„Ekki frá eftir þennan fund“

Frá Egilsstaðaflugvelli.
Frá Egilsstaðaflugvelli. mbl.is/Sigurður Bogi

„Í mínum huga er málið ekki frá eftir þennan fund,“ segir Bergþór Ólason, formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um fund um Samgöngustofu og áfangaskýrslu starfshóps um starfshætti hennar.

Nefndin kallaði Sigurð Inga Jóhannsson samgönguráðherra á sinn fund síðast liðinn fimmtudag til að svara spurningum nefndarmanna um Samgöngustofu og áfangaskýrslu starfshóps um starfshætti hennar. Fjallað hefur verið um skýrslu starfshópsins í Morgunblaðinu að undanförnu en í henni er sett fram alvarleg gagnrýni á innri starfsemi Samgöngustofu og tillögur að úrbótum.

„Það varð strax ljóst að nokkur munur var á skilningi nefndarmanna og ráðherra á því með hvaða hætti rétt væri að nálgast efni skýrslunnar. Ráðherrann telur að þarna sé um að ræða pólitískt plagg sem var unnið fyrir þann ráðherra sem gegndi embættinu á undan honum, en margir nefndarmanna eru þeirrar skoðunar að fjölmargar athugasemdir sem settar voru fram í stöðuskýrslunni séu þess eðlis að í þeim sé lítil pólitík, heldur augljósar athugasemdir vegna stjórnsýslu stofnunarinnar,“ segir Bergþór í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert