Banaslys á Borgarfjarðarbraut

mbl.is

Ökumaður bifreiðar sem valt á Borgarfjarðarbraut í gærkvöldi rétt norðan við Flókadalsá var úrskurðaður látinn skömmu eftir komu á slysadeild. 

Lögreglan á Vesturlandi greinir frá þessu í tilkynningu. Hún segir enn fremur, að tildrög slyss og orsakir liggi ekki fyrir og áfram sé unnið að rannsókn málsins.

Slysið varð á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Beita varð klippum til að ná ökumanninum, sem var einn á ferð, úr bifreiðinni.