„Það á ekkert að gera þetta svona“

Starfsmaður verktaka á vegum borgarinnar losaði moldarlitað vatn úr hreinsibíl …
Starfsmaður verktaka á vegum borgarinnar losaði moldarlitað vatn úr hreinsibíl á götu í íbúðahverfi í gær. Skjáskot/Facebook

Haft var samband við verktaka á vegum Reykjavíkurborgar eftir að starfsmaður vertakans losaði vatn úr hreinsunarbíl fyrir utan hús í Vogunum í Reykjavík í gær. 

Það á ekkert að gera þetta svona, það er bara þannig,“ segir Hjalti J. Guðmundsson, skrifstofustjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar.

Hjalti segir að borgin hafi haft samband við verktakann sem hafi brugðist við atvikinu.

Húsráðandi í Eikjuvogi 29 tók myndskeið af vatnslosuninni í gær og setti á Facebook. Þar segir að mikill óþrifnaður hafi fylgt losuninni en annar hreinsibíll kom í morgun og hreinsaði upp eftir hinn.

Hjalti segir að um sé að ræða moldarlitað vatn. „En auðvitað á ekkert að gera þetta svona.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert