Rannsókn á hnífaárásinni langt komin

Maður­inn sætir gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 30. nóvember.
Maður­inn sætir gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 30. nóvember. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rannsókn lögreglu á Norðurlandi á hnífaárás á Geislagötu við útibú Arion banka á Akureyri er langt komin.

Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknarlögreglu er hún komin með góða mynd af atburðarásinni og verið er að ljúka síðustu handtökunum í málinu, sem hefur verið rannsakað sem tilraun til manndráps.

Kallað var eftir gögnum úr eftirlitsmyndavélum í nærumhverfi brotavettvangsins og sýna þau atburðarásina að sögn lögreglu.

Maður­inn, sem sætir gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna til 30. nóvember, var hand­tek­inn af lög­reglu skömmu eft­ir að hann yf­ir­gaf vett­vang árásarinnar, en hann hafði þar lent í áflog­um við ann­an mann og beitti hnífi, sem lög­regla lagði hald á í hús­leit á dval­arstað manns­ins.

Sá sem fyr­ir árás­inni varð var flutt­ur á Sjúkra­hús Ak­ur­eyr­ar og þurfti að gang­ast und­ir aðgerð, en hann var ekki tal­inn í lífs­hættu.

mbl.is