Prófílmyndir innleiddar á Íslendingabók

Nýtt útlit Íslendingabókar.
Nýtt útlit Íslendingabókar.

Umtalsverðar breytingar hafa orðið á vef Íslendingabókar, sem hefur nú litið dagsins ljós í nýjum búningi. Notendur munu nú geta sett inn myndir af sér og ættingjum eða myndir sem tengjast sögu ættarinnar, auk greina um sig sjálfa eða nána látna ættingja, sem miðast við afkomendur langafa og langömmu. Með þessum breytingum, auk annarra, verður vefurinn vitanlega mun persónulegri heimild um ættir og fjölskyldur. 

Gagnvirkri Íslendingabók vel tekið 

Vefsíðan er orðin gagnvirk og fólk getur sjálft tekið þátt í að veita upplýsingar, að sögn Kristrúnar Höllu Helgadóttur, sagnfræðings hjá Íslenskri erfðagreiningu. Viðbrögð við breytingunum hafa ekki látið á sér standa, enda hafa töluverðar breytingar orðið á vefnum.

„Hægt er að setja inn prófílmyndir af forfeðrum, sem er nokkuð forvitnilegt. Þá kemur upp framætt í betra samhengi, vegna þess að þá fylgja myndir en ekki einungis nöfn. Við höfum fylgst með fjölda mynda sem búið er að setja á vefinn og hann hefur tekið kipp,“ segir Kristrún.   

„Fólk er að óska eftir aðgangsupplýsingum og það er aukin umferð um vefinn sem við finnum fyrir og mikil viðbrögð. Við fylgjumst með umferð um vefinn og yfir árið hafa verið vel yfir þrjú þúsund heimsóknir á dag, en þær hafa aukist núna.“

Vefur Íslendingabókar var settur á fót árið 2003 en síðan þá hefur margt breyst og segir Kristrún breytinguna vera í samræmi við nútímann. Frá stofnun síðunnar hafa yfir 231 þúsund notendur skráð sig og von er á að þeir verði enn fleiri. Hægt er að skrá sig með notendanafni og lykilorði en einnig er hægt að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.

Kristrún Halla Helgadóttir, sagnfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Kristrún Halla Helgadóttir, sagnfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Vefurinn í nútímabúning

Þá verður hægt að setja athugasemdir við æviágrip ættingja. Aðspurð segir Kristrún að athugasemdirnar muni ekki mynda spjallþræði heldur muni þær sendast beint á þann sem ritaði æviágripin.

Leitarforrit síðunnar, sem hafa notið mikilla vinsælda, hafa einnig verið bætt. Nú uppfærir vefurinn sjálfkrafa upplýsingar um elstu núlifandi ættingja, nýjustu barnsfæðingar og næstu afmæli skyldmenna.

Þá hentar vefurinn nú símum og spjaldtölvum auk þess sem leitarkerfið hefur verið einfaldað, en bæði er hægt að leita eftir nafni og texta, starfsheiti eða bæjarheiti.

Í tilefni af þessum áfanga efnir Íslensk erfðagreining til opins fræðslufundar á laugardaginn næstkomandi. Þar mun Kári Stefánsson fjalla um Íslendingabók sem verkfæri við vísindarannsóknir, Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, mun flytja erindið „Með ættfræði á heilanum“ og Ármann Jakobsson rithöfundur flytur erindið „Ég em son Örgumleiða Geirólfssonar gerpis“.

Íslendingabók er mikilvægt verkfæri við erfðafræðirannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar. Hún var gerð aðgengileg á vefnum árið 2003 til að þakka þjóðinni fyrir stuðninginn sem hún hefur sýnt Íslenskri erfðagreiningu, en tugir þúsunda landsmanna hafa tekið þátt í vísindarannsóknum á vegum hennar. Nú er síðan ein af vinsælustu vefsíðum á Íslandi með um 140 þúsund heimsóknir á mánuði, enda er þjóðin þekkt fyrir mikinn ættfræðiáhuga.

mbl.is

Innlent »

Fjórðungur bráðarýma ekki nýttur sem skyldi

22:48 Forstjóri Landspítalans segir að „fráflæðisvandinn,“ eða útskriftarvandi aldraðra, sé nú í áður óþekktum hæðum. 130 einstaklingar sem lokið hafa meðferð og hafi færni- og heilsumat og bíði rýmis á hjúkrunarheimili, séu enn á spítalanum. Hefur þetta þau áhrif á fjórðung alls bráðarýmis á spítalanum. Meira »

Sögupersónur tóku af mér völdin

22:30 Hún gerði sér lítið fyrir og skrifaði sína fyrstu skáldsögu á ensku, og á tveimur mánuðum. Katrín Lilja vílar ekkert fyrir sér og veður í verkið. Meira »

Sé ekki eftir neinu

22:10 „Ég sakna einskis og sé ekki eftir neinu. Ég er bara sú týpa. Eflaust hefði einhvers staðar mátt gera eitthvað öðruvísi en það skiptir engu máli í dag,“ segir Jónas R. Jónsson, söngvari og fiðlusmiður, en hann er sjötugur í dag, laugardag. Meira »

Hafa tryggt sér nýja vél í Magna

21:58 Hollvinasamtökum dráttarbátsins Magna hefur áskotnast aðalvél sömu gerðar og var í bátnum. Magni var smíðaður hjá Stálsmiðjunni í Reykjavík eftir teikningum Hjálmars R. Bárðarsonar. Meira »

Færri vinna að því að slökkva eldinn

21:51 Fimm slökkviliðsmenn eru áfram að störfum í Hafnarfirði. Þegar mest lét í dag voru þeir fimmtán. Svæðið verður vaktað þar til yfir lýkur. Meira »

Jörðin opnaðist á gamla Vaðlaheiðarvegi

20:23 Það er gríðarstór hola í gamla Vaðlaheiðarveginum við Akureyri. Jörðin opnast á veginum með þeim hætti að keyri þar ofan í bíll, á hann í hættu að stórskemmast. Meira »

Fyrsta skóflustungan að nýjum miðbæ

20:08 Í dag var tekin fyrsta skóflustungan að nýja miðbænum á Selfossi. Forsvarsmenn verkefnisins, Leó Árnason og Guðjón Arngrímsson, ásamt fyrrverandi og núverandi bæjarstjórum Árborgar, þeim Ástu Stefánsdóttur og Gísla Halldóri Halldórssyni, munduðu skóflurnar. Meira »

Veður versnar fram að miðnætti

19:50 Það kann að hvessa fram að miðnætti á Suður- og Vesturlandi. Eftir miðnætti á versta veðrið að ganga niður og draga mun úr vindi. Á Norðurlandi gengur veður niður á morgun síðdegis. Meira »

Einn fékk 27 milljónir

19:28 Einn spilari var með allar tölurnar réttar í Lottó í kvöld og renna 27,2 milljónir til hans. Er miðinn í áskrift. Þá var einn með bónusvinninginn og fékk sá 464 þúsund í sinn hlut. Meira »

17,3 gráður á Ólafsfirði

19:19 Hitinn fór mjög hátt í Fjallabyggð í dag, þrátt fyrir mikið rok og rigningu. Á Ólafsfirði hefur hann náð upp í 17,3° og á Siglufirði 17°. Meira »

„Þetta er allt ævistarfið“

18:47 „Þetta er bara skelfilegt. Annað skipti sem brennur hjá mér, allt til kaldra kola,“ segir Jónas Sigurðsson, eigandi og framkvæmdastjóri SB Glugga, í samtali við mbl.is. Meira »

Bíl hvolfdi við Arnarnesveg

18:37 Fólksbifreið hvolfdi við Arnarnesveg í Kópavogi á sjöunda tímanum í dag er hún skall á annarri. Þrír slösuðust og viðbúnaður viðbragðsaðila er nokkur, en tilkynning um slysið barst um kl. 18.20. Meira »

Vona að þetta verði komið fyrir miðnætti

18:19 „Við skulum vona að þetta verði komið fyrir miðnætti, ef ekki þá höldum við bara áfram,“ segir Eyþór Leifsson, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Slökkviliðsmenn eru enn að í Hafnarfirði eftir að stórbruni varð þar í iðnaðarhúsnæði í nótt. Meira »

Hagvaxtarstefnan að „líða undir lok“

17:28 „Sú hagfræðikenning sem hefur mótað efnahagsstefnu 20. aldarinnar, efnahagsstefna sem byggir fyrst og fremst á því að halda áfram hagvexti út í eitt, sú efnahagsstefna er að líða undir lok.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir á fundi VG og verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar um kjara­mál fyrr í dag. Meira »

Styrktartónleikar fyrir Söndru

17:25 Stuðlabandið, Stebbi Hilmars, Páll Rózinkrans, Ívar Daníelsson, Hlynur Ben, Úlfur úlfur og fjölmargir tónlistarmenn munu koma fram á styrktartónleikum miðvikudaginn þann 21. nóvember kl. 20:00. Meira »

Vill nýta undanþágur frá orkupakkanum

17:08 „Er ekki leiðin að nýta þær undanþágur sem við gerðum upphaflega?“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og formaður Framsóknarflokksins, um innleiðingu þriðja orkupakkans. Meira »

Koma þurfi á fót upplýsingamiðstöð

17:04 Auka þarf upplýsingaflæði og tryggja að innflytjendur fái fréttir af innlendum vettvangi, til að efla lýðræðisþátttöku fólks af erlendum uppruna. Þetta er meðal þess sem fram kom í umræðum á fjölmenningarþingi Reykjavíkurborgar, sem haldið var í fimmta sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Meira »

Öllu innanlandsflugi aflýst

16:39 Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag vegna veðurs. Samkvæmt upplýsingum frá Air Iceland Connect ættu aflýstar flugferðir ekki að hafa nein áhrif á flugdagskrá morgundagsins. Vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að veðrinu muni slota í nótt. Meira »

„Skaðlegar staðalímyndir“ í bók Birgittu

16:26 Sólveig Auðar Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum, birti í morgun ljósmynd af síðu í nýrri barnabók eftir Birgittu Haukdal, þar sem hún gagnrýnir „skaðlegar staðalímyndir“ af starfi hjúkrunarfræðinga sem sýnd er í bókinni. Meira »
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
Sólarsella til sölu.
2 sölarsellur til sölu, stór og minni ásamt slatta af ljósum og öryggisboxi. ve...
Fornbíll til sölu..
Einstakur, glæsilegur, árg. 1950, MB 170, kolsvartur, pluss innan, 4urra gíra, 5...
Húsaviðgerðir - husco.is
https://www.husco.is/...