Nýjar götur í miðborginni

Reykjastræti. Frágangi fyrsta hluta strætisins, frá Hafnarstræti að Geirsgötu, á ...
Reykjastræti. Frágangi fyrsta hluta strætisins, frá Hafnarstræti að Geirsgötu, á að ljúka á þessu ári. Fjær á myndinni má sjá húsin sem eru að rísa á Hörpulóð. Þar mun strætið halda áfram. mbl.is/sisi

Það er fátítt að nýjar götur verði til í miðborg Reykjavíkur, elsta hluta borgarinnar. En nú eru að verða til tvær nýjar göngugötur á Hafnartorgi, milli Tryggvagötu og Geirsgötu. Þær heita Kolagata og Reykjastræti. Ef áætlanir ganga eftir getur almenningur gengið um göturnar upp úr næstu áramótum.

Kolagata liggur eftir endilöngu torginu, frá vestri til austurs. Hún nær frá Steinbryggju við Tollhúsið að Lækjargötu/Kalkofnsvegi, gegnt Arnarhóli. Tillaga að nafninu kemur frá nafnanefnd Reykjavíkur með tilvísun til þess að þarna hafi kolum verið skipað á land fyrr á árum. Þá stóð kolakraninn Hegri skammt þar norðan við.

Reykjastræti liggur frá Hafnarstræti alveg norður að Hörpu. Það liggur milli stórhýsa sem risið hafa á Hafnartorgi og einnig milli stórhýsa sem nú eru í byggingu á Hörpulóðinni. Eru það annars vegar íbúðarhús og Marriott Edition-hótel, fimm stjörnu glæsihótel, og hins vegar nýbygging Landsbankans, sem rísa mun við Kalkofnsveg á næstu árum, ef áætlanir ganga eftir.

Kolagata. Gatan er tilbúin að hluta til enda er nýbúið ...
Kolagata. Gatan er tilbúin að hluta til enda er nýbúið að opna þarna stóra og glæsilega H&M-verslun.; Seinni hluti götunnar, að Tollhúsinu, á að verða tilbúinn fljótlega eftir áramótin. mbl.is/sisi

Reykjastræti hafði verið notað sem vinnuheiti frá því að hönnun svæðisins hófst. Nafnanefnd Reykjavíkurborgar fannst þetta heiti ekki eiga við á þessum stað og lagði til að gatan yrði nefnd Tónagata, enda myndi hún liggja til tónlistarhússins Hörpu. Borgarráð ákvað eftir samráð við eigendur á svæðinu að gatan skyldi heita Reykjastræti. Nafnið vísar til heitis höfuðborgar Íslands, Reykjavík.

Byggingafyrirtækið ÞG verk hefur byggt upp stórhýsi á Hafnartorgi.

ÞG verk sér einnig um frágang á göngugötunum Kolagötu og Reykjastræti. Að sögn Jónasar Jónmundssonar, staðarstjóra ÞG verks, er gert ráð fyrir að hægt verði að ganga um göturnar upp úr áramótum en það verða ekki opnaðar verslanir þar fyrr en með vorinu að undanskilinni H&M-versluninni sem nýlega var opnuð.

Framkvæmdum við þann hluta Reykjastrætis, sem liggur um Hörpureit, mun væntanlega ljúka á næsta ári. Reitirnir verða tengdir með ljósastýrðri göngubraut yfir Geirsgötu.

Bryggjugata á Austurbakka

Þessar tvær nýju götur verða fyrst og fremst ætlaðar fyrir gangandi og hjólandi umferð. Á Hafnartorgi er fjöldi verslana og annarra fyrirtækja og samkvæmt lögreglusamþykkt sem auglýst var í september sl. verður vörulosun heimil frá kl. 07.00 til 11.00 virka daga.

Nafnanefndin lagði enn fremur til að gata á Austurbakka, vestan nýja hótelsins, fengi heitið Bryggjugata.

Loks lagði nefndin til að sá hluti Pósthússtrætis, sem liggur milli Tryggvagötu og Geirsgötu, yrði nefndur Steinbryggja.

Þar undir er hin gamla steinbryggja Reykjavíkur, sem kom í ljós á dögunum, þegar unnið var að endurbótum á Tryggvagötu. Steinbryggjan hafði ekki verið sýnileg áratugum saman og nýttu margir tækifærið til að berja augum þetta sögufræga mannvirki. Það mun væntanlega ekki verða sýnilegt nema að hluta næstu áratugina.

Tryggvagata. Framkvæmdir eru hafnar að nýju eftir tafir vegna Steinbryggjunnar. ...
Tryggvagata. Framkvæmdir eru hafnar að nýju eftir tafir vegna Steinbryggjunnar. Efsti hluti bryggjunnar er horfinn undir yfirborðið að nýju. mbl.is/sisi

Á heimasíðu ÞG verks segir að framkvæmdirnar á Hafnartorgi séu hinar umfangsmestu sem ráðist hafi verið í á hafnarsvæði Reykjavíkur.

Hafnartogið muni tengja gamla miðbæinn við menningarbygginguna Hörpu og dragi þar með úr skiptingunni á milli hins gamla og nýja. Þar að auki mun verkefnið, sem samanstendur af sjö ólíkum byggingum, skapa almannarými sem ýti undir hreyfingu í gegnum svæðið frá aðliggjandi stöðum.

„Hafnartorgið mun mæta vaxandi þörf á húsnæðisrými í hinni vinsælu miðborg Reykjavíkur með verslunum, kaffihúsum, veitingastöðum, íbúðum og nútímalegum skrifstofum,“ segir á heimasíðunni.

Heildarstærð húsa þar er 23.350 fermetrar, fjöldi íbúða er 76, þjónusta og verslun verður á 8.000 fm og skrifstofuhúsnæði verður 6.400 fm.

Bílastæði neðanjarðar verða með tengingu við Hörpu.

mbl.is

Innlent »

Ætlum að ráðast á þetta kröftuglega

12:05 „Við reiknum með að byrja aftur um eittleytið og fara á tveimur dælubílum. Þá ætlum við að ráðast á þetta og ráða niðurlögum eldsins,“ segir Eyþórs Leifs­son­, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu. Meira »

Innflytjendur lagðir meira í einelti

11:30 Börn sem fæðast erlendis eru mun líklegri til þess að verða fyrir einelti í íslensku skólakerfi. Vanda Sigurgeirsdóttir lektor við HÍ segir það einnig vekja athygli að máli skipti hvaða börnin komu. Meira »

Benda á möguleika íslenskunnar

11:15 Á Akureyri var haldið upp á Dag íslenskrar tungu meðal annars með því að fagna fjölbreytileika íslenskunnar. Það var gert með því að blása til ritlistarsamkeppnar fyrir börn á Akureyri sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Meira »

Úrkoman mikil á alla mælikvarða

10:39 Úrkoman á höfuðborgarsvæðinu er mikil á alla mælikvarða segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur í færslu á Facebook –síðu sinni í dag. Það sé þó ekkert miðað við Bláfjöll þar sem mælirinn hafi sýnt 250 mm frá því um miðjan dag á föstudag. Meira »

Varasamt ferðaveður á Norðurlandi

10:16 Allhvöss eða hvöss suðaustlæg átt verður á landinu í dag og sums staðar stormur á Norðurlandi fram eftir degi. Gul viðvörun er í gildi á Ströndum, Norðurlandi vestra og Norðurlandi eystra og segir Veðurstofan vera varasamt ferðaveður á þeim slóðum. Meira »

Hegðunarvandamál nánast úr sögunni

09:35 Geturðu platað krakka til að hafa gaman af að læra? Hákon Sæberg velti því fyrir sér í kennaranáminu þar sem hann heillaðist af kennsluaðferðum leiklistar og aðferðinni sérfræðingskápan. Nemendur í 4. bekk Árbæjarskóla hafa lært um hvali í hlutverki sjávarlíffræðinga og um fjöll í hlutverki spæjara. Meira »

Ágúst Ólafur og Willum Þór með Björt á Þingvöllum

09:12 Þingmennirnir Willum Þór Þórsson og Ágúst Ólafur Ágústsson verða meðal gesta Björt Ólafsdóttur í þættinum Þingvöllum á K100 nú í morgun og má því telja nokkuð ljóst að fjárlagafrumvarpið verði tekið til umræðu í þættinum. Meira »

Enn logar á Hvaleyrarbraut

07:33 Enn logar eldur í iðnaðarhúsnæði á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði og hefur slökkvilið verið með vakt á staðnum í alla nótt. Verulega hefur þó dregið úr umfanginu og voru tveir menn á vakt þar í nótt er veður var sem verst. Vonir standa þó til að vettvangur verði afhentur lögreglu í dag. Meira »

Gömlu Hringbraut lokað í janúar

07:05 Stefnt er að lokun gömlu Hringbrautarinnar 7. janúar 2019. Lokunin hafa í för með sér miklar breytingar á umferð og samgöngum á Landspítalalóðinni, meðal annars á leiðakerfi Strætó bs. Meira »

25% bráðarýma ekki nýtt sem skyldi

Í gær, 22:48 Forstjóri Landspítalans segir að „fráflæðisvandinn“, eða útskriftarvandi aldraðra, sé nú í áður óþekktum hæðum. 130 einstaklingar sem lokið hafa meðferð og hafi færni- og heilsumat og bíði rýmis á hjúkrunarheimili, séu enn á spítalanum. Hefur þetta þau áhrif á fjórðung alls bráðarýmis á spítalanum. Meira »

Sögupersónur tóku af mér völdin

Í gær, 22:30 Hún gerði sér lítið fyrir og skrifaði sína fyrstu skáldsögu á ensku, og á tveimur mánuðum. Katrín Lilja vílar ekkert fyrir sér og veður í verkið. Meira »

Sé ekki eftir neinu

Í gær, 22:10 „Ég sakna einskis og sé ekki eftir neinu. Ég er bara sú týpa. Eflaust hefði einhvers staðar mátt gera eitthvað öðruvísi en það skiptir engu máli í dag,“ segir Jónas R. Jónsson, söngvari og fiðlusmiður, en hann er sjötugur í dag, laugardag. Meira »

Hafa tryggt sér nýja vél í Magna

Í gær, 21:58 Hollvinasamtökum dráttarbátsins Magna hefur áskotnast aðalvél sömu gerðar og var í bátnum. Magni var smíðaður hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík eftir teikningum Hjálmars R. Bárðarsonar. Meira »

Færri vinna að því að slökkva eldinn

Í gær, 21:51 Fimm slökkviliðsmenn eru áfram að störfum í Hafnarfirði. Þegar mest lét í dag voru þeir fimmtán. Svæðið verður vaktað þar til yfir lýkur. Meira »

Jörðin opnaðist á gamla Vaðlaheiðarvegi

Í gær, 20:23 Það er gríðarstór hola í gamla Vaðlaheiðarveginum við Akureyri. Jörðin opnast á veginum með þeim hætti að keyri þar ofan í bíll, á hann í hættu að stórskemmast. Meira »

Fyrsta skóflustungan að nýjum miðbæ

Í gær, 20:08 Í dag var tekin fyrsta skóflustungan að nýja miðbænum á Selfossi. Forsvarsmenn verkefnisins, Leó Árnason og Guðjón Arngrímsson, ásamt fyrrverandi og núverandi bæjarstjórum Árborgar, þeim Ástu Stefánsdóttur og Gísla Halldóri Halldórssyni, munduðu skóflurnar. Meira »

Veður versnar fram að miðnætti

Í gær, 19:50 Það kann að hvessa fram að miðnætti á Suður- og Vesturlandi. Eftir miðnætti á versta veðrið að ganga niður og draga mun úr vindi. Á Norðurlandi gengur veður niður á morgun síðdegis. Meira »

Einn fékk 27 milljónir

Í gær, 19:28 Einn spilari var með allar tölurnar réttar í Lottó í kvöld og renna 27,2 milljónir til hans. Er miðinn í áskrift. Þá var einn með bónusvinninginn og fékk sá 464 þúsund í sinn hlut. Meira »

17,3 gráður á Ólafsfirði

Í gær, 19:19 Hitinn fór mjög hátt í Fjallabyggð í dag, þrátt fyrir mikið rok og rigningu. Á Ólafsfirði hefur hann náð upp í 17,3° og á Siglufirði 17°. Meira »
Fornbíll til sölu..
Einstakur, glæsilegur, árg. 1950, MB 170, kolsvartur, pluss innan, 4urra gíra, 5...
3 manna Infrarauður Saunaklefi www.egat.is/infraredsauna.html
Verð: 289.000 Tilboð til 1 des 259.000 - hiti 30-75 C (því 60 - 75 er það sem...
Hvernig líst þér á Natalie
Vissir þú að nú er 15% afsláttur af Natalie? Bjóðum upp á þennann afslátt fram a...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...