Fá 23 krónur fyrir hverja eydda krónu

Erlendir ferðamenn á Þingvöllum. Heildarefnahagsáhrif af gestakomunum á Þingvelli í ...
Erlendir ferðamenn á Þingvöllum. Heildarefnahagsáhrif af gestakomunum á Þingvelli í fyrra námu 13,4 milljörðum kr. Mynd úr safni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bein efnahagsáhrif af heimsóknum ferðamanna til 12 friðlýstra svæða námu 10 milljörðum króna fyrir svæðin sjálf og nærsamfélög þeirra árið 2017. Ávinningurinn fyrir þjóðarbúið í heild nam 33,5 milljörðum króna og teljast efnahagsleg áhrif því ótvíræð, samkvæmt nýrri rannsókn sem umhverfis- og auðlindafræðingurinn Jukka Siltanen kynnti á umhverfisþingi í dag. Skilar hver króna sem eytt er svæðunum sér þá 23 sinnum til baka.

Séu hliðaráhrif á aðra geira síðan tekin með í reikninginn má áætla að efnahagsáhrif af heimsóknunum nemi um 12 milljörðum króna fyrir svæðin sjálf og nærsamfélög þeirra og um 41 milljarði króna fyrir þjóðarbúið í heild.

Rannsóknin sem fjallar um efnahagsáhrif friðlýstra svæða var unnin af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Svæðin sem hún tekur til eru Snæfellsjökul, Vatnajökul, Þingvellir, Dynjandi, Hraunfossar, Landmannalaugar, Mývatn, Þórsmörk , Ásbyrgi og Laki, Hengifoss og Hvítserkur og er því um að ræða þjóðgarða, friðlýst svæði og svo staði sem ekki njóta neinnar verndar líkt og í tveimur síðastnefndu tilfellunum.

Mikill munur á fjölda gesta sem þarf að sinna

Heimsóknir ferðamannanna á þessi friðlýstu svæði skapa um 1.800 störf á þeim stöðum, sem öll tengjast ferðaþjónustu og um 5.000 störf þegar horft er til landsins alls. Einnig verða 200 störf til á friðlýstu svæðunum sjálfum.

Þau störf dreifast þó ekki jafnt milli svæða og er mikill munur á þeim fjölda gesta sem starfsfólk þjóðgarða með fulla mönnun þarf að sinna og á þeim fjölda sem starfsfólk annarra friðlýstra svæða þarf að sinna. Í fyrrnefnda tilfellinu sinna starfsmenn að meðaltali um 80 gestum hver daglega, en 260 gestum í síðarnefnda tilfellinu.

Staðirnir sem rannsóknin tók til.
Staðirnir sem rannsóknin tók til.

98% eyðslunnar frá erlendum ferðamönnum

Umfang efnahagsáhrifa ræðst að miklu leyti af þeim fjölda gesta sem heimsækir hvern stað, þó að heildareyðsla hvers gests hafi verið sambærileg óháð svæði. Þannig eyddi hver gestur að meðaltali um 21.743 kr. á þeim sólarhring sem hann heimsótti viðkomandi svæði og var 12.682 kr. af þeirri upphæð eytt staðnum sjálfum eða næsta nágrenni hans. Skrifast 98% þeirrar eyðslu á erlenda ferðamenn.

Það þarf því væntanlega engan að undra að efnahagsáhrif af gestakomunum hafi verið mest á Þingvöllum og í Vatnajökulsþjóðgarði, þar sem þau námu annars vegar 13,4 milljörðum kr. og hins vegar 10,8 milljörðum. Eru það umtalsvert hærri fjárhæðir en af þeim stöðum sem eru í þriðja og fjórða sæti listans, Snæfellsjökulsþjóðgarði og Mývatni, en þar námu efnahagsáhrifin 3,6 milljörðum króna á fyrrnefnda svæðinu og 2,6 milljónum á því síðara.

Sundurgreining eyðslu gesta á svæðunum sem rannsóknin tók til.
Sundurgreining eyðslu gesta á svæðunum sem rannsóknin tók til.

Hlutfallið við Hraunfossa 158 á móti einum

Sýnir rannsóknin að fyrir hverja 1 krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila 23 krónur sér til baka, en í Finnlandi er þetta hlutfall 10 á móti einum. Hlutfallið hér á landi er þó vissulega ólíkt á milli svæða, allt frá 10:1 við Dynjanda og upp í 158:1 við Hraunfossa. Á Þingvöllum er hlutfallið 25:1, í Vatnajökulsþjóðgarði 15:1 og í Þórsmörk 21:1, svo dæmi séu tekin.

Alls var í rannsókninni rætt við ríflega 3.000 ferðamenn á tímabilinu frá 6. júní til 10. september 2018. Niðurstöðurnar úr viðtölunum við ferðamennina sjálfa voru bornar saman við tölur frá ríkisskattstjóra og kannanir sem gerðar voru meðal atvinnurekenda, en alls var rætt við 415 fyrirtæki sem samtals eru með vel yfir 4.000 starfsmenn.

mbl.is

Innlent »

Veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu

06:59 Spáð er suðaustanhvassviðri eða -stormi sunnan- og vestanlands síðdegis og getur verið varasamt fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi að vera á ferð. Áfram er spáð hvössu á morgun og talsverðri rigningu. Víða er hálka á vegum landsins, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Meira »

Pokarnir eru ekki svo slæmir

05:30 Sorpa sér ekki rökin fyrir banni við notkun einnota haldapoka úr plasti. Bannið sé ekki sjálfbært í neinu tilliti, skapi kostnað fyrir samfélagið, hafi neikvæð umhverfisáhrif og flæki úrgangsmál að óþörfu. Meira »

Leggja til bann á rafrettum á netinu

05:30 Matvæla- og lyfjastofnun Bandaríkjanna lagði í gær fram tillögur sem takmarka sölu á rafrettum. Á breytingin að taka gildi í júní á næsta ári og miðast við að banna sölu á rafrettum á netinu og að þær fáist eingöngu í verslunum. Meira »

Fjöldi veitingastaða í pípunum

05:30 Byggingarfulltrúi í Reykjavík hefur í ár afgreitt tugi umsókna sem tengjast veitingarekstri. Samkvæmt athugun Morgunblaðsins hafa 33 verið samþykktar en 5 bíða lokaafgreiðslu. Ein umsóknin varðar fjóra veitingastaði og krá í Kringlunni. Meira »

Úrræðaleysið algjört

05:30 Sonur Hörpu Hildiberg Böðvarsdóttur hefur verið sprautufíkill í mörg ár en erfiðlega hefur gengið að komast í meðferðarúrræði. Vakti Harpa athygli á þessu úrræðaleysi sem foreldrar fíkla glíma við í umræðuhópnum Góða systir. Meira »

Kanni bótaskyldu vegna Banksy

05:30 Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og áheyrnarfulltrúi Miðflokks lögðu til á fundi borgarráðs í gær að borgin kannaði hvort skaðabótaskylda hefði skapast við förgun listaverks Banksy sem hékk á skrifstofu borgarstjóra í tíð Jóns Gnarr. Meira »

Hrun hjá haustfeta

05:30 Eftir að haustfeti hafði varla sést í haust kom smáskot í síðustu viku og sjá mátti fiðrildið við útiljós við heimili fólks.  Meira »

Þverárkot í vegasamband

05:30 „Ég er ofsalega ánægður. Þetta er mjög stórt atriði í alla staði,“ sagði Sveinn Sigurjónsson í Þverárkoti við Morgunblaðið þegar hann frétti að borgarráð hefði samþykkt í gær að taka þátt í lagningu héraðsvegar að Þverárkoti við rætur Esjunnar. Meira »

Fresta orkupakkanum til vors

Í gær, 23:00 Guðlaugur Þór Þórðarsson utanríkisráðherra segir að vegna gagnrýnisradda ætli ríkisstjórnin að fresta því að leggja fram frumvarp um þriðja orkupakkann fram á vor. Tímann muni sérfræðingar nota til að fara yfir samninginn. Meira »

„Það er allt í vitleysu hérna“

Í gær, 22:55 Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, er ekki sátt við núverandi skipan mála varðandi fundi borgarráðs. Hún fjallar um málið á Facebook-síðu sinni og fær þar m.a. viðbrögð frá borgarfulltrúa Flokks fólksins sem segist enn vera „fokill“. Meira »

120 milljónir til eflingar byggða

Í gær, 22:21 120 milljónum króna var úthlutað til sértækra verkefna sem efla eiga byggðir landsins. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, undirritaði í dag samninga við landshlutasamtök sveitarfélaga um níu verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar. Meira »

Notalegt rok og rigning um helgina

Í gær, 22:10 Veðrið um helgina verður það sem á mannamáli heitir rok og rigning víða um land, segir Haraldur Eiríksson vakthafandi veðurfræðingur á Veðurstofunni. Á morgun gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm, 15-23 m/s. Meira »

Boðið inn af ókunnri „stúlku“

Í gær, 21:15 „Það er ekkert mál fyrir ofbeldismenn að hafa samband við unga krakka á Instagram,“ segir Arnrún Bergljótardóttir, sem lenti í miður skemmtilegri reynslu í London á dögunum þegar stúlka, að því er virtist, hafði samband við hana í gegnum samfélagsmiðilinn. Meira »

Hafa selt yfir 500 hjól á fyrsta árinu

Í gær, 20:52 Fyrir rúmlega ári hóf íslenski hjólaframleiðandinn Lauf að selja malarhjól undir eigin merkjum. Viðtökur fagtímarita hafa verið gríðarlega góðar og er salan komin vel af stað. Á næsta ári ætlar fyrirtækið að kynna nýtt hjól. Meira »

Segir sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar

Í gær, 20:15 Magnús Helgi Árnason hefur sagt sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar. Þetta kemur fram á vef útgerðarinnar, en þar segir að hann hafi sagt sig úr stjórninni í kjölfar fundar hennar, þar sem fyrir lá tillaga um að boða til hluthafafundar og afgreiða tillögu um vantraust á hendur honum. Meira »

Óvíst hvort viðgerð á Fjordvik borgi sig

Í gær, 19:36 Ekki er víst hvort gert verði við flutningaskipið Fjordvik að fullu. Það er komið á þurrt land í Hafnarfjarðarhöfn. Bráðabirgðaviðgerð á skipinu hefst að líkindum á næstu dögum en í dagsbirtu á morgun mæta eigendur og tryggingafélög á staðinn og meta stöðuna. Meira »

90 milljónir til að styrkja starf Barnaverndar

Í gær, 19:06 Fjölga á stöðugildum Barnaverndar um fjögur og setja tvær fagskrifstofur á laggirnar samkvæmt tillögu velferðarráðs og barnaverndarnefndar sem borgarráð samþykkti á fundi sínum í dag. Er aðgerðunum ætlað að styrkja starfsemi Barnaverndar Reykjavíkur og nemur áætlaður kostnaður við þær um 90 milljónum króna. Meira »

Enginn náði að stöðva skákmanninn Hilmi

Í gær, 18:55 Skákmaðurinn Hilmir Freyr Heimisson sigraði á alþjóðlega ungmennaskákmótinu Uppsala Young Champions í Svíþjóð, sem lauk fyrr í nóvember, en hann hefur rokið upp stigalistann að undanförnu og er nú meðal 20 stigahæstu skákmanna á Íslandi, aðeins 17 ára gamall. Meira »

Ekki gjaldgeng í leik án íslenskunnar

Í gær, 18:40 Íslensk börn eru líklegri til að leika við hvert annað, og börn af erlendum uppruna eru líklegri til að leika frekar við önnur börn af erlendum uppruna. Jóhanna Einarsdóttir, prófessor í menntunarfræðum, segir að svo virðist sem börnin séu ekki gjaldgeng í leiknum hafi þau tungumálið ekki á hreinu. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f.útl - ENSKA - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2018: AUTUMN/HAUST: START/B...
Hljómsveit A Kröyer
Hljómsveit A. KRÖYER Duett, trío, fyrir dansleiki, árshátíðir, þorrablót, einkas...
Mergur málsins
Óska eftir að kaupa bókina Megur málsins eftir Jón G. Friðjónsson. Útg. Örn og ...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...