Segir Banksy-verkið „bara plaggat“

Jón segir það byggt á þvaðri að Banksy-verkið sé rosa ...
Jón segir það byggt á þvaðri að Banksy-verkið sé rosa mikils virði. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, blæs á allar tilgátur um að Banksy-verk hans sé margra milljóna króna virði og segir það vera ekkert annað en „bara plaggat“. Þetta kemur fram í fésbókarfærslu sem hann birti í dag þar sem hann segir m.a.: „Blaðamaður, eða bara einhver, virðist gefa sér það að þetta verk sé rosa mikils virði. Það er ekki byggt með neinum haldbærum rökum, bara þvaðri.“

Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu og leiddi að því líkur að verkið væri „hæglega milljónavirði“ en um er að ræða eftirprentun af verki listamannsins.

„Væri ekkert annað en spilltur bjáni“

Hann segir fjölda fólks hafa haft á málinu skoðun og haft samband við sig vegna þess og segir: „Ef ég bæri heim til mín verðmætt listaverk eftir alþjóðlegan listamann, verk sem ég hefði eignast þegar ég var borgarstjóri, sleppt því að telja það fram til bæði hagsmunaskráningar og skatts, hengt það upp í stofunni hjá mér og sýnt það reglulega á myndum og þar með gleymt að hylma yfir þessu mikla undanskoti og spillingarbragði, þá væri ég ekkert annað en spilltur bjáni. Og þá væri ég líka með eitthvað meira en lítið skerta dómgreind.“ 

Jón gagnrýnir umfjöllun mbl.is um málið og álit Kristjáns Gunnars Valdimarssonar, lektors í skattarétti við Háskóla Íslands þegar hann segir: „Ég hélt í fyrstu að þetta væru nú bara einhverjir vitleysingar sem væru að pæla í þessu en sá núna að jafnvel menn eins og Pawel Bartoszek eru að snupra mig fyrir þetta og allskonar fólk sem hefur á þessu miklar skoðanir. Mogginn gengur svo langt að draga fram sérfræðing í skattarétti, sem virðist ýja að því að þetta sé jafnvel eitthvað skattalagabrot.“

Þá bætir hann síðar í færslunni við að verkið hafi fyrst og fremst haft tilfinningalegt gildi fyrir sig og spyr hver ætti að meta verðgildi svona verks. „Ef ritstjóri Morgunblaðsins myndi bjóða 10 milljónir í það yrði það þá þar með verðmætið? Eða ætti ég að skrifa Banksy og spyrja hann hvað honum finndist að þetta ætti að kosta?“

Færslu Jóns í heild sinni má lesa hér að neðan:

„Nokkuð hefur verið fjallað um Banksy verkið sem ég á. Blaðamaður vísis hafði samband við mig í fyrradag og ég ræddi lauslega við hann. Seinni partinn í gær hringdi svo í mig blaðamaður á Mogganum. Síminn minn var bilaður og við heyrðum illa í hvor öðrum og ég sagði honum að ég væri bara að undirbúa sýningu í Hörpu um kvöldið, gæti ekki pælt í þessu en honum væri velkomið að tala við mig í dag.

Það hefur enginn hringt í mig en það eru búnar að birtast nokkrar fréttir um þetta og jafnvel einhverjir sem telja að þeir séu hugsanlega að stinga á einhverju spillingarkýli og þetta sé eitthvað rosa dýrt listaverk.

Einhverjar umræður hafa sprottið upp á samfélagsmiðlunum og einkennilegasta fólk stigið fram með skoðanir á þessu máli. Það er verið að spyrja mig á facebook hvort ég ætli að skila verkinu. Ég hélt í fyrstu að þetta væru nú bara einhverjir vitleysingar sem væru að pæla í þessu en sá núna að jafnvel menn eins og Pawel Bartoszek eru að snupra mig fyrir þetta og allskonar fólk sem hefur á þessu miklar skoðanir.

Mogginn gengur svo langt að draga fram sérfræðing í skattarétti, sem virðist ýja að því að þetta sé jafnvel eitthvað skattalagabrot. Blaðamaður, eða bara einhver, virðist gefa sér það að þetta verk sé rosa mikils virði. Það er ekki byggt með neinum haldbærum rökum, bara þvaðri.

Ef ég bæri heim til mín verðmætt listaverk eftir alþjóðlegan listamann, verk sem ég hefði eignast þegar ég var borgarstjóri, sleppt því að telja það fram til bæði hagsmunaskráningar og skatts, hengt það upp í stofunni hjá mér og sýnt það reglulega á myndum og þar með gleymt að hylma yfir þessu mikla undanskoti og spillingarbragði, þá væri ég ekkert annað en spilltur bjáni. Og þá væri ég líka með eitthvað meira en lítið skerta dómgreind.

Hvorki LISTASAFN REYKJAVÍKUR REYKJAVIK ART MUSEUM eða Reykjavíkurborg hefur gert neina kröfu um að fá þetta verk til sín

Þetta er ekki orginal verk eftir Banksy heldur eftirprentun. Hún er ekki einu sinni merkt listamanninum. Þetta er í rauninni bara plaggat. Ég borgaði ekkert fyrir það nema einhvern 50.000 kall fyrir að setja það á álplötu. 

Það er hægt að kaupa svona á netinu fyrir smápeninga.

Ég hef aldrei litið svo á að þetta verk væri virði einhverra peninga. Það hefur einhvers konar táknrænt gildi hugsanlega, jafnvel sögulegt. En fyrst og fremst hefur það tilfinningalegt gildi fyrir mér.

Ef það ætti að meta verðgildi svona verks hver ætti að gera það? Ef ritstjóri Morgunblaðsins myndi bjóða 10 milljónir í það yrði það þá þar með verðmætið? Eða ætti ég að skrifa Banksy og spyrja hann hvað honum finndist að þetta ætti að kosta? Hefur þessi umfjöllun um verkið hugsanlega aukið verðgildi þess og gert það að umdeildu verki? Þetta er bara bull.

Ég get alveg fallist á það að verkið sé sögulega og pólitískt mikilvægt og ætti jafnvel að hanga í Ráðhúsi Reykjavíkur en ég efast um að Banksy myndi leyfa það.

Ég vil taka það fram að ég er enginn listfræðingur. Ég hef ekkert vit á því hvernig listaverk eru metin en þetta er það sem mér finnst og hefur alltaf fundist. Þetta er bara plaggat sem ég fékk kurteysislegt leyfi frá listamanninum sem gerði það bara af því að ég ber svo mikla virðingu fyrir honum. En þetta er samt bara plaggat“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þorskurinn fullur af loðnu

05:30 Þorskur sem Akurey AK, togari HB Granda, veiddi í Víkurálnum var stór og góður og fullur af loðnu, að sögn Eiríks Jónssonar skipstjóra. Það þótti honum vita á gott, að því er fram kom í frétt útgerðarinnar. Meira »

Ræktun lyfjahamps fær dræmar viðtökur

05:30 Þingsályktunartillaga Pírata um notkun og ræktun lyfjahamps hefur hlotið neikvæð viðbrögð allra sem sent hafa Alþingi umsögn um hana. Meira »

Vindur fyrir tvo milljarða

05:30 Íslenska sjávarútvegstæknifyrirtækið Naust Marine hefur gengið frá samningi um framleiðslu vindubúnaðar fyrir sex nýja rússneska togara. Um er að ræða langstærsta verkefni fyrirtækisins til þessa og hljóðar samningurinn upp á um tvo milljarða króna. Meira »

Fá að ávísa getnaðarvarnarlyfjum

05:30 Hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum, sem hafa sérstakt leyfi landlæknis og starfa þar sem heilsugæslu-, kvenlækninga- eða fæðingarþjónusta er veitt, verður heimilt að ávísa hormónatengdum getnaðarvarnarlyfjum. Meira »

Fylgjast með fótspori ferðamannsins

Í gær, 22:00 Í ágúst árið 2010 voru um 30.000 ferðamenn staddir á Íslandi samstundis. Á sama tíma árið 2017 voru þeir orðnir 90.000. Út er komin ný skýrsla um vísa til þess að meta fótspor ferðamanna hér á landi. Meira »

Sara Nassim tilnefnd til Grammy-verðlauna

Í gær, 21:45 Þrítug íslensk kona, Sara Nassim Valadbeygi, er tilnefnd til Grammy-verðlaunanna sem framleiðandi tónlistarmyndbands söngkonunnar Tierra Whack, Mumbo Jumbo. Fjögur önnur myndbönd eru tilnefnd í sama flokki og Mumbo Jumbo. Grammy-verðlaunin verða afhent í Los Angeles 10. febrúar. Meira »

7 tilnefndir til Íslensku þýðingaverðlaunanna

Í gær, 21:33 Sex þýðingar og sjö þýðendur eru tilnefndar til Íslensku þýðingaverðlaunanna þetta árið. Verðlaunin, sem eru veitt fyrir vandaða þýðingu á fagurbókmenntaverki, hafa verið veitt árlega frá 2005 en til þeirra var stofnað til að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskra bókmennta. Meira »

Kaupendur vændis virðast ansi víða

Í gær, 21:23 „Þetta er ekki einstakt mál, það er mikilvægt að það komi fram,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, um mál fatlaðrar konu sem talið er að um 50 karlmenn hafi keypt vændi af. Meira »

Brotist inn í hús í Borgarnesi

Í gær, 20:34 Lögreglan á Vesturlandi biður fólk að vera á varðbergi gagnvart mannaferðum eftir að brotist var inn í íbúðarhús í Borgarnesinu á áttunda tímanum í kvöld og m.a. stolið þaðan skartgripum. Meira »

Enginn forgangur fyrir Árneshrepp

Í gær, 20:30 Að fresta vegaframkvæmdum um Veiðileysuháls enn einu sinni yrði ákvörðun um að leggja Árneshrepp í eyði, segir í umsögn um tillögu að samgönguáætlun. Þingmenn kjördæmisins segjast tala máli hreppsins en hafi engan sérstakan forgang fengið. Meira »

Stærsta hlutverk Íslendings

Í gær, 20:20 Leikkonan Hera Hilmarsdóttir fer með aðalhlutverk í nýrri stórmynd Peter Jackson, Mortal Engines. Í gær var haldin sérstök Nexus-forsýning þar sem Hera mætti og tók við fyrirspurnum í lok sýningarinnar. Ragnar Eyþórsson, kvikmynda- og sjónvarpsrýnir síðdegisþáttar K100, var á staðnum. Meira »

Ísland færist ofar á lista yfir veiðar

Í gær, 20:00 Ísland er í 17. sæti á meðal stærstu fiskveiðiþjóða heims, með um 1,3% hlutdeild þess aflamagns sem veitt er á heimsvísu, og sú þriðja stærsta þegar litið er til ríkja Evrópu. Meira »

„Þetta gæti verið svo miklu verra“

Í gær, 19:42 „Við höfum ekki ástæðu til að ætla að samdráttur í ferðamennsku verði eitthvað í líkingu við það sem samdrátturinn hjá WOW verður á næsta ári. Að þetta muni þýða færri sæti fyrir ferðamenn á leið til Íslands. Auðvitað getur það verið en það er ekkert sem segir að þannig verði það.“ Meira »

Leggst gegn sölu Lækningaminjasafns

Í gær, 19:20 Samfylkingin á Seltjarnarnesi leggst gegn því að Lækningaminjasafnið verði selt til þriðja aðila. „Húsið hefur alla burði til þess að verða stolt og prýði bæjarins,“ segir í bókun flokksins um húsið, sem bærinn auglýsti til sölu í síðustu viku. Meira »

Skógarmítill, kvef og kynlíf

Í gær, 18:30 Vefurinn heilsuvera.is er samstarfsverkefni Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og Embættis landlæknis. Vefnum er ætlað að koma á framfæri til almennings áreiðanlegum upplýsingum um heilsu, þroska og áhrifaþætti heilbrigðis, ásamt því að opna aðgengi einstaklinga inn á eigin sjúkraskrá. Meira »

Vill snúa vörn í sókn fyrir íslenskuna

Í gær, 18:13 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur mælt fyrir þingsályktunartillögu um að efla íslensku sem opinbert mál á Íslandi. Í tillögunni er lagt til að Alþingi álykti „um mikilvægi íslenskrar tungu og nauðsyn þess að tryggja að tungumálið verði áfram notað á öllum sviðum íslensks samfélags“. Meira »

Embættisskylda að senda málið áfram

Í gær, 18:00 Már Guðmundsson seðlabankastjóri segist hafa rætt við Þorstein Má Baldvinsson, forstjóra Samherja, í síma sumarið 2012 og þá hafi talið borist að því að svokallað Samherjamál yrði sett í sáttaferli. Það hefði þá falið í sér einhverjar breytingar á fyrirkomulagi og verklagi hjá Samherja. Meira »

Siðareglurnar nái varla yfir mál Ágústs

Í gær, 17:40 „Þessi mál eru að mörgu leyti ólík þó að bæði séu alvarleg. Ég held að siðareglur þingsins nái varla yfir hans mál,“ segir Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, aðspurður hvort hann telji mál Ágústs Ólafs Ágústssonar þess eðlis að siðanefnd Alþingis ætti að taka það fyrir. Meira »

Hlaut 18 mánaða dóm fyrir nauðgun

Í gær, 17:21 Karlmaður var dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag fyrir nauðgun sem átti sér stað í maí í fyrra, er hann var 17 ára gamall. Stúlkan sem hann braut gegn var þá ólögráða og hafði farið með frænku sinni, kærasta hennar og ákærða í skemmtiferð austur í sveitir. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útl - - ENSKA f. fullorðna - DANSKA- NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA: I, II, III, IV, V, VI: 2019:SPRINGTERM / VO...
BÓKHALD
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Lincoln Capri Landau árg. 1957
Bíllinn er lítið ekinn og aðeins tveir eigendur frá upphafi í USA og einn hér he...