Bensínverð lækkaði um þrjár krónur um helgina

Lægra lítraverð er í sjálfsafgreiðslu hjá Orkunni.
Lægra lítraverð er í sjálfsafgreiðslu hjá Orkunni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Bensíntunnan fór undir 70 dali á heimsmörkuðum í síðustu viku. Þar með hafði orðið 20% lækkun á henni frá hæsta punkti í október. Íslensk olíufélög brugðust við þessu um helgina og lækkuðu bensínverðið um þrjár krónur.

Nú kostar lítri af 95 oktana bensíni hjá Orkunni (Skeljungi) 228,70 kr., hjá Atlantsolíu 228,80 kr. og hjá N1 232,30 krónur. N1 lækkaði dísilolíuverðið þá um tvær krónur, það er víðast hvar um þremur krónum lægra en á 95 oktana bensíni.

Það er spurning hvort verðið lækki áfram á næstu dögum, sökum mikillar lækkunar á heimsmarkaðsverði. „Það er líklegt. Þetta er fljótt að breytast og sterkur dollari étur upp mikið af lækkuninni,“ segir Már Erlingsson hjá Orkunni í umfjöllun um bensínverðið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert