is/sisi

Á heimasíðu ÞG verks segir að framkvæmdirnar á Hafnartorgi séu hinar umfangsmestu sem ráðist hafi verið í á hafnarsvæði Reykjavíkur.

Hafnartogið muni tengja gamla miðbæinn við menningarbygginguna Hörpu og dragi þar með úr skiptingunni á milli hins gamla og nýja. Þar að auki mun verkefnið, sem samanstendur af sjö ólíkum byggingum, skapa almannarými sem ýti undir hreyfingu í gegnum svæðið frá aðliggjandi stöðum.

„Hafnartorgið mun mæta vaxandi þörf á húsnæðisrými í hinni vinsælu miðborg Reykjavíkur með verslunum, kaffihúsum, veitingastöðum, íbúðum og nútímalegum skrifstofum,“ segir á heimasíðunni.

Heildarstærð húsa þar er 23.350 fermetrar, fjöldi íbúða er 76, þjónusta og verslun verður á 8.000 fm og skrifstofuhúsnæði verður 6.400 fm.

Bílastæði neðanjarðar verða með tengingu við Hörpu.

mbl.is

Innlent »

Ingólfur ráðinn til Infront

Í gær, 23:21 Ingólfur Hannesson, sem eitt sinn var deildarstjóri íþróttadeildar RÚV, hefur verið ráðinn til starfa hjá alþjóðlega fjölmiðla- og markaðssetningarfyrirtækinu Infront, sem er með höfuðstöðvar sínar í Sviss. Meira »

Landsréttur hafnaði kröfum þingmanna

Í gær, 21:05 Landsréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur varðandi kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir héraðsdómi vegna Klausturmálsins. Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Báru Halldórsdóttur, staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Heldur sögunni til haga

Í gær, 21:00 Tvær heimildarmyndir eftir Martein Sigurgeirsson voru frumsýndar fyrir skömmu. Önnur er um Skólahljómsveit Kópavogs og hin um sögu landsmóta Ungmennafélags Íslands á Suðurlandi sem fram hafa farið þar frá 1940. Meira »

Að þora að tala um tilfinningar

Í gær, 20:30 Samskipti barna og unglinga fara mikið fram í textaformi og með tjáknum eða myndum. Á námskeiði hjá Lovísu Maríu Emilsdóttur og Guðrúnu Katrínu Jóhannesdóttur æfa krakkar sig meðal annars í því að gera eitthvað saman án þess að það sé tæki á milli þeirra, sími, ipad eða tölva. Meira »

Eyða æfingasprengju á Ísafirði

Í gær, 20:27 „Þetta er sennilega æfingasprengja frá seinna stríði,“ segir Ásgeir Guðjónsson sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslu Íslands í samtali við mbl.is, en hann er að störfum á Ísafirði þar sem tilkynnt var um torkennilegan hlut sem fannst í grunni húss við Þvergötu. Meira »

Rannsaka óþekktan hlut á Ísafirði

Í gær, 19:20 Sprengjusérfræðingar frá Landhelgisgæslu Íslands hafa verið kallaðir til Ísafjarðar, eftir að húsráðandi þar í bæ tilkynnti lögreglu um óþekktan hlut sem hann fann við framkvæmdir í húsnæði sínu. Ekki liggur fyrir hvort um sprengju er að ræða eður ei, segir húsráðandi við mbl.is. Meira »

Fimmtíu íbúðir afhentar í lok febrúar

Í gær, 18:36 Verið er að leggja lokahönd á fimmtíu íbúðir í Bríetartúni 9-11 og til stendur að afhenda þær í lok febrúar. Meðalverð íbúðanna í byggingunum er 64 milljónir. Meira »

Mynduðu ökumenn við Reykjanesbraut

Í gær, 18:27 Lögregla myndaði í dag brot 31 ökumanns á Reykjanesbraut í Hafnarfirði í dag, en lögregla fylgdist með ökutækjum sem óku Reykjanesbraut í norðurátt, til móts við Brunnhóla. Meira »

Sektaður vegna vændiskaupa

Í gær, 18:15 Fyrrverandi yfirlögregluþjónn á Vesturlandi var sektaður um 100.000 kr. í nóvember síðastliðnum vegna vændiskaupa. Þá hafði hann þegar beðist lausnar frá störfum sínum, en það gerði hann 1. júlí í fyrra. Frá þessu er greint á vef RÚV. Meira »

Bónorð í beinni á HM (myndskeið)

Í gær, 18:00 Skemmtilegt augnablik átti sér stað fyrir leik Íslands og Japans á heimsmeistaramótinu í handknattleik fyrr í dag þegar allra augu í stúkunni beindust að bónorði sem fram fór í beinni í Ólympíuhöllinni í München. Meira »

Heilbrigðisstefna samþykkt í ríkisstjórn

Í gær, 17:35 Þingsályktunartillaga Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um heilbrigðisstefnu til ársins 2030 var til umfjöllunar í ríkisstjórn í gær og samþykkt var að senda hana til þingflokka. Að lokinni umfjöllun í þingflokkum verður tillagan lögð fyrir Alþingi þar sem ráðherra mælir fyrir henni. Meira »

Bilunin hjá RB hefur verið löguð

Í gær, 17:31 Bilun sem kom upp í búnaði hjá Reiknistofu bankanna í nótt, og gerði það að verkum að ekki var hægt að sjá hreyfingar í netbanka Íslandsbanka og Landsbanka, hefur verið leyst og búið er að uppfæra yfirlit í netbönkum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu. Meira »

Bandarískir hermenn létust í Sýrlandi

Í gær, 16:41 Fjórir bandarískir hermenn eru sagðir á meðal þeirra sextán sem eru látnir eftir sprengjuárás í norðurhluta Sýrlands í dag, nánar tiltekið í bænum Manjib. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Meira »

Tryggi hlutastörf fólks með skerta starfsgetu

Í gær, 16:10 Forsætisráðherra tekur undir með ÖBÍ og Þroskahjálp og setur í gang vinnu við að móta stefnu um hlutastörf hjá hinu opinbera fyrir fólk með skerta starfsgetu. Þetta kemur fram á vef Öryrkjabandalagsins. Meira »

Sáttmálinn gildi óháð stöðu barna

Í gær, 16:10 UNICEF á Íslandi áréttar að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna gildir um öll börn innan landamæra Íslands, óháð lagalegri stöðu þeirra. Fyrir héraðsdómi verður tekist á um úrskurð Útlendingastofnunar þess efnis að vísa skuli nítján mánaða gamalli stúlku og foreldrum hennar úr landi. Meira »

Ástin, Fíasól og Þjáningarfrelsið best

Í gær, 15:55 Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, voru afhent í 13. sinn við hátíðlega athöfn í Höfða fyrir stundu. Verðlaunaðar voru bækurnar Ástin, Texas; Fíasól gefst aldrei upp og Þjáningarfrelsið – óreiða hugsjóna og hagsmuna í heimi fjölmiðla. Meira »

Fjöldi erlendra ríkisborgara 44.276

Í gær, 15:32 Fjöldi erlendra ríkisborgara sem búsettir eru hér á landi var alls 44.276 1. janúar samkvæmt fréttatilkynningu frá Þjóðskrá og hafði þeim fjölgað um 6.465 manns frá 1. desember 2017. Meira »

Greinir á um leiðréttingu

Í gær, 14:50 Tryggingastofnun hefur reiknað örorkulífeyri til þeirra sem hafa verið búsettir erlendis hluta ævinnar rangt í lengri tíma, en Öryrkjabandalag Íslands og félagsmálaráðuneytið greinir á um hvort fyrningarfrestur skuli vera á kröfum þeirra sem hafa fengið greiðslur sínar frá Tryggingastofnun skertar. Meira »

Erfitt á meðan úrræða er beðið

Í gær, 14:33 „Það er staðreynd að við munum ekki ráða við fyrirkomulagið til lengdar ætlum við að halda áfram að setja fjármuni í uppbyggingu á kerfinu eins og það er,“ segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður velferðarnefndar Alþingis. Meira »
Vantar Trampólín
Viltu lostna við Trampólínið þitt, kem og tek það niður ef vill... upp. 8986033...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...