Hafi ekki áhrif á stöðu seðlabankastjóra

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að málið hafi ekki áhrif á …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að málið hafi ekki áhrif á stöðu seðlabankastjóra. mbl.is/​Hari

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að dómur Hæstaréttar í máli Samherja gegn Seðlabankanum hafi ekki áhrif á stöðu Más Guðmundssonar seðlabankastjóra. Katrín sagði þó, í viðtali við RÚV  í dag, að dómurinn væri „ekki góður“ fyrir Seðlabankann.

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur kallað eftir því að Má verði sagt upp störfum í kjölfar dómsins, en Katrín segir að málið sé ekki þannig vaxið að það hafi áhrif á stöðu seðlabankastjóra.

„Það er ekki sýnt að það sé ásetningur á bak við málið af hálfu Seðlabankans,“ sagði Katrín við fréttamann RÚV og bætti við að hún hefði rætt við formann bankaráðs Seðlabankans um málið.

Fram kom í máli Katrínar að í bankaráði yrði farið yfir málið með það að markmiði að gera úrbætur á stjórnsýslu bankans, þannig að mál sem þetta endurtaki sig ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert