Fá 23 krónur fyrir hverja eydda krónu

Erlendir ferðamenn á Þingvöllum. Heildarefnahagsáhrif af gestakomunum á Þingvelli í ...
Erlendir ferðamenn á Þingvöllum. Heildarefnahagsáhrif af gestakomunum á Þingvelli í fyrra námu 13,4 milljörðum kr. Mynd úr safni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bein efnahagsáhrif af heimsóknum ferðamanna til 12 friðlýstra svæða námu 10 milljörðum króna fyrir svæðin sjálf og nærsamfélög þeirra árið 2017. Ávinningurinn fyrir þjóðarbúið í heild nam 33,5 milljörðum króna og teljast efnahagsleg áhrif því ótvíræð, samkvæmt nýrri rannsókn sem umhverfis- og auðlindafræðingurinn Jukka Siltanen kynnti á umhverfisþingi í dag. Skilar hver króna sem eytt er svæðunum sér þá 23 sinnum til baka.

Séu hliðaráhrif á aðra geira síðan tekin með í reikninginn má áætla að efnahagsáhrif af heimsóknunum nemi um 12 milljörðum króna fyrir svæðin sjálf og nærsamfélög þeirra og um 41 milljarði króna fyrir þjóðarbúið í heild.

Rannsóknin sem fjallar um efnahagsáhrif friðlýstra svæða var unnin af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Svæðin sem hún tekur til eru Snæfellsjökul, Vatnajökul, Þingvellir, Dynjandi, Hraunfossar, Landmannalaugar, Mývatn, Þórsmörk , Ásbyrgi og Laki, Hengifoss og Hvítserkur og er því um að ræða þjóðgarða, friðlýst svæði og svo staði sem ekki njóta neinnar verndar líkt og í tveimur síðastnefndu tilfellunum.

Mikill munur á fjölda gesta sem þarf að sinna

Heimsóknir ferðamannanna á þessi friðlýstu svæði skapa um 1.800 störf á þeim stöðum, sem öll tengjast ferðaþjónustu og um 5.000 störf þegar horft er til landsins alls. Einnig verða 200 störf til á friðlýstu svæðunum sjálfum.

Þau störf dreifast þó ekki jafnt milli svæða og er mikill munur á þeim fjölda gesta sem starfsfólk þjóðgarða með fulla mönnun þarf að sinna og á þeim fjölda sem starfsfólk annarra friðlýstra svæða þarf að sinna. Í fyrrnefnda tilfellinu sinna starfsmenn að meðaltali um 80 gestum hver daglega, en 260 gestum í síðarnefnda tilfellinu.

Staðirnir sem rannsóknin tók til.
Staðirnir sem rannsóknin tók til.

98% eyðslunnar frá erlendum ferðamönnum

Umfang efnahagsáhrifa ræðst að miklu leyti af þeim fjölda gesta sem heimsækir hvern stað, þó að heildareyðsla hvers gests hafi verið sambærileg óháð svæði. Þannig eyddi hver gestur að meðaltali um 21.743 kr. á þeim sólarhring sem hann heimsótti viðkomandi svæði og var 12.682 kr. af þeirri upphæð eytt staðnum sjálfum eða næsta nágrenni hans. Skrifast 98% þeirrar eyðslu á erlenda ferðamenn.

Það þarf því væntanlega engan að undra að efnahagsáhrif af gestakomunum hafi verið mest á Þingvöllum og í Vatnajökulsþjóðgarði, þar sem þau námu annars vegar 13,4 milljörðum kr. og hins vegar 10,8 milljörðum. Eru það umtalsvert hærri fjárhæðir en af þeim stöðum sem eru í þriðja og fjórða sæti listans, Snæfellsjökulsþjóðgarði og Mývatni, en þar námu efnahagsáhrifin 3,6 milljörðum króna á fyrrnefnda svæðinu og 2,6 milljónum á því síðara.

Sundurgreining eyðslu gesta á svæðunum sem rannsóknin tók til.
Sundurgreining eyðslu gesta á svæðunum sem rannsóknin tók til.

Hlutfallið við Hraunfossa 158 á móti einum

Sýnir rannsóknin að fyrir hverja 1 krónu sem ríkið leggur til friðlýstra svæða skila 23 krónur sér til baka, en í Finnlandi er þetta hlutfall 10 á móti einum. Hlutfallið hér á landi er þó vissulega ólíkt á milli svæða, allt frá 10:1 við Dynjanda og upp í 158:1 við Hraunfossa. Á Þingvöllum er hlutfallið 25:1, í Vatnajökulsþjóðgarði 15:1 og í Þórsmörk 21:1, svo dæmi séu tekin.

Alls var í rannsókninni rætt við ríflega 3.000 ferðamenn á tímabilinu frá 6. júní til 10. september 2018. Niðurstöðurnar úr viðtölunum við ferðamennina sjálfa voru bornar saman við tölur frá ríkisskattstjóra og kannanir sem gerðar voru meðal atvinnurekenda, en alls var rætt við 415 fyrirtæki sem samtals eru með vel yfir 4.000 starfsmenn.

mbl.is

Innlent »

Nýkomin frá Nepal

06:00 „Þetta er miklu meira mál heldur en fólk gerir sér grein fyrir, þá aðallega út af hæðinni,“ segir Halldóra Gyða Matthíasdóttir sem lýsir lungnaerfiðleikum, asmaeinkennum, miklu ryki í dalnum og fleiri þáttum sem spila inn í. Meira »

Líkamsárás, rán og fíkniefni

05:46 Lögreglan handtók seint í gærkvöldi tvo menn í Breiðholtinu sem grunaðir eru um líkamsárás, rán og vörslu fíkniefna.  Mennirnir eru vistaðir fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu.  Meira »

Sterkari tilfinning fyrir Kötlugosi

05:30 Mýrdælingar hafa varann á sér gagnvart Kötlu, enda er Kötlugos ekkert gamanmál.   Meira »

Verði miðstöð fyrir N-Atlantshaf

05:30 Gangi áætlanir Isavia eftir munu 14,5 milljónir farþega fara um Keflavíkurflugvöll um miðjan næsta áratug. Það samsvarar 40 þúsund farþegum á dag og er 45% aukning frá áætlaðri flugumferð í ár. Meira »

Pólitískir aðstoðarmenn þingmanna

05:30 Reikna má með að 6-8 aðstoðarmenn alþingismanna taki til starfa frá næstu áramótum, að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis. Aðstoðarmönnunum verður svo fjölgað út kjörtímabilið þar til fjöldi þeirra nær 15-17. Meira »

Mál bankaráðs felld niður

05:30 LBI ehf. hefur fellt niður skaðabótamál sem höfðuð voru á hendur bankaráðsmönnum gamla Landsbankans en heldur áfram málum gegn báðum fyrrverandi bankastjórum gamla Landsbankans og einum fyrrverandi forstöðumanni hjá bankanum. Meira »

Niðurstaðan mikil vonbrigði

05:30 „Tillagan veldur íbúum miklum vonbrigðum. Þar er gert ráð fyrir að byggðar verði 32 íbúðir. Af þeim hafi 24 stæði í bílakjallara. Aðrar íbúðir hafa ekki bílastæði,“ segir Lára Áslaug Sverrisdóttir, lögfræðingur og fulltrúi íbúa í Furugerði í Reykjavík. Meira »

Taldir eigendur Dekhill Advisors

05:30 Starfsmenn skattrannsóknastjóra telja að Ágúst og Lýður Guðmundssynir, kenndir við Bakkavör, séu eigendur aflandsfélagsins Dekhill Advisors Ltd. Meira »

Vanskil fyrirtækja minnka enn

05:30 Vanskil fyrirtækja hafa dregist saman samkvæmt gögnum Creditinfo. Það birti í gær lista yfir framúrskarandi fyrirtæki sem gerð eru ítarleg skil í sérútgáfu Morgunblaðsins í dag. Meira »

Skorar á banka að lækka gjaldskrár

Í gær, 23:39 Stjórn Neytendasamtakanna furðar sig á hækkunum langt umfram verðlag sem koma fram í úttekt ASÍ á þjónustugjöldum bankanna og skorar á Arion banka, Íslandsbanka og Landsbanka að lækka tafarlaust gjaldskrár sínar. Meira »

Dagleg viðvera herliðs síðustu 3 ár

Í gær, 23:35 Á síðustu ellefu árum hefur viðvera erlends herliðs á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli verið mjög breytileg frá ári til árs, allt frá sautján dögum árið 2007 til þess að vera dagleg viðvera síðustu þrjú árin. Meira »

Heildarlaun hækkað um 62%

Í gær, 23:06 Fram kemur í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar Alþingis vegna fjárlaga fyrir næsta ár að frá árinu 2011 hafa launagjöld og almannatryggingar hækkað hlutfallslega meira en önnur gjöld. Á hinn bóginn hafa fjárfesting og kaup á vörum og þjónustu dregist hlutfallslega saman. Meira »

Fundu kistuleifar í Víkurgarði

Í gær, 22:49 Minjastofnun Íslands hefur ákveðið að stöðva framkvæmdir á byggingarsvæði Lindarvatns ehf. á Landssímareitnum eftir að kistuleifar fundust í Víkurgarði í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem stofnunin stöðvar framkvæmdir á svæðinu síðan þær hófust fyrr á árinu. Meira »

Breyta lögum um vörugjald á ökutæki

Í gær, 21:17 Lagðar eru til breytingar á viðmiðum koltvísýringslosunar við álagningu vörugjalds á ökutæki og bifreiðagjalds auk þess sem gert er ráð fyrir að skilgreining sendibifreiðar verði lagfærð, vörugjaldi af tilteknum ökutækjum til vöruflutninga verði breytt, vörugjald af golfbifreiðum verði samræmt markmiðum um orkuskipti og að gerðar verði breytingar í því skyni að treysta hagsmuni ríkissjóðs við veitingu ívilnana. Meira »

Blómakastarinn pússaður upp til agna

Í gær, 21:07 Jón Gnarr hefur leyft aðdáendum sínum á Twitter að fylgjast með örlögum Banksy-listaverksins fræga í dag. Hefur hann meðal annars birt ljósmynd af tómum veggnum í stofunni sinni og af málverkinu úti á stétt og um borð í flutningabíl. Meira »

420 milljónir gengu ekki út

Í gær, 21:01 Enginn var með allar tölurnar réttar í Víkingalottóinu í kvöld en í pottinum voru um 420 milljónir króna.  Meira »

Aukin samkeppni á hægri vængnum

Í gær, 20:47 „Það blasir við að ríkisstjórnaflokkarnir eru allir að tapa fylgi samkvæmt þessum könnunum og á móti græða stjórnarandstöðuflokkarnir,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands í samtali við mbl.is. um nýja könnun sem MMR sendi frá sér í gær. Meira »

Nýir útreikningar breyta ekki kröfu VR

Í gær, 20:35 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ný aðferðafræði Hagstofu Íslands við útreikninga á vinnustundum hafi ekki áhrif á kröfu félagsins um styttingu vinnuvikunnar í komandi kjaraviðræðum. Meira »

Sigri í Skrekk fagnað

Í gær, 19:30 Það er óhætt að segja að stemningin hafi verið góð í Árbæjarskóla í gær en kvöldið áður stóð skólinn uppi sem sigurvegari í Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanemenda í Reykjavík. Meira »
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
Sumarhús/Gesthús
Mjög vandað sumarhús/Gesthús til sölu, algjörlega viðhaldsfrítt, klætt með lerki...
Snjómokstur og Söltun GÍH
Vetrarþjónusta allan sólarhringinn. Vöktun í boði fyrir fyrirtæki og húsfélög. H...
RAFVIRKI
ALHLIÐA RAFLAGNIR EKKERT VERKEFNI ER OF SMÁTT Haukur Emilsson Simi 853 1199...