„Algjör fásinna af hálfu ákæruvaldsins“

Þorgils vísar því alfarið á bug að hann hafi aðstoðað ...
Þorgils vísar því alfarið á bug að hann hafi aðstoðað Sindra við flóttann. mbl.is/Eggert

„Það er algjör fásinna af hálfu ákæruvaldsins að gera því skóna að þetta sé ólögmætur verknaður eða einhverskonar aðstoð við meintan flótta. Ég hef enga heimild til að halda vegabréfinu hans,“ segir Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem ákærður er í gagnaversmálinu svokallaða í samtali við mbl.is

Frávísunarkrafa í málinu var tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í morgun og þar sagði Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarsaksóknari hjá lögreglunni á Suðurnesjum, að lögreglan hefði rökstuddan grun um að Þorgils hefði aðstoðað Sindra við að flýja úr fangelsinu og komast úr landi með því að afhenda honum vegabréf hans þegar framlengja átti gæsluvarðhald yfir honum. RÚV greinir frá því sem kom fram fyrir dómi í morgun. Meðal annars því að Alda Hrönn hafi sagt að vegabréfið hafi verið afhent án leyfis lögreglu og dómstóla. Þá hafi hún einnig sagt að maður í fangelsi ætti ekki að vera með vegabréf sitt og þaðan af síður maður sem væri í opnu úrræði.

Sindri flúði úr opna fangelsinu á Sogni um miðjan apríl og komst úr landi. Hann var svo handtekinn í Amsterdam í Hollandi nokkrum dögum síðar. Þorgils vísar því alfarið á bug að hafa aðstoðað Sindra við flóttann. Það að hann hafi afhent Sindra vegabréfið eigi sér mjög eðlilegar og löglegar skýringar.

„Staðreyndin er sú að í skýrslutöku, þegar Sindri var ennþá í einangrun, þá afhenti lögreglan mér vegabréf hans. Ég bað ekki um þetta vegabréf og óskaði ekki eftir því að fá það afhent, en fékk það engu að síður afhent. Eftir það var það á skrifstofunni hjá mér,“ segir Þorgils til að útskýra hvers vegna hann hafði vegabréf Sindra undir höndum.

Hann hafi svo farið í stutt frí og ekki hitt Sindra aftur fyrr en hann var kominn á Sogn og farið hafði verið fram á framlengingu gæsluvarðhalds yfir honum. „Hann bað mig um að koma með vegabréfið sitt og ég afhenti honum vegabréfið fyrir framan lögreglu og sýndi lögreglu að ég væri að afhenda honum það.“

Þorgils bendir á að sem lögmaður Sindra sé hann með umboð frá honum og eigi að verja hagsmuni hans.

„Ef mér er afhent vegabréf hans þá er mér heimilt að afhenda honum það, fjölskyldu hans eða hverjum þeim sem hann óskar eftir að fái vegabréfið. Þegar ég fæ vegabréfið afhent þá er verið að afhenda umbjóðanda mínum vegabréfið. Mér ber hvorki skylda til að halda vegabréfinu frá manninum né er heimilt að halda eftir persónulegum skjölum,“ segir Þorgils.

„Þess má annars geta að það hefur komið í ljós, fyrir það fyrsta að þetta var ekki flótti úr fangelsi og í öðru lagi þá notaði hann aldrei þetta vegbréf. Hann fór úr landi á öðru nafni. Á þeim tímapunkti sem hann fékk vegabréfið þá skilst mér af honum að hann hafi ekki verið að hugsa um að flýja land.“

Aðspurður hvers vegna Sindri þurfti þá vegabréfið segist Þorgils ekki vita það, en bendir á menn þurfi að nota vegabréfið af ýmsum ástæðum. „Þú getur verið að sækja um bankareikninga, til dæmis bankareikninga erlendis, þú getur verið að taka afrit af því til að sækja um kennitölu erlendis, notað það til að kjósa. Þú getur notað vegabréfið til að gera þúsund hluti. Þetta eru þín löggildu skilríki.“

mbl.is

Innlent »

Þrír skjálftar í Bárðarbungu

00:21 Þrír skjálftar að stærð 2,7 upp í 3,6 riðu yfir nálægt Bárðarbungu á áttunda tímanum í kvöld. Voru skjálftarnir norður og norðaustur af Bárðarbungu. Minnsti skjálftinn mældist á 1,1 kílómetra dýpi, en sá stærsti á 10 kílómetra dýpi. Meira »

Árbæjarskóli vann Skrekk

Í gær, 22:00 Árbæjarskóli bar sigur úr býtum í Skrekki, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, en úrslitin fóru fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Í öðru sæti lenti Langholtsskóli og í því þriðja varð Seljaskóli. Meira »

Ammoníaksleki á Akranesi

Í gær, 21:21 Lögregla og slökkvilið eru nú við eina af byggingum HB Granda á Akranesi vegna ammoníaksleka.   Meira »

Sautján nýjar stöður aðstoðarfólks

Í gær, 20:52 Alls verða 17 nýjar stöður aðstoðarfólks þingflokka til innan þriggja ára. Hver þingflokkur fær aðstoð eftir þingstyrk sínum og mun kostnaðurinn vegna þessa nema hátt í 200 milljónum króna á ári. Meira »

Fóru nýja leið upp fjallshlíðina

Í gær, 20:36 Þeir Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson fóru aðra leið á topp fjallsins Pumori en venjulegt var og vissu ekki til þess að aðrir hefðu farið sömu leið. Þetta staðfestir Jón Geirsson, sem var með þeim Kristni og Þorsteini en þurfti frá að hverfa vegna rifbeinsbrots. Meira »

Margir læra listina að standa á höndum

Í gær, 20:17 Eðlisfræðidoktorinn Helgi Freyr Rúnarsson stóð aldrei á höndum sem barn eða unglingur og hafði ekki einu sinni reynt að standa á höndum fyrr en hann var kominn vel á þrítugsaldurinn. Meira »

„Verið til fyrirmyndar“

Í gær, 20:15 „Verkið var mjög vel skipulagt hjá starfsmönnum Slippsins og allt hefur gengið eins og í sögu. Það hefur verið til fyrirmyndar hvernig að þessu hefur verið staðið.“ Meira »

„Fjallið á það sem fjallið tekur“

Í gær, 19:47 Félagarnir og æskuvinirnir Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson höfðu klifið flesta tinda Íslands áður en þeir héldu út í heim. Þeir klifu meðal annars hæsta fjall Suður-Ameríku og nokkur fjöll í Norður-Ameríku áður en leiðin lá til Nepal árið 1988, en þaðan sneru þeir ekki aftur. Meira »

Fjögurra bíla árekstur á Reykjanesbraut

Í gær, 19:39 Fjögurra bíla árekstur varð á Reykjanesbraut til móts við IKEA um klukkan 17.45. Að sögn slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var slysið minni háttar. Meira »

Banaslys varð á Sæbraut

Í gær, 18:45 Banaslys varð á Sæbraut í dag þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Sæbraut var lokað í vesturátt frá Kringlumýrarbraut vegna slyssins. Meira »

Fólk sem þráir frið og framtíð

Í gær, 18:38 „Þótt við mannfólkið séum ólík að mörgu leyti svipar grunngildunum okkar alltaf saman. Öll viljum við geta búið í friðsömu landi þar sem mannréttindi eru virt og þar séu allar nauðsynjar sem við þurfum til að lifa. Með sögunni minni langar mig að við, Íslendingar, finnum samkennd með flóttafólki og berum virðingu fyrir því hvað þau hafa lagt á sig til að reyna að öðlast betra líf og gefum þeim séns, tökum vel á móti þeim.“ Meira »

Verklagi fylgt í máli sykursjúks drengs

Í gær, 18:16 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að embætti héraðssaksóknara hafi í maí síðastliðnum ákveðið að hætta að rannsaka mál sem varðar meint ófagleg vinnubrögð lögreglu eftir að 17 ára piltur var færður á lögreglustöð eftir skóladansleik. Meira »

Skaðabætur eftir að skápur féll á hana

Í gær, 17:47 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Tryggingamiðstöðina til að greiða konu á fertugsaldri rúmar 18 milljónir króna eftir að hún slasaðist í vinnuslysi árið 2014. Meira »

Reynir Íslandsmeistari í skrafli

Í gær, 17:08 Reynir Hjálmarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmótinu í skrafli sem fór fram í sjötta sinn um helgina. Gísli Ásgeirsson varð í öðru sæti og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir í því þriðja. Meira »

Farið talsvert nærri stjórnarskránni

Í gær, 16:49 „Sífellt fleirum líður eins og að Evrópusambandið beri ekki þá virðingu fyrir tveggja stoða kerfinu og okkur finnst það eiga að gera. Það eru fleiri mál þar sem gengið hefur verið ansi langt gangvart framsalsheimildum okkar miðað við stjórnarskrá okkar.“ Meira »

Hjón fengu 4 milljóna skaðabætur

Í gær, 16:44 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða hjónum samtals fjórar milljónir króna í skaðabætur. Þau voru úrskurðuð fyrir tveimur árum í gæsluvarðahald grunuð um aðild að íkveikju á húðflúrsstofunni Immortal Art í Hafnarfirði. Meira »

Kampi fjárfestir í búnaði Skagans 3X

Í gær, 16:30 Rækjuverksmiðjan Kampi ehf. á Ísafirði hefur skrifað undir samning um kaup á karakerfi frá Skaganum 3X. „Reksturinn hjá Kampa ehf. hefur gengið vel undanfarna mánuði og góður stígandi hefur verið í vinnslunni.“ Meira »

Ekki búið að tilkynna fundinn

Í gær, 16:13 Hvorki utanríkisráðuneytinu né embætti ríkislögreglustjóra hefur borist formlegt erindi varðandi fund á líkum íslensku fjallgöngugarpanna, þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, sem fundust nýlega á fjallinu Pumori í Nepal. Meira »

Katrín fundar með Merkel í Berlín

Í gær, 15:40 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur þátt í alþjóðlegri ráðstefnu um efnahagsmál á vegum Süddeutsche Zeitung í Berlín á morgun. Forsætisráðherra mun einnig eiga tvíhliða fund með Angelu Merkel, kanslara Þýskalands í Berlín. Meira »
Einn sá öflugasti
JAKINN Einn sá öflugasti og verklegasti Ford 7,3 Power Stroke, Árgerð 1997, Ekin...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Vönduð vel búin kennslubifreið
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Honda CRV Executive árg. 2015 - einn eig
Til sölu flott eintak af Hondu CRV Executive disel árgerð 2015. Bíllinn er sjálf...