Gjöf Banksy til Jóns sögð skattskyld

Jón Gnarr þáði listaverk að gjöf frá listamanninum Banksy er ...
Jón Gnarr þáði listaverk að gjöf frá listamanninum Banksy er hann var borgarstjóri í Reykjavík. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Almennt séð er það þannig að venjulegar tækifærisgjafir, t.d. afmælisgjafir og hefðbundnar gjafir, eru skattfrjálsar þ.e.a.s. það þarf ekki að borga skatt af þeim. Allar aðrar gjafir eru skattskyldar,“ segir Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor í skattarétti við Háskóla Íslands, spurður um skattalega hlið mála á borð við það sem Fréttablaðið greindi frá í morgun í umfjöllun sinni um gjöf sem Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, þáði frá heimsfræga listamanninum Banksy.

Í viðtali við Fréttablaðið kveðst hann í borgarstjóratíð sinni hafa falast eftir verki frá listamanninum og Banksy ákveðið að gefa honum eftirprent af verki sínu með því skilyrði að það yrði hengt upp á borgarstjóraskrifstofunni í ráðhúsinu.

Verk Banksy sem áður var á borgarstjóraskrifstofunni hangir nú heima ...
Verk Banksy sem áður var á borgarstjóraskrifstofunni hangir nú heima hjá Jóni, eins og sjá má á þessari mynd sem Jón sjálfur birti á Twitter-síðu sinni.

Í vikunni birtist svo á Twitter mynd af verkinu á vegg á heimili Jóns, en hann kveðst hafa tekið við gjöfinni sem einstaklingur en ekki borgarstjóri. Enginn vafi sé á því að verkið tilheyri honum sem einstaklingi en ekki embættinu.

Hefur aldrei látið meta verðmæti verksins

Í frétt Fréttablaðsins kemur fram að miðað við stærð og sérstöðu verksins megi áætla að það sé hæglega milljóna virði miðað við sölu- og uppboðsverð á eftirprentunum víða á netinu. 

„Það er alveg ljóst að svona gjöf er ekki tækifærisgjöf; hann gefur honum þetta verk og þá er þetta skattskyld gjöf. Í lögunum er líka talað um verðlitlar gjafir og vinninga og þetta fellur ekki þar undir heldur. Það er alveg skýrt í skattalögunum að svona gjafir eru skattskyldar,“ segir Kristján Gunnar. 

Blasir þá við að þessi gjöf sé skattskyld?

„Já,“ segir Kristján Gunnar og nefnir að tekjuskattur gildi auk útsvars. „Þetta er klippt og skorið. Skattalega hliðin á þessu er ekki umdeild og honum ber auðvitað að telja þetta fram,“ segir hann, en tekjuskattur er um 37%. 

Í frétt Fréttablaðsins kemur fram að Jón hafi aldrei látið meta verkið og því er óvíst hver ætluð skattfjárhæð er í umræddu máli.

Jón Gnarr var önnum kafinn og sagðist ekki hafa tíma til að svara spurningum blaðamanns um málið í dag, þegar eftir því var leitað. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Klæddist þýfinu í seinna innbrotinu

06:14 Tilkynnt var um innbrot í tvær íbúðir í Vesturbænum á ellefta tímanum í gærkvöldi. Farið hafði verið inn í íbúðirnar, rótað þar og stolið munum. Þá bárust lögreglu einnig tilkynningar um innbrot í tvo bíla í miðbænum og virðist sami einstaklingur hafa verið að verki í bæði skipti. Meira »

Reynt að ná samkomulagi um frestun

05:30 Hluti stjórnarandstöðunnar á Alþingi er afar ósáttur við áform stjórnarflokkanna um að afgreiða samgönguáætlun fyrir jól. Hótuðu sumir þeirra málþófi þegar þeir tóku málið tvisvar upp í gær undir liðnum umræða um fundarstjórn forseta. Meira »

Mönnun nýrra hjúkrunarrýma í óvissu

05:30 Óvíst er að áform heilbrigðisráðherra um að taka í notkun 550 hjúkrunarrými til ársins 2023 nái fram að ganga sem og þau áform að taka 200 af þeim í gagnið á næstu tveimur árum. Meira »

Vegleg bókagjöf

05:30 Pétur M. Jónasson, 98 ára, prófessor emeritus við Kaupmannahafnarháskóla, og dætur hans, Margrét og Kristín, hafa fært Náttúruminjasafni Íslands einkar veglega bókagjöf. Meira »

Verður Ísland áfangastaður ársins?

05:30 Samtökin Cruise Iceland hafa verið tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna innan geira skemmtiferðaskipa. Tilnefningin er í flokknum „Besti áfangastaðurinn 2019“. Þetta er í fyrsta skipti sem Ísland er tilnefnt. Meira »

Tugir milljarða í ný hótelherbergi

05:30 Áformað er að taka um 1.500 hótelherbergi í notkun í Reykjavík á næstu tveimur árum. Það jafnast á við 15 meðalstór borgarhótel. Miðað við að hvert hótelherbergi kosti að meðaltali 35 milljónir í byggingu er þetta fjárfesting upp á tæplega 53 milljarða króna. Meira »

Benedikt freistaði Foster

05:30 „Þetta er bara búið að vera í ferli, hófst með herferð okkar eftir að Ísland tilnefndi kvikmyndina sem framlag til Óskarsverðlauna, þá sýndum við akademíumeðlimum hana og m.a. Jodie Foster. Það eru líka ákveðin persónuleg tengsl milli Jodie og fólks í mínu teymi. Þannig að Jodie kom á fyrstu sýninguna sem ég var viðstaddur og við töluðum saman þá strax.“ Meira »

Fangaði eldinguna á myndband

Í gær, 23:28 Gísla Reynissyni, ritstjóra Aflafretta.is, tókst að fanga á myndband eina af eldingunum sem laust niður á suðvesturhorninu í kvöld er hann var staddur í Grafarvogi. Myndbandið var ekki nema tveggja sekúndna langt í rauntíma en Gísli klippti það til og hægði á myndinni þannig að eldingin sæist betur. Meira »

Frumvarp um barnalífeyri samþykkt

Í gær, 22:39 Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um breytingar á lögum um almannatryggingar sem snýr að barnalífeyri var samþykkt á Alþingi í dag með 55 samhljóða atkvæðum. Meira »

Hljóðupptakan feli í sér refsivert brot

Í gær, 22:32 Hljóðupptakan sem var gerð á barnum Klaustri 20. nóvember var „njósnaaðgerð“ sem fól í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í beiðni Reimars Péturssonar fyrir hönd fjögurra þingmanna Miðflokksins þar sem farið er fram á vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna vegna upptökunnar. Meira »

Býðst til að safna fyrir Báru

Í gær, 22:31 Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, segist vera tilbúinn til að efna til söfnunar fyrir Báru Halldórsdóttur ef „svo ólíklega vildi til“ að hún yrði dæmt til að „borga eitthvað. Meira »

Vann 30 milljónir í Happdrætti HÍ

Í gær, 22:16 Einn heppinn miðaeigandi fékk þrefaldan vinning í milljónaveltu Happdrættis Háskóla Íslands og fær 30 milljónir króna í sinn hlut, en dregið var í kvöld. Meira »

Enn er beðið eftir hvalveiðaskýrslu

Í gær, 21:26 Ný skýrsla um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, sem sjávarútvegsráðherra óskaði eftir og átti að liggja fyrir í október, hefur ekki skilað sér. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Þórir Hrafnsson, í samtali við mbl.is. Meira »

Ísland aðili að samþykkt SÞ um farendur

Í gær, 20:51 Ísland var eitt þeirra um 160 ríkja sem tóku þátt í afgreiðslu samþykktar Sameinuðu þjóðanna um örugga, skipulagða og reglubundna fólksflutninga (e. Global Compact for Safe, Orderly and Regular Migration) á sérstakri ríkjaráðstefnu í Marakes í Marokkó. Meira »

Twitter í ljósum logum eftir eldingar

Í gær, 19:27 Þrumur og eldingar eru tiltölulega sjaldgæfar á Íslandi, hvað þá í desember, en Twitter-notendur láta ekki sitt eftir liggja í að tjá sig um veðrið sem nú gengur yfir Suðvesturland. Flestir sjá á þessu spaugilegar hliðar á meðan öðrum er minna skemmt. Meira »

Svefnlyf sem mótvægi við metýlfenídati

Í gær, 19:20 Íslendingar nota fimmfalt meira af amfetamínskylda efninu metylfenídati en Danir og Norðmenn. Gríðarleg aukning hefur verið í notkun svona efna. Meira »

Frumvarp um tjáningarfrelsi lagt fram

Í gær, 18:56 Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fyrir Alþingi frumvarp forsætisráðherra um breytingu á stjórnsýslulögum um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna. Meira »

Þrumur og eldingar á Suðvesturlandi

Í gær, 18:40 Vart hefur orðið við þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins nú síðdegis og samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands mælast eldingarnar nokkuð tíðar. Meira »

Fundi vegna Klaustursmáls frestað

Í gær, 18:37 Opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem átti að halda á morgun vegna ummæla þingmanna Miðflokksins um meinta sendiherrastöðu fyrir Gunnar Braga Sveinsson hefur verið frestað. Meira »