Með fjársjóð af Hvannadalshnúk

Töfrarnir liggja í loftinu, segir Díana Júlíusdóttir ljósmyndarium fjallgöngur.
Töfrarnir liggja í loftinu, segir Díana Júlíusdóttir ljósmyndarium fjallgöngur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Hvannadalshnúkur breytti lífi mínu,“ segir Díana Júlíusdóttir ljósmyndari. Hæsta fjall landsins hefur sína töfra. Díana fór í fjallgöngu með myndavélina og Sigmundur Ernir skráði texta. Útkoman er bók sem vafalítið mun vekja mikla athygli.

„Eftir að hafa gengið alls rúma 12 kílómetra upp í mót og mætt allskonar aðstæðum og veðrabrigðum felst einstök tilfinning í að komast að toppnum, þó við höfum reyndar ekki náð alla leið. Okkur vantaði 80 metra þegar snúa þurfti við. Þetta er lengsta dagleið sem vitað er um í óbyggðaferðum í Evrópu og gangan reynir því talsvert á fólk. Fólk kemur til baka með lurkum laminn skrokk en í sálinni situr eftir einstök tilfinning og endorfínkikkið lifir lengi. Töfrarnir liggja í loftinu. Fyrir mig er líka sérstaklega dýrmætt að hafa í leiðangrinum náð fjölda mynda sem allar bera með sér tilfinningar og lýsa aðstæðum.“

Á næstu dögum kemur út bókin Hnúkurinn með ljósmyndum Díönu og texta Sigmundar Ernis Rúnarssonar. Tildrög útgáfunnar eru þau að árið 2012 voru þau bæði þátttakendur í verkefni Ferðafélags Íslands sem ber yfirskriftina 52 fjöll. Í því felst að gengið er á eitt fjall á viku, byrjað er í kringum áramót og í maí, þegar flestir eru komnir í þokkalegt form, er farið á Hvannadalshnúk, sem er 2.111 metra hár. Er þá raunar kominn sá tími að fært er á hnúkinn, enda minnst um sprungur í Öræfajökli þá.

Sjá viðtal við Díönu í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert