„Hlýtur að vera eign borgarinnar“

Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður.
Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ef Banksy sendi verkið á skrifstofu borgarstjóra og óskaði eftir því að það væri geymt á skrisfstofu borgarstjóra þá hlýtur verkið að vera eign borgarinnar en ekki Jóns Gnarr og honum ber að skila því.“

Þetta segir Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sinni vegna verks eftir listamaðurinn Banksy sem hann gaf Jóni í tíð hans sem borgarstjóri Reykjavíkur.

Jón segir að hann hafi fengið verkið sem persónulega gjöf en ekki vegna embættis síns. Banksy hafi þó sett það sem skilyrði fyrir gjöfinni að það yrði hengt upp á skrifstofu borgarstjóra í ráðhúsinu. Verkið hangir nú heima hjá Jóni.

Skattalögfræðingur sagði í samtali við mbl.is í gær að ef verkið væri persónuleg gjöf bæri Jóni að greiða af því skatta.

„Ef hinsvegar listaverkið var í raun og veru gjöf Banksy til Jóns persónulega og óháð því í hvaða embætti hann var, þá ber Jóni Gnarr að greiða tekjuskatt og útsvar af gjöfinni en það hefur hann ekki gert. Listaverk eftir Banksy eru mjög dýr og þetta gæti verið margra milljóna virði. Skattskuld Jóns gæti því numið milljónum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert