„Algjör fásinna af hálfu ákæruvaldsins“

Þorgils vísar því alfarið á bug að hann hafi aðstoðað ...
Þorgils vísar því alfarið á bug að hann hafi aðstoðað Sindra við flóttann. mbl.is/Eggert

„Það er algjör fásinna af hálfu ákæruvaldsins að gera því skóna að þetta sé ólögmætur verknaður eða einhverskonar aðstoð við meintan flótta. Ég hef enga heimild til að halda vegabréfinu hans,“ segir Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem ákærður er í gagnaversmálinu svokallaða í samtali við mbl.is

Frávísunarkrafa í málinu var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun og þar sagði Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni á Suðurnesjum, að lögreglan hefði rökstuddan grun um að Þorgils hefði aðstoðað Sindra við að flýja úr fangelsinu og komast úr landi með því að afhenda honum vegabréf hans þegar framlengja átti gæsluvarðhald yfir honum. RÚV greinir frá því sem kom fram fyrir dómi í morgun. Meðal annars því að Alda Hrönn hafi sagt að vegabréfið hafi verið afhent án leyfis lögreglu og dómstóla. Þá hafi hún einnig sagt að maður í fangelsi ætti ekki að vera með vegabréf sitt og þaðan af síður maður sem væri í opnu úrræði.

Sindri flúði úr opna fangelsinu á Sogni um miðjan apríl og komst úr landi. Hann var svo handtekinn í Amsterdam í Hollandi nokkrum dögum síðar. Þorgils vísar því alfarið á bug að hafa aðstoðað Sindra við flóttann. Það að hann hafi afhent Sindra vegabréfið eigi sér mjög eðlilegar og löglegar skýringar.

„Staðreyndin er sú að í skýrslutöku, þegar Sindri var ennþá í einangrun, þá afhenti lögreglan mér vegabréf hans. Ég bað ekki um þetta vegabréf og óskaði ekki eftir því að fá það afhent, en fékk það engu að síður afhent. Eftir það var það á skrifstofunni hjá mér,“ segir Þorgils til að útskýra hvers vegna hann hafði vegabréf Sindra undir höndum.

Hann hafi svo farið í stutt frí og ekki hitt Sindra aftur fyrr en hann var kominn á Sogn og farið hafði verið fram á framlengingu gæsluvarðhalds yfir honum. „Hann bað mig um að koma með vegabréfið sitt og ég afhenti honum vegabréfið fyrir framan lögreglu og sýndi lögreglu að ég væri að afhenda honum það.“

Þorgils bendir á að sem lögmaður Sindra sé hann með umboð frá honum og eigi að verja hagsmuni hans.

„Ef mér er afhent vegabréf hans þá er mér heimilt að afhenda honum það, fjölskyldu hans eða hverjum þeim sem hann óskar eftir að fái vegabréfið. Þegar ég fæ vegabréfið afhent þá er verið að afhenda umbjóðanda mínum vegabréfið. Mér ber hvorki skylda til að halda vegabréfinu frá manninum né er heimilt að halda eftir persónulegum skjölum,“ segir Þorgils.

„Þess má annars geta að það hefur komið í ljós, fyrir það fyrsta að þetta var ekki flótti úr fangelsi og í öðru lagi þá notaði hann aldrei þetta vegbréf. Hann fór úr landi á öðru nafni. Á þeim tímapunkti sem hann fékk vegabréfið þá skilst mér af honum að hann hafi ekki verið að hugsa um að flýja land.“

Aðspurður hvers vegna Sindri þurfti þá vegabréfið segist Þorgils ekki vita það, en bendir á menn þurfi að nota vegabréfið af ýmsum ástæðum. „Þú getur verið að sækja um bankareikninga, til dæmis bankareikninga erlendis, þú getur verið að taka afrit af því til að sækja um kennitölu erlendis, notað það til að kjósa. Þú getur notað vegabréfið til að gera þúsund hluti. Þetta eru þín löggildu skilríki.“

mbl.is

Innlent »

Tekjuþróun allra landsmanna birt

11:05 Stjórnvöldum verður nú kleift að meta áhrif breytinga á sköttum og bótum á lífskjör einstakra hópa með nýjum gagnagrunni sem byggir á skattframtölum allra Íslendinga. Vefurinn tekjusagan.is veitir aðgengi að upplýsingum um lífskjör Íslendinga frá 1991 til ársins 2017. Meira »

Lottó og pylsa í Staðarskála

10:46 Hjón að norðan duttu í lukkupottinn á laugardag þegar þau keyptu lottómiða með pylsunni í Staðarskála því miðinn skilaði þeim 22 milljónum. Eldri borgari af Suðurlandi varð einnig milljónamæringur nýverið en hann tók þátt í EuroJackpot. Hann var alsæll enda snúið að lifa á lífeyrinum einum saman. Meira »

Hafnarvörður dróst með lyftara

10:35 Lyftara var ekið á hafnarvörð í Grindavík í vikunni að sögn lögreglunnar á Suðurnesjum. Þrjú fiskikör voru á lyftaranum þegar atvikið átti sér stað og féll hafnarvörðurinn í jörðina við ákeyrsluna og dróst með honum nokkurn spöl áður en stjórnandi tækisins varð hans var. Meira »

Sindri mun líklega áfrýja

10:28 Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem hlaut í gær fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir innbrot í fjögur gagnaver og tilraunir til tveggja innbrota til viðbótar, segir að líklega verði niðurstöðunni áfrýjað. Meira »

240.000 kr. í sekt

10:09 Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af ökumanni sem mældist aka á 163 km hraða á Reykjanesbraut í vikunni þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Viðurlög við broti af því tagi eru 240 þúsund krónur í sekt. Meira »

Tvær líkamsárásir á menntaskólaballi

09:58 Tvær líkamsárásir eru til rannsóknar hjá lögreglu eftir skólaball á vegum Nemendafélags Menntaskólans í Kópavogi, sem fram fór í gærkvöldi. Enginn er þó í haldi vegna þeirra og áverkar þeirra sem fyrir þeim urðu eru minni háttar. Meira »

Loftslagsmálin vinsælt fréttaefni

09:20 Fréttum um umhverfismál hefur fjölgað um tæp 80% á fimm árum og 56% aukning hefur orðið á fréttum um plast á síðustu þremur árum. Þetta kom fram í ávarpi Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra, á umhverfisráðstefnu Gallup í morgun. Meira »

Lögreglan varar við hálku

07:44 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar vegfarendur við hálku sem er víðast hvar á höfuðborgarsvæðinu. Hún getur verið sérstaklega varasöm víða á göngustígum og bifreiðastæðum. Meira »

Flestar tegundir úrkomu í boði

06:52 Veður næstu tveggja sólarhringja verður ansi breytilegt og búast má við að flestar úrkomutegundir sem í boði eru komi við sögu. Í dag er gert ráð fyrir éljum ansi víða en við suður- og suðvesturströndina verður úrkoman frekar skúrakennd, segir í hugleiðingum veðurfræðings Veðurstofu Íslands. Meira »

Fimm lögreglumál á einni skemmtun

06:32 Fimm mál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt í tengslum við skemmtanahald í Árbænum. Um var að ræða líkamsárásir og ölvun. Öll atvikin áttu sér stað á sömu skemmtuninni. Meira »

Árið 2019 verði enn eitt metárið í ferðaþjónustu

05:30 „Ég er sannfærður um að árið 2019 verður stærra en 2018 í komum ferðamanna til landsins. Reksturinn á eftir að ganga vel í ár,“ segir Þórður Birgir Bogason, framkvæmdastjóri RR Hótela. Meira »

Lítið um norðurljós í vetur

05:30 Ferðaþjónustufyrirtæki hafa orðið að fella niður fjölda norðurljósaferða í vetur eða þá að ferðir hafa reynst árangurslitlar þegar horft er til himins að kvöldlagi. Meira »

Gróðurhvelfingar rísi í Löngugróf

05:30 Skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa auglýst nýtt deiliskipulag fyrir þróunarsvæðið Stekkjarbakki Þ73. Hugmyndir eru um gróðurhvelfingar. Skilmálar eiga að tryggja að ljósmengun frá starfsemi á svæðinu verði innan marka. Meira »

Borgin greiðir Ástráði 3 milljónir

05:30 Reykjavíkurborg og hæstaréttarlögmaðurinn Ástráður Haraldsson hafa komist að samkomulagi um að Reykjavíkurborg greiði Ástráði þrjár milljónir króna eftir að borgin braut jafnréttislög við skipun borgarlögmanns. Meira »

Athugull gaffall og snjall diskur

Í gær, 22:49 Eldhúsið eins og við þekkjum það í dag verður hugsanlega safngripur eftir einhver ár. Það verður ekki lengur fyrst og fremst herbergið þar sem við eldum matinn, heldur stjórnstöð þar sem við gefum tækjum og áhöldum skipanir. Meira »

Forsætisráðherra heimsótti Hæstarétt

Í gær, 21:35 Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra heimsótti Hæstarétt í dag og kynnti sér starfsemi réttarins. Er þetta í fyrsta skipti sem forsætisráðherra heimsækir réttinn í þessum tilgangi. Meira »

Fjölskyldur frændanna tengjast á ný

Í gær, 21:19 Ráðning Vilhelms Más Þorsteinssonar í starf forstjóra Eimskips, sem tilkynnt var um í gær, þýðir að fjölskyldur náfrændanna Þorsteins Más Baldvinssonar hjá Samherja og Þorsteins Vilhelmssonar, athafnamanns og föður nýs forstjóra, tengjast á ný á viðskiptasviðinu. Meira »

Þreyttir á bið eftir áhættumati

Í gær, 20:56 Hundaræktarfélag Íslands krefur Kristján Þór Júlíusson, sjávar- og landbúnaðarráðherra, um svör vegna frestunar á birtingu nýs áhættumats á innflutningi gæludýra til Íslands. Upphaflega var gert ráð fyrir að áhættumatið yrði tilbúið í apríl 2018, en matið hefur enn ekki litið dagsins ljós. Meira »

Vilja lækka hámarkshraða við Hringbraut

Í gær, 20:44 Skoðað verður að lækka hámarkshraða við Hringbraut úr 50 km/klst. niður í 40 km/klst., bæta lýsingu við gangbrautir og bæta stýringu umferðarljósa. Þetta voru tillögur sem fulltrúar Vegagerðarinnar komu með á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Meira »
Nudd Nudd Nudd
Relaxing Massage Down Town Reykjavik, S. 7660348, Alina...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 50 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Úlpa
Til sölu ónotuð 66º Norður úlpa, Hekla, í stærð L. Fullt verð kr. 39.000, tilboð...