Prófílmyndir innleiddar á Íslendingabók

Nýtt útlit Íslendingabókar.
Nýtt útlit Íslendingabókar.

Umtalsverðar breytingar hafa orðið á vef Íslendingabókar, sem hefur nú litið dagsins ljós í nýjum búningi. Notendur munu nú geta sett inn myndir af sér og ættingjum eða myndir sem tengjast sögu ættarinnar, auk greina um sig sjálfa eða nána látna ættingja, sem miðast við afkomendur langafa og langömmu. Með þessum breytingum, auk annarra, verður vefurinn vitanlega mun persónulegri heimild um ættir og fjölskyldur. 

Gagnvirkri Íslendingabók vel tekið 

Vefsíðan er orðin gagnvirk og fólk getur sjálft tekið þátt í að veita upplýsingar, að sögn Kristrúnar Höllu Helgadóttur, sagnfræðings hjá Íslenskri erfðagreiningu. Viðbrögð við breytingunum hafa ekki látið á sér standa, enda hafa töluverðar breytingar orðið á vefnum.

„Hægt er að setja inn prófílmyndir af forfeðrum, sem er nokkuð forvitnilegt. Þá kemur upp framætt í betra samhengi, vegna þess að þá fylgja myndir en ekki einungis nöfn. Við höfum fylgst með fjölda mynda sem búið er að setja á vefinn og hann hefur tekið kipp,“ segir Kristrún.   

„Fólk er að óska eftir aðgangsupplýsingum og það er aukin umferð um vefinn sem við finnum fyrir og mikil viðbrögð. Við fylgjumst með umferð um vefinn og yfir árið hafa verið vel yfir þrjú þúsund heimsóknir á dag, en þær hafa aukist núna.“

Vefur Íslendingabókar var settur á fót árið 2003 en síðan þá hefur margt breyst og segir Kristrún breytinguna vera í samræmi við nútímann. Frá stofnun síðunnar hafa yfir 231 þúsund notendur skráð sig og von er á að þeir verði enn fleiri. Hægt er að skrá sig með notendanafni og lykilorði en einnig er hægt að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum.

Kristrún Halla Helgadóttir, sagnfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Kristrún Halla Helgadóttir, sagnfræðingur hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Vefurinn í nútímabúning

Þá verður hægt að setja athugasemdir við æviágrip ættingja. Aðspurð segir Kristrún að athugasemdirnar muni ekki mynda spjallþræði heldur muni þær sendast beint á þann sem ritaði æviágripin.

Leitarforrit síðunnar, sem hafa notið mikilla vinsælda, hafa einnig verið bætt. Nú uppfærir vefurinn sjálfkrafa upplýsingar um elstu núlifandi ættingja, nýjustu barnsfæðingar og næstu afmæli skyldmenna.

Þá hentar vefurinn nú símum og spjaldtölvum auk þess sem leitarkerfið hefur verið einfaldað, en bæði er hægt að leita eftir nafni og texta, starfsheiti eða bæjarheiti.

Í tilefni af þessum áfanga efnir Íslensk erfðagreining til opins fræðslufundar á laugardaginn næstkomandi. Þar mun Kári Stefánsson fjalla um Íslendingabók sem verkfæri við vísindarannsóknir, Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar, mun flytja erindið „Með ættfræði á heilanum“ og Ármann Jakobsson rithöfundur flytur erindið „Ég em son Örgumleiða Geirólfssonar gerpis“.

Íslendingabók er mikilvægt verkfæri við erfðafræðirannsóknir Íslenskrar erfðagreiningar. Hún var gerð aðgengileg á vefnum árið 2003 til að þakka þjóðinni fyrir stuðninginn sem hún hefur sýnt Íslenskri erfðagreiningu, en tugir þúsunda landsmanna hafa tekið þátt í vísindarannsóknum á vegum hennar. Nú er síðan ein af vinsælustu vefsíðum á Íslandi með um 140 þúsund heimsóknir á mánuði, enda er þjóðin þekkt fyrir mikinn ættfræðiáhuga.

mbl.is

Innlent »

Borgarbúar moki frá sorpgeymslum

14:55 Starfsfólk Sorphirðunnar biður Reykvíkinga um að moka frá sorpgeymslum, salta og sanda til að greiða fyrir losun.   Meira »

Skutu föstum skotum á forseta þingsins

14:50 Tveir viðbótarvaraforsetar voru kosnir inn í forsætisnefnd Alþingis í dag en verkefni þeirra verður að fjalla um Klaustursmálið og koma málinu í viðeigandi farveg. Þingmenn Miðflokksins gagnrýndu þingforseta harðlega. Meira »

Vilja ódýrar íbúðir til leigu og eignar

14:28 Tillögur átakshóps um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði eru alls 40 talsins, í sjö flokkum, en þær voru kynntar á blaðamannafundi sem hófst í Hannesarholti kl. 14 í dag. Meira »

Segja Steingrím halda þeim í myrkrinu

13:43 Fjórir þingmenn Miðflokksins sem komu við sögu í Klaustursmálinu hafa sent bréf til Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, þar sem þeir gera athugasemdir við málsmeðferð hans. Meira »

Slapp með skrámur eftir veltu

13:37 Bílvelta varð á Grindavíkurvegi í gær þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Selhálsi norðanverðum. Hún fór út af veginum og valt í vegkantinum. Ökumaðurinn slapp með skrámur en bifreiðin var óökufær að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Meira »

Fjaðrárgljúfur opnað á nýjan leik

13:32 Umhverfisstofnun mun frá og með morgundeginum opna gönguleiðir á náttúruverndarsvæðinu Fjaðrárgljúfri. Svæðinu var lokað tímabundið vegna vætutíðar og ágangs. Meira »

Reyndi að losa sig við búslóð á víðavangi

13:30 Lögreglan á Suðurnesjum fékk ábendingu frá athugulum vegfaranda á dögunum sem hafði komið auga á bifreið með kerru hlaðna búslóð sem ekið var eftir vegaslóða í átt að Vogum. Meira »

58 gistu 624 nætur í neyðarskýlum

13:18 Alls dvöldu 58 einstaklingar með lögheimili utan Reykjavíkur 624 gistinætur í neyðarskýlum Reykjavíkurborgar á síðasta ári.  Meira »

„Góðar umræður“ um hvalaskýrslu

13:18 Oddgeir Ágúst Ottesen og Sigurður Jóhannesson frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands voru gestir á fundi atvinnuveganefndar Alþingis í morgun þar sem rætt var um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Meira »

Fólk geti búið heima eins lengi og kostur er

13:01 Heilbrigðisráðherra telur að brýnt sé að grípa til ýmissa aðgerða vegna hækkandi hlutfalls aldraðra. Meðal annars verði áhersla lögð á að styðja fólk til sjálfstæðrar búsetu á eigin heimili með stuðningi og þeirri heilbrigðisþjónustu sem einstaklingur þarf á að halda. Meira »

„Ekki nóg að hugsa bara um sjálfan sig“

12:02 „Það þarf að huga að því að það er ekki nóg að geta séð fram fyrir sig,“ segir Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Aðalmeðferð í máli hjóna í febrúar

11:50 Aðalmeðferð í máli hjóna sem eru grunuð um gróf kynferðisbrot gegn dóttur sinni og stjúpdóttur hefst í Héraðsdómi Reykjaness 14. febrúar. Meira »

Leiguverð hækkaði um 46% á Suðurnesjum

11:16 Þegar leiguverð í desember 2017 er borið saman við leiguverð í desember 2018 sést 7,8% hækkun. Mesta breytingin var á leiguverði tveggja herbergja íbúða á Suðurnesjum, en það hækkaði um 46% á þessum tíma, samkvæmt Hagsjá Landsbankans. Meira »

Ákærður fyrir hrottalega árás á Akureyri

11:11 Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps og vopnalagabrot, fyrir að hafa stungið annan mann ítrekað í höfuð og búk fyrir utan Arion banka á Akureyri 3. nóvember síðastliðinn. Meira »

Rafvirkja bannað að auglýsa á Facebook

10:57 Ísland vaknar fékk upplýsingar um að fulltrúar Mannvirkjastofnunar hefðu haft samband við útlærðan rafvirkja og bannað honum að auglýsa þjónustu sína á síðunni „Vinna með litlum fyrirvara“ á Facebook. Meira »

Kostnaður af málaferlum 47 milljónir

10:39 Kostnaður ríkisins af málaferlum vegna synjana á heimildum til innflutnings á fersku kjöti fyrir innlendum og alþjóðlegum dómstólum hefur numið um 47 milljónum króna, að málskostnaði og skaðabótum meðtöldum. Meira »

Reyndi að komast undan lögreglu

10:15 Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði á dögunum ökumann sem grunaður er um vímuefnaakstur. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu, gaf í og reyndi að komast undan. Veita þurfti honum eftirför alllanga vegalengd áður en bifreiðin hafnaði á umferðarmerki með þeim afleiðingum að afturhjól hennar brotnaði af henni. Meira »

Brjóstamyndir Gunnlaugs inni í geymslu

10:10 „Það blikka ákveðin viðvörunarljós þegar við finnum að fólki er misboðið við það sem við köllum klassískt myndmál. Þá finnst okkur við vera farin að færast í átt að einhverju sem gæti kallast ritskoðun,“ sagði Harpa Þórsdóttir, forstöðumaður Listasafns Íslands. Meira »

Vinna átakshóps um húsnæði kynnt í dag

09:07 Átakshópur stjórnvalda um aukið framboð á íbúðum og aðrar aðgerðir til að bæta stöðu á húsnæðismarkaði mun kynna niðurstöður sínar á blaðamannafundi í Hannesarholti kl. 14 í dag. Meira »
LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfsk., disel, 7 manna
Til sölu LAND ROVER DISCOVERY 3 S, sjálfskiptur, dísel, 7 manna ekinn 204.000 km...
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR Útsala er að byrja
Glæsilegar kristalsljósakrónur í falleg heimili. Handskornar kristalsljósakrónu...
Útsala !!! Bækur..
Tl sölu bækur..Vestur íslenskar æviskrár 1-5 bindi..Hraunkotsætt.. Lygn sreymir...
FJÖLNOTAKERRUR _ STURTUKERRUR
Fjölnotakerrur, auðvelt er að koma bílum og vélum uppá, 4 til 6 metra langar. St...