Synjun á greiðslu ekki í samræmi við lög

Umboðsmaður Alþingis komst nýverið að þeirri niðurstöðu að staðfesting úrskurðarnefndar ...
Umboðsmaður Alþingis komst nýverið að þeirri niðurstöðu að staðfesting úrskurðarnefndar velferðarmála á synjun Tryggingastofnunar á umsókn fósturforeldris um umönnunargreiðslur hefði ekki verið í samræmi við lög. mbl.is/Ófeigur

Ákvörðun Tryggingastofnunar um synjun á umönnunargreiðslu til fósturforeldris sem var með barn í fóstri sem þurfti stuðning og eftirlit sérfræðinga vegna erfiðleika sinna var ekki í samræmi við lög.

Þetta er niðurstaða umboðsmanns Alþingis sem vísar í áliti sínu í lög um félagslega aðstoð en samkvæmt þeim er heimilt að greiða framfærendum fatlaðra og langveikra barna umönnunargreiðslur. Í lögunum er einnig mælt fyrir um að vistun barna utan heimilis skerði greiðslur.

Í málinu hafði barni verið ráðstafað í varanlegt fóstur og hafði þar lögheimili. Tryggingastofnun hafði komist að þeirri niðurstöðu í umönnunarmati að barnið þyrfti stuðning og eftirlit sérfræðinga vegna erfiðleika sinna. Stofnunin synjaði aftur á móti umsókn fósturforeldris um umönnunargreiðslur og var sú ákvörðun staðfest af úrskurðarnefnd velferðarmála. Niðurstaða stjórnvalda byggði einkum á því að barnið teldist vistað utan heimilis í skilningi laga um félagslega aðstoð og jafnframt væri vistunin greidd af félagsmálayfirvöldum í skilningi reglugerðar um slík mál. Í slíkum tilvikum féllu umönnunargreiðslur niður. Var einnig vísað til þess að fósturforeldri fengi greiðslur frá sveitarfélagi til að standa straum af framfærslu barnsins.

Barnið verið í umsjá fósturforeldris um langt skeið

Í kjölfarið leitaði fósturforeldrið til umboðsmanns og benti m.a. á að þrátt fyrir að það fengi greiðslur frá sveitarfélagi þá væru þær hugsaðar sem framfærsla heilbrigðs barns og því ótengdar veikindum þess. Barnið hefði verið í fóstri hjá því um langt skeið og verið á framfæri þess um árabil.

Í áliti sínu benti umboðsmaður á að við mat á því hvort barn í varanlegu fóstri teldist vistað utan heimilis þyrfti að hafa í huga að lög geri almennt ráð fyrir því að börn í varanlegu fóstri eigi lögheimili hjá fósturforeldrum sínum. Með vísan til þessa taldi umboðsmaður að með orðunum „vistun utan heimilis“ í skilningi laga um félagslega aðstoð, væri fyrst og fremst átt við það þegar barn dveljist annars staðar en í heimahúsi þess framfæranda sem sækir um umönnunargreiðslur. Ráðstöfun barns í varanlegt fóstur, þar sem barnið búi hjá fósturforeldri sem beri að framfæra það, teljist því ekki eitt og sér vistun utan heimilis í skilningi laganna. Afstaða úrskurðarnefndarinnar í þessu máli hefði því ekki verið rétt og synjun hennar á umsókn um umönnunarbætur ekki í samræmi við lög.

Í álitinu er mælt með því að nefndin tæki málið til nýrrar meðferðar ef viðkomandi óskaði eftir því og þá í samræmi við þau sjónarmið sem fram kæmu í álitinu.

mbl.is

Innlent »

Rafleiðni í Múlakvísl enn há

08:24 Rafleiðni í Múlakvísl mælist enn há og mæld vatnshæð hefur hækkað lítillega í nótt. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands munu fara yfir stöðuna og átta sig betur á umfangi hlaupsins þegar birtir. Meira »

Stúdentspróf í tölvuleikjagerð

08:18 Menntamálaráðuneytið hefur heimilað Keili – miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs að fara af stað með nýja námsleið til stúdentsprófs. Er það í fyrsta sinn frá stofnun Keilis árið 2007 sem það er gert. Meira »

Gátu ekki sótt sjúkling yfir á

07:57 Sjúkrabíll gat ekki sótt Svein Sigurjónsson, tæplega áttræðan íbúa á bænum Þverárkoti við rætur Esju í Reykjavík, á föstudaginn þar sem engin brú er yfir Þverá. Meira »

Þrjú tímastjórnunarráð

07:49 Alda Sigurðardóttir, stjórnendaþjálfari og eigandi Vendum, fór yfir hagnýt ráð í tímastjórnun í síðdegisþættinum á K100 hjá Loga og Huldu en hún fagnar um þessar mundir 8 ára afmæli fyrirtækisins. Meira »

Morgunblaðið langoftast skoðað á timarit.is

07:37 Morgunblaðið er, eins og jafnan áður, langvinsælasti titillinn árið 2108 á vefnum timarit.is þar sem safnað hefur verið saman tæplega 1.200 titlum af prentuðum blöðum og tímaritum frá upphafi. Hægt er að lesa alla árganga Morgunblaðsins frá stofnun 1913 fram á seinni ár. Á hverju ári bætist nýr árgangur við. Meira »

Breyting fjölgar ekki birtustundum

07:10 Vegna legu landsins á hárri breiddargráðu eru birtustundir fáar í boði á Íslandi um hávetur og þeim fjölgar ekki með breytingu á stillingu klukkunnar, segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Nú í morgunsárið er norðanátt allsráðandi á landinu og kalt í veðri. Meira »

Úrkomudagarnir aldrei fleiri

06:30 Úrkomudagar í Reykjavík voru óvenjumargir í fyrra og hafa aldrei verið fleiri frá því mælingar hófust eða 261 talsins. Hæsti hiti ársins á landinu mældist 24,7 stig á Patreksfirði en mesta frost mældist 25,6 stig í Svartárkoti og við Mývatn. Meira »

Mundaði ljá á almannafæri

06:02 Lögreglan handtók mann á tvítugsaldri um fimmleytið í nótt sem mundaði ljá á förnum vegi í Breiðholtinu. Við öryggisleit kom í ljós að ungi maðurinn var einnig vopnaður piparúða. Meira »

Vilja hraða lagningu nýs sæstrengs

05:30 Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök atvinnulífsins (SA) „leggja áherslu á að ráðist verði í fjárhagslega endurskipulagningu á Farice og telja mikilvægt að lagður verði grunnur að nýjum sæstreng fyrr en gert er ráð fyrir þar sem staða gagnatenginga við útlönd dregur úr samkeppnishæfni gagnaversiðnaðar“. Meira »

Loðnan kemur þegar skilyrðin eru rétt

05:30 Upphafskvóti loðnu hefur ekki verið gefinn út og leiðangur sem er að ljúka gefur ekki ástæðu til sérstakrar bjartsýni.   Meira »

Eldri konum oft neitað um viðtal

05:30 Sigurveig H. Sigurðardóttir, dósent í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, hefur rannsakað stöðu eldri kvenna á íslenskum vinnumarkaði. Meira »

Búnaðarstofa rennur inn í ráðuneytið

05:30 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Reiknað er með að búnaðarstofa verði hluti af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu sjálfu, ekki undirstofnun ráðuneytisins, eftir flutning hennar frá Matvælastofnun. Meira »

Gæti opnast í næstu viku

05:30 „Við fengum mikið af snjó í gær sem við unnum úr í nótt þar sem hægt var,“ sagði Einar Bjarnason, rekstrarstjóri í Bláfjöllum, í gær. Hann var bjartsýnn á opnun skíðasvæðisins í næstu viku. Meira »

Stokki upp lífeyriskerfið

05:30 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, kallar eftir „gagngerum breytingum“ á íslenska lífeyriskerfinu. Kerfið sé dýrt fyrir fyrirtækin og geti jafnvel haldið niðri launum. Verkalýðsfélögin séu reiðubúin að skoða lækkun iðgjalda gegn því að laun verði hækkuð í samningunum. Meira »

Vetur konungur ræður ríkjum

Í gær, 23:02 Vetrarfærð er á öllu landinu samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni og víða éljagangur og skafrenningur á vegum á norðanverðu landinu. Meira »

Sex þingmenn metnir hæfir

Í gær, 22:30 Sex þingmenn koma til greina til setu í nýrri forsætisnefnd Alþingis með það eina verkefni að koma svokölluðu Klaustursmáli áfram til siðanefndar Alþingis, en nefndin verður skipuð í næstu viku í kjölfar þess að allir fulltrúar í forsætisnefnd lýstu sig vanhæfa í málinu vegna þess að þeir höfðu tjáð sig um það. Meira »

Var síbrosandi og hafði tíma fyrir alla

Í gær, 21:54 „Ég þekkti Adamowicz persónulega. Hann var yngri en ég en við gengum í sama skóla,“ segir Alexander Witold Bogdanski, formaður samtaka Pólverja á Íslandi. Þeir hafi átt marga sameiginlega vini og því hafi verið erfitt að frétta af láti Pawel Adamowicz, borgarstjóra Gdansk. Meira »

Tillaga Vigdísar og Kolbrúnar felld

Í gær, 20:41 Tillaga borgarfulltrúanna Vigdísar Hauksdóttur og Kolbrúnar Baldursdóttur um að embætti borgarlögmanns yrði falið að vísa skýrslu innri endurskoðunar um braggamálið til „þar til bærra yf­ir­valda til yf­ir­ferðar og rann­sókn­ar“ var felld í borgarstjórn Reykjavíkur laust eftir kl. 19 í kvöld. Meira »

Sýknaður af ákæru vegna banaslyss

Í gær, 20:27 Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað karlmann af ákæru vegna banaslyss, sem átti sér stað á Reykjanesbraut í febrúar árið 2017. Sannað þótti að maðurinn hefði ekið inn á rangan vegarhelming, en ekki að hann hefði sýnt af sér refsivert gáleysi. Meira »
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sneglu-Halli eftir Símon Dalaskáld Guðmundar...
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
Bátavélar 58 hp með gír
Eigum á á lager , góðar vélar 58 hp (43,3 kw) með gír og mælaborði og tilheyrand...
Úlpa
Til sölu ónotuð 66º Norður úlpa, Hekla, í stærð L. Fullt verð kr. 39.000, tilboð...