Heldur upp á 109 ára afmæli sitt í dag

Jensína Andrésdóttir á góðri stundu með forseta Íslands, Guðna Th. …
Jensína Andrésdóttir á góðri stundu með forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Hún fagnar á Hrafnistu í dag 109 ára afmælisdegi. Ljósmynd/Hreinn Magnússon

Jensína Andrésdóttir heldur upp á 109 ára afmæli sitt í dag á Hrafnistu í Reykjavík en þar hefur hún dvalið í rúma tvo áratugi. Jensína er þokkalega ern og fagnar afmælinu á Hrafnistu.

Jensína fæddist í Þorskafirði í Reykhólahreppi í Austur-Barðastrandarsýslu 10. nóvember 1909 og ólst þar upp með foreldrum sínum og 14 systkinum sem öll komust á legg nema eitt.

Í viðtali við Jensínu á vef Hrafnistu fyrir nokkrum árum kom fram að hún hefði upplifað tímanna tvenna. Hún fór snemma að heiman og gerðist vinnukona við Ísafjarðardjúp í tvo vetur en hjálpaði svo systur sinni, sem átti 12 börn, með heimilishald. Jensína fluttist fljótlega til Reykjavíkur þar sem hún hefur búið síðan.

Sjá viðtal við Jensínu í heild í Morgunblaðinuí dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert