Ý uppáhaldsstafurinn í skrafli

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir er formaður Skraflfélags Íslands. Íslandsmeistaramótið í skrafli ...
Hildur Lilliendahl Viggósdóttir er formaður Skraflfélags Íslands. Íslandsmeistaramótið í skrafli fer fram um helgina. mbl.is/Ómar Óskarsson

Íslandsmótið í skrafli fer fram í sjötta sinn um helgina. Skraflfélag Íslands stendur fyrir mótinu, sem hefur fest sig verulega í sessi. „Áhuginn hefur verið nokkuð stöðugur, um 17 til 20 manns hafa tekið þátt hverju sinni,“ segir Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, formaður Skraflfélags Íslands, í samtali við mbl.is.

Þátttaka á mótinu er öllum opin og nítján eru nú þegar skráðir til leiks. Spilaðar eru tíu umferðir með klukku, fimm á laugardag og fimm á sunnudag. Sá keppandi sem flesta vinninga hefur að þeim loknum sigrar og verður nýr Íslandsmeistari í skrafli. Að sjálfsögðu eru veglegir vinningar í boði fyrir þau sigursælustu.

Skrafl hefur notið sívaxandi vinsælda undanfarin ár og nú skrafla þúsundir Íslendinga reglulega, á netinu eða með hefðbundnu skraflborði og stafatöflum. Hildur segir Skraflfélag Íslands taka sig hæfilega alvarlega, en félagið hafi engu að síður stjórn þar sem hún gegnir formennsku.

En hvað er það við skraflið sem heillar?

„Þetta er mér bara í blóð borið. Það kom skrafl inn á heimilið þegar það kom út á íslensku í fyrsta skipti, ætli ég hafi ekki verið 10 eða 11 ára, þetta var svo brjálæðislega skemmtilegt og ég hef ekki hætt að spila síðan,“ segir Hildur.

Yfir 16.000 manns hafa stofnað aðgang á Netskrafli þar sem ...
Yfir 16.000 manns hafa stofnað aðgang á Netskrafli þar sem hægt er að skrafla við notendur og vélmenni. Skjáskot/netskrafl.is

„Pervertísk tetris-gleði“

Með tilkomu netskraflsins, þar sem yfir 16.000 manns hafa stofnað aðgang, myndaðist ákveðinn félagsskapur sem fór að hittast reglulega og spila saman skrafl. Hildur segir að leikurinn að tungumálinu sé það sem gerir skraflið svo áhugavert og skemmtilegt. „Að geta teygt það og togað, og dundað sér við að vinna með orðum og mynda ný orð. Svo er þetta smá pervertísk tetris-gleði þegar allt smellur, sem ég fæ mjög mikið út úr,“ segir hún og hlær. 

Íslenska skraflið inniheldur að sjálfsögðu íslenska bókstafi og gefa þeir mismörg stig. Íslensku stafirnir eru í uppáhaldi hjá Hildi og er Ý í sérstöku uppáhaldi. „Ég er mjög hrifin af Ý, mér finnst það mjög góður stafur, en Þ er líka skemmtilegur.“

Hildur verður meðal þátttakenda á mótinu og stefnir hún ótrauð á að fella núverandi Íslandsmeistara, Vilhjálm Árnason, sem ætlar að sjálfsögðu að verja titilinn.

Mótið hefst á morgun klukkan 10 og verður leikið til klukkan 17. Fyrirkomulagið er eins og á sunnudag og verður Íslandsmeistarinn krýndur um klukkan 17 á sunnudag. Keppt verður í Safnahúsinu við Hverfisgötu og eru allir velkomnir. „Við viljum endilega fá gesti til að kíkja við hjá okkur,“ segir Hildur. Opið veður fyrir skráningar til miðnættis í kvöld og hér er hægt að skrá sig til leiks.

mbl.is

Innlent »

Freista þess að flytja félagana heim

11:46 Fjallaleiðsögumaðurinn Leifur Örn Sveinsson er á leið til Nepal þar sem hann mun kanna möguleika á að flytja jarðneskar leifar þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar niður úr fjallinu Pumori og til höfuðborgarinnar Katmandú. Meira »

17 ára á 140 km hraða

11:40 Nokkrir ökumenn hafa verið kærðir fyrir hraðakstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á tæplega 140 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Meira »

Viðgerðir ganga vel

11:01 Bráðabirgðaviðgerðir á flutningaskipinu Fjordvik hófust í fyrradag og ganga vel. Ljóst er að umfang skemmda á skipinu er gríðarlegt og að mikið verk verður að gera skipið hæft til siglinga. Meira »

Skýrslan kynnt í borgarráði á fimmtudag

09:50 Skýrsla innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um vinnustaðamenningu og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur verður kynnt fyrir fulltrúum í borgarráði á fimmtudag. Meira »

Sýknudómar í stóra skattsvikamálinu

08:58 Landsréttur sýknaði fyrir helgi karl og konu í umfangsmiklu skattsvikamáli sem kom upp fyrir átta árum, eftir að hafa komist að þeirri niðurstöðu að brot þeirra hafi verið fyrnd þegar að ákæra var gefin út. Héraðsdómur hafði áður sakfellt fólkið fyrir peningaþvætti af gáleysi. Meira »

Friða þyrfti stór svæði fyrir netum

08:30 Ef ætlunin er að fjölga í landselsstofninum þá er ekki önnur leið en að friða stór svæði fyrir grásleppunetum og koma í veg fyrir tilefnislaust dráp sela við ósa laxveiðiáa, segir meðal annars í frétt frá aðalfundi Samtaka selabænda. Meira »

Framkvæmdum er lokið í Kubba

08:18 Framkvæmdum lokið í fjallinu Kubba á Ísafirði. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Framkvæmdasýslu ríkisins.   Meira »

Segja að ný ylströnd gæti lyktað illa

07:57 Borgarráð hefur samþykkt að auglýsa tillögu um breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 vegna stækkunar á hafnarsvæði í Sundahöfn. Breytingin mun nú fara í hefðbundið auglýsingarferli. Meira »

„Sjáum skýr sóknarfæri“

07:37 „Við erum að undirbúa okkur fyrir þessa lotu. Við höfum ekki hitt fulltrúa Samtaka atvinnulífsins enn sem komið er til að leggja fram kröfugerð en erum að máta okkur aðeins inn í hugmyndir um breytingar á skattkerfinu og fleiri slíkar áherslur.“ Meira »

Fannst heill á húfi

06:56 Lögreglan á Norðurlandi eystra fékk beiðni um klukkan 17:00 í gær um að hefja eftirgrennslan eftir manni sem ekki hafði skilað sér heim. Meira »

Hæglætisveður næstu daga

06:44 Spáð er hægri suðaustanátt í dag en strekkingi við ströndina sunnan- og vestanlands fram eftir degi.  Meira »

Með fíkniefni, í vímu og vopnaður

05:45 Lögreglan stöðvaði för ökumanns skömmu fyrir klukkan eitt í nótt í hverfi 111 þar sem ökumaðurinn notaði ekki öryggisbelti. Í ljós kom að ökumaðurinn var undir áhrifum fíkniefna og með fíkniefni á sér. Hann er jafnframt grunaður um brot á vopnalögum.   Meira »

Aukinn áhugi á beinu Kínaflugi

05:30 Að mati Víkings Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Arnarlax, er hugsanleg opnun Síberíuflugleiðar spennandi möguleiki sem myndi einfalda mjög fraktflutninga fyrirtækisins sem er langt komið með að fá leyfi til þess að flytja inn íslenskar eldisafurðir á Kínamarkað. Meira »

Kreppir að í rekstrinum

05:30 „Þetta er komið á það stig að það verður að skerða þjónustuna og það verða gríðarleg vonbrigði ef það verður virkilega niðurstaðan,“ sagði Pétur Magnússon, formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, um rekstur hjúkrunarheimila. Meira »

Framlög til SÁÁ verði stóraukin

05:30 Egill Þór Jónsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst leggja fram tillögu á fundi borgarstjórnar í dag um að auka fjárframlög um 140 milljónir króna til SÁÁ vegna skorts á stuðningi og úrræðum. Meira »

Almenningur hliðhollur hjálparstarfi

05:30 „Við erum ekki byrjuð að taka á móti umsóknum en fyrirspurnir eru þegar farnar að berast. Opnað verður fyrir umsóknir í byrjun desember og úthlutun fer fram 18. og 19. desember,“ segir Sædís Arnardóttir, félagsráðgjafi í innanlandsstarfi Hjálparstarfs kirkjunnar. Meira »

Opið sjókvíaeldi enn leyft í Noregi

05:30 Ný leyfi fyrir laxeldi í opnum sjókvíum eru gefin út og rekstur hafinn meðfram mestallri strönd Noregs nánast í viku hverri.  Meira »

Stækka hálfklárað stórhýsi

05:30 Skipulagsyfirvöld í Kópavogi hafa auglýst tillögu að breyttu deiliskipulagi í Urðarhvarfi 8. Gerir hún ráð fyrir að inndregin þakhæð verði stækkuð til vesturs um 350 fermetra. Meira »

Draumabílskúr Tómasar Jónssonar

05:30 Þegar kemur að því að finna rétta bílinn er tónlistarfólk oft með allt aðrar þarfir og áherslur en gengur og gerist. Tómas Jónsson hljómborðsleikari þurfti t.d. nýlega að kaupa bíl sem gæti rúmað heilt Hammond-orgel. Meira »
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
SUMARHÚS- GESTAHÚS- BREYTINGAR
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Eftir máli, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Sími 615 1750 & ...