„Algjör fásinna af hálfu ákæruvaldsins“

Þorgils vísar því alfarið á bug að hann hafi aðstoðað ...
Þorgils vísar því alfarið á bug að hann hafi aðstoðað Sindra við flóttann. mbl.is/Eggert

„Það er algjör fásinna af hálfu ákæruvaldsins að gera því skóna að þetta sé ólögmætur verknaður eða einhverskonar aðstoð við meintan flótta. Ég hef enga heimild til að halda vegabréfinu hans,“ segir Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem ákærður er í gagnaversmálinu svokallaða í samtali við mbl.is

Frávísunarkrafa í málinu var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun og þar sagði Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni á Suðurnesjum, að lögreglan hefði rökstuddan grun um að Þorgils hefði aðstoðað Sindra við að flýja úr fangelsinu og komast úr landi með því að afhenda honum vegabréf hans þegar framlengja átti gæsluvarðhald yfir honum. RÚV greinir frá því sem kom fram fyrir dómi í morgun. Meðal annars því að Alda Hrönn hafi sagt að vegabréfið hafi verið afhent án leyfis lögreglu og dómstóla. Þá hafi hún einnig sagt að maður í fangelsi ætti ekki að vera með vegabréf sitt og þaðan af síður maður sem væri í opnu úrræði.

Sindri flúði úr opna fangelsinu á Sogni um miðjan apríl og komst úr landi. Hann var svo handtekinn í Amsterdam í Hollandi nokkrum dögum síðar. Þorgils vísar því alfarið á bug að hafa aðstoðað Sindra við flóttann. Það að hann hafi afhent Sindra vegabréfið eigi sér mjög eðlilegar og löglegar skýringar.

„Staðreyndin er sú að í skýrslutöku, þegar Sindri var ennþá í einangrun, þá afhenti lögreglan mér vegabréf hans. Ég bað ekki um þetta vegabréf og óskaði ekki eftir því að fá það afhent, en fékk það engu að síður afhent. Eftir það var það á skrifstofunni hjá mér,“ segir Þorgils til að útskýra hvers vegna hann hafði vegabréf Sindra undir höndum.

Hann hafi svo farið í stutt frí og ekki hitt Sindra aftur fyrr en hann var kominn á Sogn og farið hafði verið fram á framlengingu gæsluvarðhalds yfir honum. „Hann bað mig um að koma með vegabréfið sitt og ég afhenti honum vegabréfið fyrir framan lögreglu og sýndi lögreglu að ég væri að afhenda honum það.“

Þorgils bendir á að sem lögmaður Sindra sé hann með umboð frá honum og eigi að verja hagsmuni hans.

„Ef mér er afhent vegabréf hans þá er mér heimilt að afhenda honum það, fjölskyldu hans eða hverjum þeim sem hann óskar eftir að fái vegabréfið. Þegar ég fæ vegabréfið afhent þá er verið að afhenda umbjóðanda mínum vegabréfið. Mér ber hvorki skylda til að halda vegabréfinu frá manninum né er heimilt að halda eftir persónulegum skjölum,“ segir Þorgils.

„Þess má annars geta að það hefur komið í ljós, fyrir það fyrsta að þetta var ekki flótti úr fangelsi og í öðru lagi þá notaði hann aldrei þetta vegbréf. Hann fór úr landi á öðru nafni. Á þeim tímapunkti sem hann fékk vegabréfið þá skilst mér af honum að hann hafi ekki verið að hugsa um að flýja land.“

Aðspurður hvers vegna Sindri þurfti þá vegabréfið segist Þorgils ekki vita það, en bendir á menn þurfi að nota vegabréfið af ýmsum ástæðum. „Þú getur verið að sækja um bankareikninga, til dæmis bankareikninga erlendis, þú getur verið að taka afrit af því til að sækja um kennitölu erlendis, notað það til að kjósa. Þú getur notað vegabréfið til að gera þúsund hluti. Þetta eru þín löggildu skilríki.“

mbl.is

Innlent »

Íslendingar í Sri Lanka óhultir

14:58 Nokkrir Íslendingar sem staddir eru í Sri Lanka hafa sett sig í samband við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins til þess að láta vita af sér. Ráðuneytið veit ekki betur en að allir Íslendingar sem staddir eru ytra, þar sem yfir 200 eru látnir eftir hryðjuverkaárásir, séu heilir á húfi. Meira »

Slökkvistarfi lokið við Sléttuveg

14:11 Vettvangur eldsins sem braust út í bílakjallara við Sléttuveg 7 á tíunda tímanum í morgun var afhentur lögreglu rétt fyrir hádegi í dag. Meira »

Atli Heimir Sveinsson látinn

14:06 Atli Heimir Sveinsson er látinn, áttræður að aldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu tónskáldsins.  Meira »

Íslendingar í Sri Lanka láti vita af sér

14:00 Utanríkisráðuneytið hefur óskað eftir því að Íslendingar í Sri Lanka láti aðstandendur vita af sér eftir hryðjuverkaárásirnar í morgun. Þá er þeim sem þurfa á aðstoð að halda bent á að hafa samband við neyðarsíma borgaraþjónustunnar +354-545-0-112. Meira »

„Verðum að breyta um lífsstíl“

12:05 Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, minntist á eldsvoðann í Notre Dame-kirkjunni í París og þau David Attenborough og Gretu Thunberg í páskapredikun sinn í Dómkirkjunni þar sem vandamál tengd loftslagsmálum voru henni hugleikin. Meira »

Tæknideild rannsakar vettvanginn

11:42 Tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar í dag vettvanginn þar sem eldsvoðinn varð í Dalshrauni í Hafnarfirði í gær. Meira »

„Hún flýgur aldrei aftur“

11:25 „Það væsir ekkert um hana hjá mér, hún virðist hafa það mjög gott,“ segir Halldór Jónsson um brandugluna sem hann bjargaði úr girðingu skammt frá Þórshöfn ásamt félaga sínum á dögunum. Meira »

„Það var mikill reykur“

11:06 „Hér kom upp eldur í bílageymslu, í einhverju dóti sem var geymt í bílageymslunni,“ segir Sverrir Björn Björnsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, í samtali við mbl.is. „Það var mikill reykur og þá hlýtur að vera töluverður eldur í þessu líka.“ Meira »

Allt tiltækt slökkvilið við Sléttuveg

10:13 Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu sinnir nú útkalli við Sléttuveg í Reykjavík vegna mikils reyks í bílakjallara húsnæðisins. Útkallið barst kl. 9:56 samkvæmt upplýsingum frá Neyðarlínunni. Meira »

Logn í skíðabrekkum á páskadag

09:47 Landsmenn ættu að geta unað sér vel í skíðabrekkum víða um land í dag, en það stefnir í fínasta færi í brekkum víðast hvar og logn. Meira »

Messað við sólarupprás

09:17 „Kristur er sannarlega upprisinn,“ sagði séra Kristján Valur Ingólfsson, prestur við guðsþjónustu í Þingvallakirkju nú í morgun, páskadag. Eins og hefð er fyrir var upprisumessa sungin á Þingvöllum á þessum degi, og hófst hún kl. 5:50 eða nærri sólarupprás. Meira »

Eldvakt til miðnættis í Dalshrauni

08:51 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var með svokallaða eldvakt til miðnættis í Dalshrauni í Hafnarfirði vegna eldsvoðans sem varð þar í gær. Að lokinni eldvaktinni fóru síðustu menn heim og vettvangurinn var afhentur lögreglunni, sem fer nú með rannsókn málsins. Meira »

Útköll í heimahús vegna hávaða

08:10 Nokkuð var um útköll í heimahús vegna hávaða úr samkvæmum á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Meira »

Hægviðri víða með morgninum

07:09 Víða verður hægviðri með morgninum og skýjað að mestu. Hiti verður á bilinu 3 til 9 stig að deginum.  Meira »

Töluvert tjón í verslun Húsasmiðjunnar

Í gær, 21:35 Við slökkvistarf í eldsvoðanum í Dalshrauni í dag lak mikið vatn niður í verslun Húsasmiðjunnar, sem er á neðri hæð hússins sem brann. Óvíst er um hvort hægt verði að opna verslunina á þriðjudaginn. Meira »

Stefnir í hlýtt en vætusamt sumar

Í gær, 21:13 Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, sem heldur úti veðurvefnum blika.is, rýndi sér til gamans í þriggja mánaða veðurspá Evrópsku reiknimiðstöðvarinnar. Gögnin gefa ágæta innsýn í hvernig sumarið gæti litið út hérlendis. Einar segir að líkur séu á því að meðalhiti hafni í efsta þriðjungi miðað við síðustu 30 árin á undan. Meira »

Sýnin breytti lífi mínu

Í gær, 20:30 Hrafnhildur Sigurðardóttir, stofnandi og annar eigandi Hugarfrelsis, hefur orðið fyrir andlegum upplifunum sem hafa breytt viðhorfum hennar til lífsins. Þessi fimm barna móðir úr Garðabænum segir tilgang lífsins vera að hjálpa öðrum, þroska sálina og breiða út ljósið og kærleikann. Meira »

Enginn liggur undir grun vegna bruna

Í gær, 20:25 Eldsupptökin í brunanum í fjölbýli í Dalshrauni í dag virðast hafa verið í herbergi erlends pars á þrítugsaldri. Enginn liggur undir gruni og enginn er í haldi lögreglu. Meira »

Brosir og hlær sig í gegnum allt

Í gær, 20:19 Hún segir það vanvirðing við lífið að láta sér leiðast. Þuríður Sigurðardóttir var aðeins 16 ára og feimin þegar hún söng fyrst opinberlega, en tilviljanir réðu því að söngurinn varð aðalstarf hennar í áratugi. Meira »