Fá 23 krónur fyrir hverja eydda krónu

Erlendir ferðamenn á Þingvöllum. Heildarefnahagsáhrif af gestakomunum á Þingvelli í ...
Erlendir ferðamenn á Þingvöllum. Heildarefnahagsáhrif af gestakomunum á Þingvelli í fyrra námu 13,4 milljörðum kr. Mynd úr safni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bein efnahagsáhrif af heimsóknum ferðamanna til 12 friðlýstra svæða námu 10 milljörðum króna fyrir svæðin sjálf og nærsamfélög þeirra árið 2017. Ávinningurinn fyrir þjóðarbúið í heild nam 33,5 milljörðum króna og teljast efnahagsleg áhrif því ótvíræð, samkvæmt nýrri rannsókn sem umhverfis- og auðlindafræðingurinn Jukka Siltanen kynnti á umhverfisþingi í dag. Skilar hver króna sem eytt er svæðunum sér þá 23 sinnum til baka.

Séu hliðaráhrif á aðra geira síðan tekin með í reikninginn má áætla að efnahagsáhrif af heimsóknunum nemi um 12 milljörðum króna fyrir svæðin sjálf og nærsamfélög þeirra og um 41 milljarði króna fyrir þjóðarbúið í heild.

Rannsóknin sem fjallar um efnahagsáhrif friðlýstra svæða var unnin af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Svæðin sem hún tekur til eru Snæfellsjökul, Vatnajökul, Þingvellir, Dynjandi, Hraunfossar, Landmannalaugar, Mývatn, Þórsmörk , Ásbyrgi og Laki, Hengifoss og Hvítserkur og er því um að ræða þjóðgarða, friðlýst svæði og svo staði sem ekki njóta neinnar verndar líkt og í tveimur síðastnefndu tilfellunum.

Mikill munur á fjölda gesta sem þarf að sinna

Heimsóknir ferðamannanna á þessi friðlýstu svæði skapa um 1.800 störf á þeim stöðum, sem öll tengjast ferðaþjónustu og um 5.000 störf þegar horft er til landsins alls. Einnig verða 200 störf til á friðlýstu svæðunum sjálfum.

Þau störf dreifast þó ekki jafnt milli svæða og er mikill munur á þeim fjölda gesta sem starfsfólk þjóðgarða með fulla mönnun þarf að sinna og á þeim fjölda sem starfsfólk annarra friðlýstra svæða þarf að sinna. Í fyrrnefnda tilfellinu sinna starfsmenn að meðaltali um 80 gestum hver daglega, en 260 gestum í síðarnefnda tilfellinu.

Staðirnir sem rannsóknin tók til.
Staðirnir sem rannsóknin tók til.

98% eyðslunnar frá erlendum ferðamönnum

Umfang efnahagsáhrifa ræðst að miklu leyti af þeim fjölda gesta sem heimsækir hvern stað, þó að heildareyðsla hvers gests hafi verið sambærileg óháð svæði. Þannig eyddi hver gestur að meðaltali um 21.743 kr. á þeim sólarhring sem hann heimsótti viðkomandi svæði og var 12.682 kr. af þeirri upphæð eytt staðnum sjálfum eða næsta nágrenni hans. Skrifast 98% þeirrar eyðslu á erlenda ferðamenn.

Það þarf því væntanlega engan að undra að efnahagsáhrif af gestakomunum hafi verið mest á Þingvöllum og í Vatnajökulsþjóðgarði, þar sem þau námu annars vegar 13,4 milljörðum kr. og hins vegar 10,8 milljörðum. Eru það umtalsvert hærri fjárhæðir en af þeim stöðum sem eru í þriðja og fjórða sæti listans, Snæfellsjökulsþjóðgarði og Mývatni, en þar námu efnahagsáhrifin 3,6 milljörðum króna á fyrrnefnda svæðinu og 2,6 milljónum á því síðara.

Sundurgreining eyðslu gesta á svæðunum sem rannsóknin tók til.
Sundurgreining eyðslu gesta á svæðunum sem rannsóknin tók til.

Hlutfallið við Hraunfossa 158 á móti einum

Sýnir rannsóknin að fyrir hverja 1 krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila 23 krónur sér til baka, en í Finnlandi er þetta hlutfall 10 á móti einum. Hlutfallið hér á landi er þó vissulega ólíkt á milli svæða, allt frá 10:1 við Dynjanda og upp í 158:1 við Hraunfossa. Á Þingvöllum er hlutfallið 25:1, í Vatnajökulsþjóðgarði 15:1 og í Þórsmörk 21:1, svo dæmi séu tekin.

Alls var í rannsókninni rætt við ríflega 3.000 ferðamenn á tímabilinu frá 6. júní til 10. september 2018. Niðurstöðurnar úr viðtölunum við ferðamennina sjálfa voru bornar saman við tölur frá ríkisskattstjóra og kannanir sem gerðar voru meðal atvinnurekenda, en alls var rætt við 415 fyrirtæki sem samtals eru með vel yfir 4.000 starfsmenn.

mbl.is

Innlent »

Svipað magn og við krufningar

09:17 Ökumönnum sem grunaðir eru um akstur undir áhrifum vímuefna hefur fjölgað gríðarlega undanfarin misseri og rannsókn á blóðsýnum þeirra sýnir svo að ekki verður um villst að margir þeirra sem eru úti í umferðinni eru undir áhrifum vímuefna og eða lyfja. Kvíðalyf eru þar áberandi. Meira »

Unnið að hreinsun gatna

08:09 Hálka og hálkublettir eru á öllum stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu en starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa frá því nótt verið að hreinsa götur og stíga en heldur bætti í snjóinn í nótt. Meira »

Frábær árangur hjá íslensku konunum

07:58 Fimm af þeim átta íslensku ofurhlaupurum sem tóku þátt í Hong Kong ultra-hlaup­inu sem hófst aðfararnótt laugardags luku keppni. Íslensku konurnar stóðu sig frábærlega í hlaupinu en þær luku allar keppni. Tveir af fimm körlum náðu að ljúka hlaupinu. Meira »

Náðist eftir eftirför

07:21 Ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerki lögreglu í hverfi 104 á fjórða tímanum í nótt en náðist eftir eftirför. Ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna ásamt því að vara sviptur ökuréttindum. Hann var einn fjölmargra sem var stöðvaður í gærkvöldi og nótt fyrir akstur undir áhrifum vímuefna. Meira »

Stormur og snjókoma í kvöld

07:07 Dagurinn byrjar á klassísku vetrarveðri, suðvestanátt og éljum um landið sunnan- og vestanvert, en víða léttskýjað fyrir austan og frost um allt land. Um kvöldmatarleytið koma skil upp að landinu suðvestanverðu með suðaustan hvassviðri eða stormi og snjókomu. Meira »

Tvö útköll á dælubíla

06:58 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnti tveimur brunaútköllum í nótt en í báðum tilvikum tengt eldamennsku.   Meira »

Þrír haldi vegna líkamsárásar

06:51 Lögreglan handtók þrjá menn í Hafnarfirðinum á níunda tímanum í gærkvöldi vegna líkamsárásar, vopnaburðar og vörslu fíkniefna. Mikið álag var á lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt vegna ölvunar og eru allar fangageymslur fullar eftir nóttina. Meira »

Gul viðvörun á morgun

Í gær, 22:51 Gul viðvörun er í gildi vegna hríðarveðurs annað kvöld á Suðurlandi, Vesturlandi og Suðvesturlandi. Samkvæmt Veðurstofu Íslands mun á morgun ganga í suðaustan 15-23 m/s undir kvöldið með snjókomu eða slyddu og síðar rigningu á láglendi. Búast má við erfiðum akstursskilyrðum vegna takmarkaðs skyggnis og snjó- eða krapaþekju. Meira »

Sara keppir um sæti á heimsleikunum

Í gær, 22:20 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, afrekskona í crossfit, fór vel af stað á öðrum keppnisdegi af þremur á Wodapalooza-mótinu sem fram fer í Miami um helgina. Sigurvegari á mótinu öðlast þátttökurétt á heimsleikunum í crossfit í ágúst. Meira »

Ísland eins og Havaí árið 1960

Í gær, 21:35 Erlendur Þór Magnússon gekk á Öræfajökul þegar hann var tólf ára gamall og renndi sér niður á snjóbretti. Þetta var árið 1995. Núna er hann meira fyrir sjó en snjó og leitar uppi öldur í kringum landið auk þess að mynda brimbrettafólk við iðju sína. Meira »

Viðtalið ekki á fölskum forsendum

Í gær, 21:26 Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri, segir að ljóst sé að viðtal sem tekið var við Elínu Björg Ragnarsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Samtaka fiskiframleiðenda og útflytjenda og birt í fréttaskýringarþættinum Kastljósi árið 2012 hafi ekki verið tekið á fölskum forsendum. Meira »

Línumaður Þjóðverja tók yfir Twitter

Í gær, 21:10 Ísland hóf leik í millriðli 1 á heims­meist­ara­móti karla í hand­bolta þegar þeir mættu heima­mönn­um í Þýskalandi í Lanx­ess Ar­ena í Köln í kvöld. Líkt og í fyrri leikjum liðsins á mótinu fóru íslenskir Twitter-notendur mikinn og hér má sjá brot af því besta sem gekk á á meðan leiknum stóð. Meira »

Tveir með annan vinning

Í gær, 19:51 Tveir lottóspilarar fengu annan vinning í útdrætti Lottó í kvöld og hlutu þeir 166 þúsund krónur hvor. Voru miðarnir seldir á N1 Stórahjalla og í áskrift. Meira »

Ætla í aðgerðir gegn ágengum plöntum

Í gær, 19:24 Á næstunni verða mótaðar tillögur að aðgerðum gegn ágengum plöntum hjá Akureyrarbæ, en ástæða þess er að bregðast við útbreiðslu lúpínu og kerfils í Krossanesborgum og Hrísey. Krossnesborgir er fólkvangur og útivistarsvæði rétt norðan við Akureyri. Meira »

Mynduðu hjarta og minntust Ada­mowicz

Í gær, 18:39 Tugir manna komu saman við Reykjavíkurtjörn í dag til að minnast Pawel Ada­mowicz, borgarstjóra Gdansk í Póllandi, sem lést á mánudag, eftir að hafa orðið fyrir hnífstungu­árás á góðgerðarviðburði kvöldið áður en hann var stung­inn í viðurvist hundraða vitna er hann flutti ávarp á sam­kom­unni. Meira »

Himinlifandi skýjum ofar eftir árangurinn

Í gær, 18:25 Rögnvaldur Ólafsson glímukappi fór glaður frá München í Þýskalandi í gær eftir að hafa séð íslenska handboltalandsliðið tryggja sér sæti í 12 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar. Meira »

Munu baunir bjarga mannkyni?

Í gær, 18:15 Hafragrautur í morgunmat, hrísgrjón í hádeginu og baunir í kvöldmat. Kjöt á nokkurra vikna fresti til hátíðabrigða. Einhvern veginn svona gæti matseðill þorra mannkyns litið út árið 2050, gangi ráðleggingar 37 sérfræðinga frá 16 löndum á sviði heilsu- og umhverfisverndar eftir. Meira »

Lét greipar sópa í fríhöfninni

Í gær, 17:51 Erlendur karlmaður var stöðvaður í Flugstöð Leifs Eiríkssonar síðastliðinn sunnudag vegna gruns um að hann hefði látið greipar sópa í fríhöfninni. Lögreglan á Suðurnesjum handtók manninn, sem átti bókað flug til London, og flutti hann á lögreglustöð. Meira »

Grafalvarlegt mál ef um „fréttafölsun“ er að ræða

Í gær, 17:37 „Það er engin spurning að þetta er grafalvarlegt mál eins og Elín Björg lýsir málavöxtum,“ segir Páll Magnússon, alþingismaður og fyrrverandi útvarpsstjóri. Meira »
Eyjasol íbúðir og sumarhús.....
Fallegar 2- 3ja herb. íbúðir fyrir ferðafólk og íslendinga á faraldsfæti. Allt ...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Bókhaldsþjónusta
Skattframtöl, bókhald, ársreikningar, vsk uppgjör & launauppgjör, stofnun félaga...