Synjun á greiðslu ekki í samræmi við lög

Umboðsmaður Alþingis komst nýverið að þeirri niðurstöðu að staðfesting úrskurðarnefndar ...
Umboðsmaður Alþingis komst nýverið að þeirri niðurstöðu að staðfesting úrskurðarnefndar velferðarmála á synjun Tryggingastofnunar á umsókn fósturforeldris um umönnunargreiðslur hefði ekki verið í samræmi við lög. mbl.is/Ófeigur

Ákvörðun Tryggingastofnunar um synjun á umönnunargreiðslu til fósturforeldris sem var með barn í fóstri sem þurfti stuðning og eftirlit sérfræðinga vegna erfiðleika sinna var ekki í samræmi við lög.

Þetta er niðurstaða umboðsmanns Alþingis sem vísar í áliti sínu í lög um félagslega aðstoð en samkvæmt þeim er heimilt að greiða framfærendum fatlaðra og langveikra barna umönnunargreiðslur. Í lögunum er einnig mælt fyrir um að vistun barna utan heimilis skerði greiðslur.

Í málinu hafði barni verið ráðstafað í varanlegt fóstur og hafði þar lögheimili. Tryggingastofnun hafði komist að þeirri niðurstöðu í umönnunarmati að barnið þyrfti stuðning og eftirlit sérfræðinga vegna erfiðleika sinna. Stofnunin synjaði aftur á móti umsókn fósturforeldris um umönnunargreiðslur og var sú ákvörðun staðfest af úrskurðarnefnd velferðarmála. Niðurstaða stjórnvalda byggði einkum á því að barnið teldist vistað utan heimilis í skilningi laga um félagslega aðstoð og jafnframt væri vistunin greidd af félagsmálayfirvöldum í skilningi reglugerðar um slík mál. Í slíkum tilvikum féllu umönnunargreiðslur niður. Var einnig vísað til þess að fósturforeldri fengi greiðslur frá sveitarfélagi til að standa straum af framfærslu barnsins.

Barnið verið í umsjá fósturforeldris um langt skeið

Í kjölfarið leitaði fósturforeldrið til umboðsmanns og benti m.a. á að þrátt fyrir að það fengi greiðslur frá sveitarfélagi þá væru þær hugsaðar sem framfærsla heilbrigðs barns og því ótengdar veikindum þess. Barnið hefði verið í fóstri hjá því um langt skeið og verið á framfæri þess um árabil.

Í áliti sínu benti umboðsmaður á að við mat á því hvort barn í varanlegu fóstri teldist vistað utan heimilis þyrfti að hafa í huga að lög geri almennt ráð fyrir því að börn í varanlegu fóstri eigi lögheimili hjá fósturforeldrum sínum. Með vísan til þessa taldi umboðsmaður að með orðunum „vistun utan heimilis“ í skilningi laga um félagslega aðstoð, væri fyrst og fremst átt við það þegar barn dveljist annars staðar en í heimahúsi þess framfæranda sem sækir um umönnunargreiðslur. Ráðstöfun barns í varanlegt fóstur, þar sem barnið búi hjá fósturforeldri sem beri að framfæra það, teljist því ekki eitt og sér vistun utan heimilis í skilningi laganna. Afstaða úrskurðarnefndarinnar í þessu máli hefði því ekki verið rétt og synjun hennar á umsókn um umönnunarbætur ekki í samræmi við lög.

Í álitinu er mælt með því að nefndin tæki málið til nýrrar meðferðar ef viðkomandi óskaði eftir því og þá í samræmi við þau sjónarmið sem fram kæmu í álitinu.

mbl.is

Innlent »

Hagvaxtarstefnan að „líða undir lok“

17:28 „Sú hagfræðikenning sem hefur mótað efnahagsstefnu 20. aldarinnar, efnahagsstefna sem byggir fyrst og fremst á því að halda áfram hagvexti út í eitt, sú efnahagsstefna er að líða undir lok.“ Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir á fundi VG og verka­lýðshreyf­ing­ar­inn­ar um kjara­mál fyrr í dag. Meira »

Styrktartónleikar fyrir Söndru

17:25 Stuðlabandið, Stebbi Hilmars, Páll Rózinkrans, Ívar Daníelsson, Hlynur Ben, Úlfur úlfur og fjölmargir tónlistarmenn munu koma fram á styrktartónleikum miðvikudaginn þann 21. nóvember kl. 20:00. Meira »

Koma þurfi á fót upplýsingamiðstöð

17:04 Auka þarf upplýsingaflæði og tryggja að innflytjendur fái fréttir af innlendum vettvangi, til að efla lýðræðisþátttöku fólks af erlendum uppruna. Þetta er meðal þess sem fram kom í umræðum á fjölmenningarþingi Reykjavíkurborgar, sem haldið var í fimmta sinn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. Meira »

Öllu innanlandsflugi aflýst

16:39 Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag vegna veðurs. Samkvæmt upplýsingum frá Air Iceland Connect þá ættu aflýstar flugferðir ekki að hafa nein áhrif á flugdagskrá morgundagsins. Vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að veðrinu muni slota í nótt. Meira »

„Skaðlegar staðalímyndir“ í bók Birgittu

16:26 Sólveig Auðar Hauksdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum, birti í morgun ljósmynd af síðu í nýrri barnabók eftir Birgittu Haukdal, þar sem hún gagnrýnir „skaðlegar staðalímyndir“ af starfi hjúkrunarfræðinga sem sýnd er í bókinni. Meira »

Raskanir hafa keðjuverkandi áhrif

15:31 Ellefu af tólf landgöngubrúm á Keflavíkurflugvelli voru teknar í notkun á nýjan leik klukkan eitt í dag þegar lægði nægilega mikið. Farþegar í þrem­ur flug­vél­um sem lentu á Kefla­vík­ur­flug­velli í morg­un höfðu þá beðið í nokkrar klukkustundir eftir að kom­ast úr vél­un­um vegna vonskuveðurs. Meira »

Stödd í „grafalvarlegum stéttaátökum“

15:20 „Við ætlum vissulega að semja um krónur og aura, en við ætlum líka að semja um lífsskilyrði í þeirra víðasta skilningi,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar á fundi Vinstri grænna og verkalýðshreyfingarinnar um kjaramál nú í hádeginu. Meira »

Húsið að mestu leyti ónýtt

14:04 Húsnæði við Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði er nánast alveg ónýtt eftir að eldur kom þar upp í gærkvöldi, að sögn Eyþórs Leifssonar, varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. „Það er spurning með þessa steyptu veggi, hvort þeir geti haldið sér, en húsið er annars að mestu ónýtt og þetta er mikið eignatjón.“ Meira »

Kannski sem betur fer ég

13:25 María Dungal framkvæmdastjóri er með nýrnabilun á lokastigi. Hér heima gekk hún á milli lækna og var sagt að taka vítamín og hætta að ímynda sér hluti en yfirþyrmandi þreyta hefur umturnað lífi hennar. 11 manns hafa boðið Maríu nýra án þess að það hafi gengið. Meira »

Kastar handsprengjum á ríkisstjórnarheimilið

13:19 Miðflokkurinn er að reyna að kasta handsprengjum inn á ríkisstjórnarheimilið að mati Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar. Sagði Logi í þættinum Víglínunni á Stöð 2 að afstaða Miðflokksins til þriðja orkupakkans væri poppúlísk. Málið væri stormur í vatnsglasi. Meira »

„Erfitt að kveðja skip eins og Vilhelm“

12:54 Landað var úr Vilhelm Þorsteinssyni EA 570 í Neskaupstað í vikunni og var það síðasta löndun skipsins í íslenskri höfn undir merkjum Samherja. Skipið hefur verið selt til Rússlands, en kom nýtt til landsins árið 2000. Meira »

Vita lítið um umfang tjónsins

12:50 Eigendur neðri hæðar Hvaleyrarbrautar 39, Dverghamrar ehf., hafa lítið fengið að vita um stöðu mála eftir að eldur kom upp á efri hæð hússins í gærkvöldi. Meira »

Ætlaði að redda uppeldinu

12:15 Það er ekki á hverjum degi sem systur eru á sama tíma með bók í jólabókaflóðinu. Júlía Margrét og Kamilla Einarsdætur koma úr bókelskri rithöfundafjölskyldu og eru helstu stuðningsmenn hvor annarrar. Meira »

Skorti ekki vatn heldur þrýsting

11:50 Vatnsveita Hafnarfjarðar þurfti á auka þrýsting að halda vegna slökkvistarfs á Hvaleyrarbraut en þar varð stórbruni í gærkvöldi. Jón Guðmundsson, vaktmaður hjá Vatnsveitu Hafnarfjarðar, segir að vatnsveitan hafi ekki þurft á meira vatni að halda eins og kom fram í frétt Vísis í nótt. Meira »

Slitlag flettist af á Snæfellsnesi

11:37 Slitlag er tekið að flettast af vegi á Snæfellsnesi að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar, en verulega hvasst er nú á Suðvestur- og Vesturlandi. Varar Vegagerðin sérstaklega við veðri í Búlandshöfðanum, þar sem skemmdir hafa orðið á slitlagi vegna foks. Meira »

Það var nánast ekkert eftir

11:00 „Við höfðum miklar áhyggjur af eldinum. Sem betur fer þá stóð vindurinn í rétta átt, út á sjó,“ segir Helga Guðmundsdóttir eigandi Crossfit Hafnarfjarðar sem er í næsta húsi við Hvaleyrarbraut 39 sem brann í nótt. Meira »

Farþegar bíða þess að komast úr vélum

10:37 Tafir hafa orðið á flugferðum til og frá Keflavíkurflugvelli nú í morgun vegna veðurs. Farþegar í þremur flugvélum frá British Airwaves, EasyJet og Delta sem lentu á Keflavíkurflugvelli á níunda tímanum bíða þess enn að komast úr vélunum. Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. Meira »

Elsta íslenska álkan 31 árs

10:15 Álka sem fannst við Bjargtanga á Látrabjargi í júní 2016 reyndist vera elsta álka sem fundist hefur hér við land eða að minnsta kosti 31 árs. Hún var hin sprækasta þegar henni var sleppt og gæti því verið orðin 33 ára. Meira »

Gætu slökkt eldinn um hádegisbil

10:00 „Við fengum upplýsingar í morgun um að hugsanlega myndi slökkvistarfi ljúka um hádegisbil,“ segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Hafnarfirði um bruna sem kom upp hús­næði við Hval­eyr­ar­braut 39 í Hafnar­f­irði í gærkvöldi. Meira »
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...
Vetrardekk
Til sölu 4stk hálfslitin vetrardekk 205/55 R16.. Verð kr 12000... Sími 8986048....
Bátavélar 58 hp með gír
Eigum á á lager , góðar vélar 58 hp (43,3 kw) með gír og mælaborði og tilheyrand...