Verður áfram í gæsluvarðhaldi

mbl/Arnþór

Héraðsdómur Reykjaness framlengdi í dag gæsluvarðhald yfir erlendum karlmanni, sem grunaður er um að hafa stundað vinnumansal og flutt í þeim tilgangi tugi einstaklinga til landsins á um tveggja ára tímabili, að kröfu lögreglunnar.

Þetta staðfestir lögreglan á Suðurnesjum í samtali við mbl.is en gæsluvarðhaldið var framlengt um tvær vikur, til föstudagsins 23. nóvember. Gæsluvarðhaldið yfir manninum hafði áður verið framlengt um tvær vikur og rann sá úrskurður út í dag.

Þrír erlendir karlmenn voru upphaflega handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins en hinum tveimur var síðan sleppt og þeir úrskurðaðir í farbann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert