Safn og fólk í samtali

Kirkjur Íslands verða í aðalhlutverki á hátíðarsýningum sem opnaðar verða …
Kirkjur Íslands verða í aðalhlutverki á hátíðarsýningum sem opnaðar verða eftir hálfan mánuð. „Safnið í öllum sínum fjölbreytileika,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir, hér við líkan af Skálholtskirkju. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Þjóðminjasafn Íslands á að vera sýnilegt í þjóðfélaginu og endurspegla þróun og viðhorf hvers tíma,“ segir Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður. „Við viljum ná betur en verið hefur til almennings, þannig að safnið í öllum sínum fjölbreytileika verði sjálfsagður viðkomustaður þegar fjölskylduna langar til að sjá eða kynnast einhverju áhugaverðu.“

Ný ásýnd Þjóðminjasafns Íslands var opinberuð á dögunum. Kynningarefni þess einkennist nú af sterkum rauðum lit og því fylgir skýr tilvísun í þjóðminjar og menningararf. Hin nýja mörkun felur í sér fyrirsagnaletur sem er samansett úr fjórum leturgerðum sem hafa verið notaðar á Íslandi í gegnum aldirnar, svo sem í miðaldahandritun og ýmsum skrautmunum fyrri alda. Þá gildi einn aðgöngumiði sem árskort þegar greitt er fullt aðgöngugjald, kr. 2.000. Það gildir í heilt ár að öllum sýningum og viðburðum safnsins í Þjóðminjasafninu við Suðurgötu og Safnahúsinu á Hverfisgötu frá fullveldisdeginum 1. desember næstkomandi til jafnlengdar að ári.

„Við höfum stundum sagt að heimsókn á Þjóðminjasafnið sé ferðalag sem spannar 1.200 ár,“ segir Margrét. „Innlit hér einu sinni verður því aldrei nema skemmri skírn af slíkri vegferð, svo yfirgripsmiklar eru sýningarnar hér. Ástæða er til að koma aftur og aftur og til slíks viljum við hvetja með árskorti. Einnig er tilgangurinn að ná betur til landsmanna, enda er hér sögð saga þess fólks sem hér hefur búið frá landnámi.“

Sjá samtal við Margréti í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert