Áslaug Arna flutti ræðu í breska þinginu

Starfssysturnar Áslaug og May takast í hendur í forsætisráðherrabústaðnum að …
Starfssysturnar Áslaug og May takast í hendur í forsætisráðherrabústaðnum að Downing-stræti 10. Ljósmynd/Jessica Taylor

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar, hitti Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, á kvennaþingi breska þingsins sem haldið var á fimmtudag. 

Kvennafundurinn var haldinn að tilefni 100 ára kosningaafmælis breskra kvenna og sóttu fundinn 120 þingkonur frá 86 löndum. 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ávarpar breska þingið.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ávarpar breska þingið. Ljósmynd/Jessica Taylor

Óskað var eftir því að Áslaug Arna myndi flytja lokaávarp í breska þinginu í lok dags og ræddi hún þar um þann árangur sem Ísland hefur náð í jafnréttismálum. Þá sagði hún frá því hvernig íslenskar konur í stjórnmálum stigu fyrstar fram í #metoo byltingunni og kynnti fund kvenleiðtoga sem fram fer hér á landi 26-28. nóvember. Að lokum hvatti Áslaug Arna konurnar til að halda áfram að berjast fyrir jafnrétti í sínum heimalöndum og að hætta aldrei að hvetja aðrar konur til að skapa sér pláss, taka þátt í stjórnmálum og hafa áhrif.

120 konur frá 86 löndum sóttu þingið.
120 konur frá 86 löndum sóttu þingið. Ljósmynd/Jessica Taylor
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert