Fjordvik á leið til Keflavíkur

Fjördvik rétt áður en skipið var dregið á flot og …
Fjördvik rétt áður en skipið var dregið á flot og lagt af stað með það til Keflavíkur. Ljósmynd/Víkurfréttir - Páll Ketilsson

Mjög vel gekk að draga flutningskipið Fjordvik á flot í Helguvík í kvöld en unnið hafði verið að því að undirbúa það í dag, meðal annars með því að dæla sjó úr skipinu.

Tveir dráttarbátar frá Faxaflóahöfnum draga Fjordvik, sem strandaði í Helguvík um síðustu helgi. Skipið er núna komið hálfa leiðina til Keflavíkur og hefur það gengið vel.

Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, sagði við mbl.is í kvöld að allt væri til reiðu að draga Fjordvik til Keflavíkur. Beðið var eftir réttu augnabliki hvað sjávarföll varðaði og á réttum tímapunkti var skipið dregið á flot og lagt af stað til Keflavíkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert