Heppni að ekki hafi orðið stórslys

Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir að það séu allir sammála ...
Salvör Nordal, umboðsmaður barna, segir að það séu allir sammála um mikilvægi þess að koma á laggirnar vímuefnageðdeild fyrir börn. mbl.is/Hari

„Ekki er boðlegt að börn sem glíma við fíknivanda séu vistuð í fangaklefum á Íslandi en á þessu ári hafa tvisvar verið fréttir í fjölmiðlum um slíkt,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna. Hún hefur óskað eftir því við landlækni, Ölmu Möller, að rannsakað verði hjá embættinu hvers vegna Sjúkrahúsið á Akureyri vísaði barni í geðrofi frá nú í september vegna þess að það var of veikt til þess að leggjast þar inn, eins og sagt var í fréttinni og hvort sjúkrahúsið hafi mátt vita að barnið yrði vistað í fangaklefa.

„Það er mjög mikilvægt að farið sé ofan í saumana á þessu máli og metið hvort rétt hafi verið brugðist við. Ef barn er vistað í fangaklefa, sem á auðvitað ekki að gerast, verður að vera tryggt að það sé fylgst með því allan tímann og það sé aldrei skilið eitt eftir,” segir umboðsmaður barna.

Úrræði fyrir börn lífsnauðsynlegt

Hún segir að embætti umboðsmanns barna hafi í mörg ár lagt áherslu á að börn með fjölþættan vanda fái viðeigandi úrræði og sérstök úrræði fyrir þau verði sett á laggirnar.

„Slík úrræði eru ekki til staðar en ég vona að það styttist í að þau verði að veruleika. Ég held að fólk sé almennt að gera sér grein fyrir því að það er lífsnauðsynlegt. Allir þeir sem koma að þessum málaflokki eru sammála um að það vantar vímuefnageðdeild fyrir börn. Nú er það í höndum Stuðla að taka við börnum sem glíma við alvarlegan vímuefnavanda og margvísleg önnur vandamál og líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum þá erum við heppin að þar hafi ekki orðið stórslys eða jafnvel dauðsfall í okkar höndum, þ.e. opinberra aðila. Ég tala ekki um þegar verið er að setja börn í fangaklefa því þá erum við að taka mikla áhættu,” segir Salvör en embætti umboðsmanns barna hefur í tvígang birt álit um að vistun barna í fangaklefum sé algjörlega óásættanleg ráðstöfun og ekki í samræmi við meginreglur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Í fyrra skiptið var umboðsmanni barna tjáð að afar sérstakar aðstæður hefðu valdið því að gripið hafi verið til þessa ráðs en nú þegar gripið er aftur til þessa ráðs nokkrum mánuðum síðar er ljóst að stjórnvöld verða að bregðast strax við og tryggja með öllum ráðum að ekki komi til þeirra aftur. Því miður höfum við höfum reyndar frétt af fleiri dæmum en hafa ratað í fjölmiðla svo staðan er grafalvarleg,“ segir Salvör.

„Það langvarandi úrræðaleysi sem ríkir í málefnum barna með alvarlegan fíknivanda eða barna með tví- eða fjölþættan vanda sem þurfa þjónustu frá barnaverndar og heilbrigðiskerfinu hér á landi er óviðunandi með öllu. Á meðan ekki hefur fundist varanlegt úrræði til að mæta vanda þessara barna er ljóst að grípa þarf til annarra úrræða til bráðabirgða sem koma í veg fyrir að slíkt neyðarástand skapist að barn sé sett í fangaklefa.

Stjórnvöldum er skylt að setja hagsmuni barna í forgang, sbr. meðal annars 3. gr. Barnasáttmálans, og tryggja öllum börnum þá þjónustu sem þau eiga rétt á,“ segir í áliti umboðsmanns barna frá því í síðasta mánuði.

„Nú er það í höndum Stuðla að taka við börnum ...
„Nú er það í höndum Stuðla að taka við börnum sem glíma við alvarlegan vímuefnavanda og margvísleg önnur vandamál og líkt og fram hefur komið í fjölmiðlum þá erum við heppin að þar hafi ekki orðið stórslys eða jafnvel dauðsfall í okkar höndum, þ.e. opinberra aðila.“ mbl.is/Hari

Heilbrigðisráðuneytið stóð fyrir til vinnustofu um málefni barna og ungmenna sem glíma við neysluvanda í vor en ráðuneytið boðaði til fundar þá sem helst koma að málefnum þessa hóps. 

Markmiðið með vinnustofunni var að ræða framtíðarfyrirkomulag áfengis- og vímuefnameðferðar fyrir börn og ungmenni, hvernig efla megi bráðaþjónustu við þennan hóp og tryggja samfellu í þjónustunni.

Vinnustofan stóð í heilan dag þar sem fulltrúar frá Landspítala, Barnaverndarstofu, umboðsmanni barna, Reykjavíkurborg, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Olnbogabörnum, SÁÁ, embætti landlæknis og lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu deildu þekkingu sinni og reynslu, ræddu hvað má betur fara og hvaða leiðir að bættu fyrirkomulagi séu æskilegar að þeirra mati.

Í kjölfarið hefur verið stofnaður stýrihópur með fulltrúum heilbrigðisráðherra, félags- og jafnréttismálaráðherra, Landspítala og Barnaverndarstofu til að vinna að þessum málum á grundvelli þeirra hugmynda sem rætt var um á vinnufundinum, samkvæmt upplýsingum úr velferðarráðuneytinu.

Salvör segist vonast til að niðurstaðan verði sú að tryggt verði að börn með fíknivanda njóti læknisþjónustu.

Einhver sparar en vandinn hverfur ekki

Í nýrri skýrslu sem Árni Páll Árnason, fyrr­ver­andi fé­lags- og trygg­inga­málaráðherra, vann um nor­ræna vel­ferð fyr­ir nor­rænu ráðherra­nefnd­ina er fjallað um sambandsleysið milli kerfa. Árni Páll bendir á það í viðtali við mbl.is að ef skólakerfið er tekið sem dæmi þá kostar það skólann ekkert ef einstaklingur, sem þarf á mikilli aðstoð og stuðningi að halda, dettur út úr skólakerfinu. Heldur sparar skólinn fjármagn. En kostnaðurinn hverfur ekki. Alveg eins og þegar atvinnulaus maður telst ekki lengur vinnufær og færist af atvinnuleysisbótum á örorkubætur þá sparar það atvinnuleysistryggingakerfinu bótagreiðslur en kostnaðurinn hverfur heldur ekki hér.

Salvör tekur undir þetta og segir að þar sem vandinn er mestur og fjölþættastur þá sparar einhver á því að vísa viðkomandi frá. En vandinn minnkar ekkert við það heldur eykst frekar. „Vandi viðkomandi einstaklings eykst og þyngist hjá félagsþjónustunni sem ekki er búin undir að takast á við þennan vanda. Við þurfum að finna leiðir til þess að fá þessi kerfi til að vinna saman og ég finn að flestir gera sér grein því en lausnirnar og úrræðin vantar. Eins var það samdóma álit okkar sem tókum þátt í vinnufundinum í vor að úrræðin þurfa að vera fjölbreytt því vandinn sem börn og ungmenni glíma við er mismunandi,“ segir Salvör.

Eins og staðan er í dag eru börn sem glíma við vímuefnavanda oft vistuð á Stuðlum en Salvör bendir á að Stuðlar geti ekki tekist á við þau fjölbreyttu vandamál sem börn glíma við þrátt fyrir að gera sitt besta.

„Þeir sem eru komnir í þennan vanda strax á unglingsárum hafa kannski glímt við vanda allt frá því snemma á ævinni. Vanda sem hefði þurft að bregðast við með sértækum úrræðum miklu fyrr. Það er aukin áhersla hjá stjórnvöldum á snemmtæka íhlutun, samanber mjög góða ráðstefnu félagsmálaráðherra í vor og vonandi munum við sjá breytingar á næstunni,“ segir Salvör.

mbl.is/Hari

Merki um að eitthvað ami að ef börn sækja ekki skóla

Eitt af þeim málum sem eru á borði umboðsmanns barna er skólaforðun. Í meistararitgerð Þóreyjar Guðmundsdóttur í félagsráðgjöf til starfsréttinda segir að skólaforðun er tiltölulega nýtt hugtak á Íslandi en töluvert hefur verið fjallað um brottfall á síðustu árum. 

„Skólaforðun á við þegar börn á aldrinum af einhverjum ástæðum sækja ekki skóla. Við erum í auknum mæli að beina athyglinni að skólaforðun barna á skólaskyldualdri, sem eiga að mæta í skóla. Oft eru ástæðurnar þær að barninu líður ekki vel í skólanum. Afleiðingar skólaforðunar í grunnskóla geta orðið alvarlegar án inngrips, til skamms tíma- og/eða lengri og getur verið undanfari brottfalls í framhaldsskóla ef ekki er gripið inn í,“ segir í ritgerðinni.

Salvör segir að skýrustu merkin um að eitthvað amar að hjá börnum er ef þau sækja ekki skóla af einhverjum ástæðum. „Síðan hafa komið inn á mitt borð dæmi um grunnskólabörn sem fá ekki þá þjónstu sem þau þurfa innan skólans og jafnvel vísað úr skóla og fá ekki önnur úrræði. Við vitum ekki hve mörg börn er um að ræða en er auðvitað alveg óásættanlegt að börn séu í þessari stöðu,“ segir Salvör.

Þurfum á hugarfarsbreytingu að halda

„Við leggjum áherslu á að öll börn séu í skóla og að þau fái öll sömu tækifæri og séu saman í skólanum. En þetta krefst allt annars hugarfars en áður var. Réttindasáttmáli fatlaðs fólks og barnasáttmálinn krefjast þess að öðruvísi er hugsað um börn en áður var. Börn og ungmenni sem glíma við fíkn, börn með hegðunarvanda upplifa oft sem þau eigi ekki heima í skólakerfinu með öðrum börnum og eigi jafnvel hvergi heima í kerfinu. Í stað þess umvefja þau og láta þau finna að þau skipta máli, veitum við þeim fá tækifæri og þau verða þau meira og meira utangátta. Á sama tíma fá kennarar ekki þann stuðning í starfi sem til þarf svo skólarnir geti tekist margbreytilegar aðstæður barna,“ segir Salvör og bætir við að allt samfélagið verði að taka ábyrgð og bæta stöðu barna hér á landi.

Síðan bætist við að miklar breytingar eru að verða á vímuefnaneyslu ungs fólks „Aðgengi að efnum er mun auðveldara en áður og efnin eru önnur en þau voru fyrir nokkrum árum. Fyrsta skrefið er að samfélagið staðfesti að þessi vandi er fyrir hendi og ég trúi ekki öðru en að stjórnvöld grípi til aðgerða og komi á laggirnar langtímaúrræði fyrir þennan hóp,“ segir hún.

Gríðarlegir hagsmunir séu í húfi, það kom fram á vinnustofunni í vor að það er hópur barna sem er einhvers konar hringekju þeirra á milli ólíkra úrræða innan barnaverndarkerfisins þangað til þau verða 18 ára að sögn Salvarar.

„Þá detta þau út úr barnaverndarkerfinu og verða vandi einhvers annars en við leysum ekkert með því. Við erum algjörlega að bregðast þessum börnum líkt og embætti umboðsmanns barna hefur ítrekað bent á. Rétti þeirra á að fá þjónustu við hæfi og að þörfum þeirra sé mætt,“ segir Salvör Nordal.

Í viðtali við Sunnudagsmoggann á gamlársdag kom fram í viðtali við Salvöru að eitt af því sem umboðsmaður barna hefur sett í forgrunn eru börn sem eru að leita að alþjóðlegri vernd. „Börn sem eru að leita að vernd, bæði sem eru með fjölskyldu og börn sem koma fylgdarlaus. Öll lönd glíma við að koma þeim í skóla og setja kerfin upp þannig að þau mæti réttindum barna,“ segir Salvör í viðtalinu við Sunnudagsmoggann.

Þar kemur fram í máli Salvarar að mikilvægt sé að börn fái skólavist sem fyrst og séu virk. „Hjá þessum börnum, eins og öllum öðrum börnum, skiptir hver dagur og mánuður máli. Þegar börn eru búin að vera uppflosnuð lengi er svo mikilvægt að þau komist af stað með líf sitt og að þau hafi eitthvað við að vera. Þetta er það sem allt gengur út á, að við virkjum börnin og gefum þeim tækifæri. Embættið varðar öll börn á Íslandi, þau þurfa ekki að vera íslenskir ríkisborgarar.“

Þau börn sem ekki passa inn í fyrirframgefin form eiga ...
Þau börn sem ekki passa inn í fyrirframgefin form eiga rétt á þjónustu líkt og önnur börn. mbl.is/Hari

Mikilvægt að rödd allra barna fái að heyrast

Í viðtali við mbl.is nú segir Salvör að embætti umboðsmanns barna hafi mikinn áhuga á að fylgja í fótspor systurstofnana annars staðar á Norðurlöndunum og koma upp sérfræðihópum barna. Við erum með ráðgjafarhóp barna en við myndum vilja setja á fót sérfræðihópa til að átta okkur betur á stöðu tiltekinna hópa. Núna erum við til dæmis að leita að börnum í sérfræðihóp fatlaðra barna.

„Það er svo mikilvægt að gefa þessum börnum rödd og koma sjónarmiðum þeirra á framfæri. Fötluð börn oft í veikri stöðu í samfélaginu, eins börn sem er í félagslegum og vímuvanda og börn af erlendum uppruna.

Við vitum að börn af erlendum uppruna fara síður í framhaldsskóla og eru líklegri til að hætta námi en börn af íslenskum uppruna og þetta er mikið áhyggjuefni,“ segir hún.

En það eru ýmis önnur verkefni á borði umboðsmanns barna. Að sögn Salvarar er beðið eftir svari frá menntamálaráðuneytinu um túlkun á fræðsluskyldunni – hvað í henni felist og hvernig eigi að styðja við bakið á börnum sem eiga erfitt með að fóta sig í framhaldsskólanum af einhverjum ástæðum. Ungmennum sem finna ekki sína fjöl innan veggja skólans. „Okkur ber að styðja þau í stað þess að missa þau úr skólanum. Sumir skólar virðast gera meira en aðrir til þess að styðja þau en það virðist vera dálítið á reiki hvað raunverulega felist í fræðsluskyldunni sem var fest í lög fyrir áratug,“ segir Salvör.

Skólakerfið ekki greypt í stein

„Við búum í breyttu samfélagi og það krefst breyttra viðhorfa gagnvart þeim hópum sem standa höllum fæti. Við þurfum að vera tilbúin til þess að gera breytingar og skólakerfið verður að laga sig að breyttu þjóðfélagi. Hlutverk skólans er breytt frá því sem áður var og börn sem nú eru að alast upp búa við allt aðrar aðstæður en var fyrir nokkrum áratugum. Við megum ekki gleyma því að skólakerfið er ekkert sem er greypt í stein og það er ekkert endilega búin að finna bestu lausnina á því hvernig skólinn á að vera uppbyggður.

Skólarnir eiga líka að hafa ákveðið svigrúm og sveigjanleika til þess að gera hlutina hver sem sínum hætti. Mikilvægast er að við hættum að horfa á þá sem passa ekki alveg inn í þau form eða kerfi sem við höfum búið til sem einhver frávik og vandinn liggi hjá þeim frekar en kerfunum okkar. Við vitum hvar skóinn kreppir og við verðum að finna aðrar leiðir. Í okkar smáa samfélagi ættum við að geta fundið slíkar leiðir, því ef við getum ekki látið þessi litlu kerfi okkar vinna saman þá geta stærri þjóðir það ekki. Að láta kerfin okkar tala og vinna saman; hvort sem það er skólakerfið, félags- eða heilbrigðiskerfið. Okkur ber skylda til þess,“ segir Salvör Nordal, umboðsmaður barna.

mbl.is

Innlent »

Skipið náðist ekki á flot

Í gær, 22:00 Tilraun til þess að ná hollenska flutningaskipinu Amber á flot á flóðinu í kvöld heppnuðust ekki en skipið tók niðri á sandrifi í innsiglingunni til Hafnar í Hornafirði í morgun. Meira »

Hyggst sitja áfram í velferðarnefnd

Í gær, 21:07 Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, hyggst sitja áfram í velferðarnefnd Alþingis sérfræðingar sem starfa við rannsóknarsetur Háskóla Íslands í fötlunarfræðum hafa lýst því yfir að þeir ætli ekki að vinna með nefndinni á meðan Anna Kolbrún á þar sæti. Meira »

„Maður er að gera eitthvað af sér“

Í gær, 19:20 „Maður er að gera eitthvað af sér,“ segir Helga Kolbrún Magnúsdóttir um íþróttina axarkast sem hún stundar af miklum móð. „Innri víkingur“ fólks brjótist fram þegar öxum er hent þéttingsfast í tréfleka svo hún festist. Stefnan hefur verið sett á að setja á fót deildarkeppni í axarkasti hérlendis. Meira »

Heiðra minningu Stefáns Karls

Í gær, 19:10 Á jólatónleikum Björgvins Halldórssonar í fyrra sungu þeir Stefán Karl saman lagið „Aleinn um jólin.” Lagið hefur nú verið gefið út og munu allar tekjur af laginu renna til barna Stefáns Karls. Máni Svavarsson, höfundur lagsins og Björgvin Halldórsson rifjuðu upp söguna á bak við lagið. Meira »

Hljóp 115 kílómetra á innan við sólarhring

Í gær, 18:40 „Þetta kennir manni hvað maður getur náð langt, hvað líkaminn er magnað fyrirbæri,“ segir Sigurjón sem hafnaði í þriðja sæti og varð jafnframt efsti Íslendingurinn í hindrunarhlaupinu Iceland Spartan Ultra World Championship, sem lauk í dag í Hveragerði. Meira »

Tóku ekki þátt í tali þingmannanna

Í gær, 18:04 „Það er ekki í frásögu færandi að kollegar fara á bar til að spjalla um daginn og veginn og hitta þar fyrir aðra kollega. Á Klaustri heilsaði ég líka öðrum sem ég þekki - eins og maður gerir,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í Reykjavík í kjölfar fullyrðingar vefsins Viljinn.is um að stjórnmálamennirnir sem hist hafi á barnum Klaustri í síðasta mánuði hafi ekki verið sex heldur átta. Meira »

Slösuð kona sótt í Reykjadal

Í gær, 17:31 Hjálparsveit skáta í Hveragerði var í dag kölluð út vegna konu sem tilkynnt var um að hefði slasast í Reykjadal ofan Hveragerðis. Meira »

Varað við kröftugum vindhviðum

Í gær, 15:40 Varasöm akstursskilyrði munu skapast sunnan- og vestanlands síðdegis á morgun samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni, en þá gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm og jafnvel staðbundið rok með rigningu á láglendi en sjókomu á heiðum og fjallvegum. Meira »

Bílvelta við Hof á Akureyri

Í gær, 15:34 Bifreið valt á Glerárgötu við menningarhúsið Hof á Akureyri nú rétt fyrir kl. 15 í dag. Ekki er vitað hversu margir voru í bílnum en samkvæmt heimildum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra urðu engin meiðsli á fólki. Meira »

Ófært á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði

Í gær, 14:43 Ófært er á Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði á Vestfjörðum samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en annars hálka á flestum fjallvegum í landshlutanum og hálkublettir víða á láglendi. Meira »

Seldi aflaheimildir án vitneskju eigandans

Í gær, 13:58 Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Sigurð Frey Árnason, löggiltan skipasala og eiganda skipasölunnar S. Á. Firma ehf., til að sæta fangelsi í átján mánuði fyrir fjárdrátt. Hefur Sigurður verið fundinn sekur um að hafa dregið sér krókaaflahlutdeild í þorski og selt án heimildar fyrir 27.123.346 krónur, að meðtöldum sölulaunum og færslugjaldi. Meira »

Ljúf stemning í Heiðmörk

Í gær, 12:02 Það er ljúf jólastemning í skógræktinni í Heiðmörk nú um helgina á hinum sívinsæla jólamarkaði.   Meira »

Fjölbreytni skilar betri vinnustað

Í gær, 11:45 Á annað hundrað einstaklingar hafa fengið vinnu í gegnum starfsendurhæfingu fyrir fólk með geðrofssjúkdóma á síðustu árum. Hlynur Jónasson, atvinnuráðgjafi í IPS samstarfsverkefni VIRK og Laugaráss meðferðargeðdeildar, segir mikilvægt í rekstri allra fyrirtækja að horfa til fjölbreytni starfsfólks. Meira »

117% nýting sjúkrarúma

Í gær, 11:41 „Enn þyngist róðurinn hjá okkur á spítalanum,“ skrifar Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, í pistli á vef sjúkrahússins. Hann segir að í nýliðinni viku hafi rúmanýtingin náð 117% á bráðalegudeildum en á hefðbundnum bráðasjúkrahúsum sé gert ráð fyrir að hún sé um 85%. Meira »

Flutningaskip strand á sandrifi

Í gær, 10:41 Hollenskt flutningaskip strandaði á litlu sandrifi í Hornafjarðarhöfn um áttaleytið í morgun. Ólíklegt er að skipið hafi skemmst og vonast er til þess að það losni af strandstað á næsta flóði í kvöld. Meira »

Hvernig munu spilin leggjast?

Í gær, 08:53 Eftir storminn í íslenskri pólitík undanfarna viku vegna Klausturmálsins ætla þau Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra Samfylkingarinnar, og Friðjón R. Friðjónsson, almannatengill hjá KOM, að fara yfir pólitíska landslagið og framhaldið á þingi. Þau verða gestir á Þingvöllum klukkan 10 á K100. Meira »

„Alls engin“ viðbrögð við neyðarkalli

Í gær, 08:44 Aðeins sautján manns eru nú með vetursetu í Árneshreppi. Sex íbúar hafa flutt frá þessu fámennasta sveitarfélagi landsins síðustu mánuði. Oddvitinn hefur nú sent ráðamönnum enn eitt bréfið um úrbætur en sem fyrr hafa viðbrögðin látið á sér standa. Meira »

Veðurstofan spáir stormi

Í gær, 08:05 Veðurstofan varar við því að á morgun muni ganga á með hvassviðri og stormi síðdegis. Rigning verður á láglendi en snjókoma á heiðum. Meira »

Ráðist á dyravörð

Í gær, 07:57 Fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fylltust í nótt. Þegar þær í Reykjavík voru orðnar fullar var byrjað að vista fólk, sem handtekið var vegna ýmissa meintra brota, í Hafnarfirði. Meira »