Árbæjarskóli vann Skrekk

Nemendur í Árbæjarskóla hampa bikarnum.
Nemendur í Árbæjarskóla hampa bikarnum. mbl.is/​Hari

Árbæjarskóli bar sigur úr býtum í Skrekki, hæfileikakeppni grunnskólanna í Reykjavík, en úrslitin fóru fram í Borgarleikhúsinu í kvöld. Í öðru sæti lenti Langholtsskóli og í því þriðja varð Seljaskóli.

Boðskapur atriðis Árbæjarskóla var samvinna. 

Þetta er annað árið í röð sem Árbæjarskóli vinnur Skrekk en úrslitin voru sýnd í beinni útsendingu á RÚV. Þetta er einnig annað árið í röð sem nemendur í Langholtsskóla lenda í öðru sæti. 

Um 200 nemendur frá átta skólum tóku þátt í úrslitunum í kvöld. 

Öll atriðin í Skrekki eru frum­sam­in og flutt af ung­ling­um í skól­un­um. Jafn­framt sinna þau öll­um helstu verk­um við upp­færsl­una til að mynda gerð sviðsmynd­ar, sminki, hár­greiðslu, lýs­ingu og hljóðvinnslu.

mbl.is/​Hari
Nemendur Árbæjarskóla fagna sigrinum í kvöld.
Nemendur Árbæjarskóla fagna sigrinum í kvöld. mbl.is/​Hari
mbl.is/​Hari
Stemningin var gríðarleg í Borgarleikhúsinu í kvöld.
Stemningin var gríðarleg í Borgarleikhúsinu í kvöld. mbl.is/​Hari
mbl.is/Hari
mbl.is/Hari
mbl.is/Hari
mbl.is/Hari
mbl.is/Hari
mbl.is/Hari
mbl.is/Hari
mbl.is/Hari
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert