Meiri kjörsókn félagsmanna SFR

Kosningar um sameiningu SFR og BSRB ganga vel.
Kosningar um sameiningu SFR og BSRB ganga vel. mbl.is/Ómar Óskarsson

Um hádegisbil í gær höfðu um 30% félagsmanna SFR stéttarfélags og 16% félagsmanna Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar kosið um sameiningu félaganna.

Rafræn atkvæðagreiðsla hófst klukkan 12 þriðjudaginn 6. nóvember og lýkur klukkan 12 í dag. Ef af sameiningu félaganna verður mun nýtt félag telja 10.300 félagsmenn, sem er nær helmingur félagsmanna BSRB.

„Atkvæðagreiðslan gengur vel og að mínu mati er kosningaþátttakan ansi góð,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR stéttarfélags. Kosningu lýkur um hádegi í dag og að sögn Árna Stefáns ættu niðurstöður, ef ekkert óvænt kemur upp á, að liggja fyrir milli klukkan eitt og tvö.

„Þátttakan er betri og meiri stígandi í henni heldur en við þorðum að vona. Enn er hægt að kjósa og ef fram heldur sem horfir þá verður ekki annað hægt að fagna góðri kosningaþátttöku,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert