„Fjallið á það sem fjallið tekur“

Rúnar Guðbjartsson, faðir Kristins Rúnarssonar sem fórst á Pumori í ...
Rúnar Guðbjartsson, faðir Kristins Rúnarssonar sem fórst á Pumori í Nepal 1988. mbl.is/Kristinn Magnússon

Félagarnir og æskuvinirnir Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson höfðu klifið flesta tinda Íslands áður en þeir eltu fjallgöngudrauminn út í heim. Þeir klifu meðal annars hæsta fjall Suður-Ameríku og nokkur fjöll í Norður-Ameríku áður en leiðin lá til Nepal árið 1988, en þaðan sneru þeir ekki aftur.

„Þetta var algjörlega þeirra líf og yndi,“ segir Rúnar Guðbjartsson, faðir Kristins. Fljótlega upp úr fermingu báðu þeir um leyfi til að fara á Esjuna. „Ég gerði það að skilyrði að þeir yrðu að fara á námskeið hjá skátunum og læra á áttavita áður en þeir færu í fjöllin. Þeim fannst það ekkert vitlaust og þeir gerðu það.“

Þannig hófst ævintýri þeirra félaga, en bandarískur fjallgöngumaður gekk fram á lík þeirra í fjallinu í Nepal á dögunum, 30 árum eftir að þeir týndust.

Kristinn og Þorsteinn hófu að ganga á fjöll rétt eftir ...
Kristinn og Þorsteinn hófu að ganga á fjöll rétt eftir fermingu. Ljósmynd/Úr einkasafni

Rúnar minnist þess þegar hann fékk fyrst fregnir af því að Kristinn og Þorsteinn væru týndir. „Þetta var alveg hræðilegt. Ég man að ég var að keyra Miklubrautina og mætti elsta syni mínum. Hann veifaði öllum öngum og ég hugsaði „hvað er að drengnum?“ og stoppaði við Lönguhlíð. Hann sneri við og sagði mér að hann hafi fengið þær fréttir frá Alpaklúbbnum að þeir væru týndir.“

„Það er ekki hægt að lýsa þessu. Þetta var alveg svakalega sárt,“ segir Rúnar. Íslendingar hefðu verið staddir í Nepal sem hefði auðveldað samskiptin og að allt mögulegt hafi verið gert til þess að leita að vinunum. Þyrla hafi verið send í leit, en hún ekki komist nægilega hátt og þeir Þorstein og Kristinn fundust ekki. Þá var fjallgönguhópur sem átti leið á topp Pu Mori verið beðinn að svipast um eftir þeim, en allt kom fyrir ekki.

Allir boðnir og búnir til þess að hjálpa

Vegna þess að líkamsleifar þeirra fundust ekki voru einnig uppi kenningar um að þeir hefðu villst og jafnvel endað í Kína. Rúnar hafði samband við sendiherra Íslands í Kína og þaðan voru sendir leitarflokkar.

„Það voru allir boðnir og búnir til þess að hjálpa. Ég man að samstarfsfólk mitt hjá Flugleiðum safnaði pening fyrir okkur og barnsmóður Kristins og það var risaupphæð sem safnaðist,“ segir Rúnar. Það hafi verið lán í óláni að kærasta Kristins hafi verið ófrísk þegar hann fórst.

„Fimm mánuðum eftir að hann er yfirlýstur látinn þá fáum við hann aftur,“ segir Rúnar og á við son Kristins sem kom í heiminn árið eftir. „Hann var lifandi eftirmynd af pabba sínum. Það er ekki hægt að lýsa því hvað það var mikið smyrsl á sárin og gerði þetta miklu auðveldara,“ segir Rúnar, en sonur Kristins var skírður eftir þeim Þorsteini: Kristinn Steinar.

Ljósmynd af Kristni er í miklum mætum hjá Rúnari.
Ljósmynd af Kristni er í miklum mætum hjá Rúnari. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nokkrum vikum eftir að Kristinn og Þorsteinn týndust barst Rúnari símtal frá þáverandi forstjóra Landsímans sem hafði verið á ráðstefnu í Japan. „Á leiðinni til Japan hafði hann verið í stórri þotu og þegar hann var að fylla út passann sinn sá það maður sem sat við hliðina á honum, að hann væri Íslendingur. Hann sagði þetta skrýtið enda nýbúinn að hitta tvo Íslendinga þegar hann gekk á Pu Mori,“ útskýrir Rúnar.

Staðfesti með bréfi að þeir hefði komist á toppinn

Maðurinn, sem var úr Eyjaálfu, hafði verið með hóp á leiðinni niður fjallið þegar þeir mættu þeim Kristni og Þorsteini á leiðinni upp. Að sögn Rúnars var augljóst að maðurinn hafði ekki vitað af örlögum þeirra og varð hann upprifinn við fregnirnar og sagði hópinn hafa dáðst að þeirri aðferð sem tvímenningarnir notuðu á leiðinni upp. Þeir hafi verið í sjónlínu við hópinn allan tímann og þegar Þorsteinn og Kristinn hafi horfið þeim sjónum hafi verið örstutt eftir á toppinn.

„Hann heimtaði að fá að skrifa bréf til okkar hérna heima, þar sem hann kvittaði fyrir og staðfesti að þeir hefðu náð toppnum. Forstjóri Landsímans kom með bréfið til okkar,“ segir Rúnar. Að ná toppnum hafi verið draumur þeirra, en upphaflega var talið að þeir hefðu farist á leiðinni upp og því ekki náð markmiði sínu.

Rúnar segir ótrúlegt hvernig eins konar ástarsamband geti myndast á milli fjallgöngufólks og fjalla, en í síðasta póstkortinu sem Kristinn sendi heim sagði hann föður sínum að þeir væru komnir á stað þar sem þeir sæju topp Pu Mori, „fjallsins þeirra“.

Þorsteinn Guðjónsson og Kristinn Rúnarsson voru í hópi reyndustu fjallamanna ...
Þorsteinn Guðjónsson og Kristinn Rúnarsson voru í hópi reyndustu fjallamanna landsins á þessum tíma, þrátt fyrir ungan aldur. Forsíða Morgunblaðsins 26. október 1988

Að sögn Rúnars tók það fjölskylduna langan tíma að sætta sig við örlög Kristins en að æðruleysið hafi hjálpað mikið til. „Ég gleymi því aldrei þegar ég hitti góðan vin minn eftir þetta, þegar allir voru að votta mér samúð sína. Hann segir við mig að það hljóti að vera hræðilegt að missa son svona á besta aldri. „Já,“ sagði ég, „það er hræðilegt, en sjáðu til vinur, það deyr ungt fólk á hverri sekúndu einhvers staðar í heiminum. Hvernig get ég ætlast til þess að ég sé alltaf stikkfrí?“ Þetta kom alveg óvart. Þegar maður er kominn í þennan gír þá er mikið æðruleysi í manni,“ segir Rúnar, og að konan hans, móðir Kristins, hafi verið í sama pakka. „Við fjölskyldan vorum mjög samhent.“

„Óskið mér til hamingju, hann er fundinn“

Fregnir bárust af líkfundinum nú rétt fyrir helgi. Rúnar var búinn að sætta sig við örlög sonarins og sagði að upphaflega hafi fundurinn ekki snert hann mjög mikið. „Það var ekki fyrr en í sundleikfimi í morgun þegar fólk var að taka utan um mig og votta mér samúð, þá hrökk upp úr mér „Óskið mér til hamingju. Hann er fundinn.“.“

Rúnar segir það enn óljóst hverjar aðstæður eru í fjallinu og hvort verði hægt að flytja lík þeirra Kristins og Þorsteins niður og til Íslands. Fyrir honum sé það ekki aðalmálið, heldur að þeir séu fundnir og að í því felist ákveðin málalok. Þá hafi hann fengið símtal frá barnabarninu, Kristni Steinari, í morgun.

„Hann sagði mér að bæði Kristinn og Þorsteinn hefðu sagt áður en þeir fóru, að ef eitthvað kæmi upp á, þá ætti fjallið þá. Þeir vildu ekki að fólk yrði sett í lífshættu til að bjarga þeim. Fjallið ætti það sem fjallið tæki.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Þrennt alvarlega slasað eftir árekstur

22:30 Þrír liggja alvarlega slasaðir á Landspítalanum eftir árekstur tveggja bíla á Suðurlandsvegi austan við Hjörleifshöfða á fimmtudagskvöld, breskt par og einstaklingur frá Taívan. Meira »

Taumlaus gleði og hamingja

21:58 Hamingja á heimsvísu. Þó að úti hamist stríð um hagsmuni er mannsandinn samur við sig. Ástar er þörf!  Meira »

Staðbundnar fréttaveitur hlunnfarnar

20:45 Fjölda staðbundinna fjölmiðla íslenskra þykir sinn hlutur fyrir borð borinn í frumvarpi um breytingar á fjölmiðlalögum, ef marka má umsagnir þeirra flestra inni á samráðsgáttinni á vefsvæði stjórnvalda. Meira »

Stoltir af breyttri bjórmenningu hér

20:26 „Við erum að fá algjörlega mögnuð brugghús í heimsókn til okkar. Þetta verður mjög spennandi hátíð,“ segir Ólafur Ágústsson, einn skipuleggjenda The Annual Icelandic Beer Festival sem haldin verður í áttunda sinn í næstu viku. Hátíðin stendur frá fimmtudegi til laugardags og er að þessu sinni haldin í aðdraganda þess að þrjátíu ár eru liðin frá fyrsta Bjórdeginum. Meira »

Tveir með fyrsta vinning í Lottó

19:57 Tveir heppnir lottó­spil­arar voru með all­ar fimm töl­ur rétt­ar í lottóút­drætti kvölds­ins og hlýtur hvor þeirra 3,8 milljónir króna í sinn hlut. Annar vinningshafinn er í áskrift en hinn keypti miðann á lotto.is. Meira »

Úr tombólu í árlega bjórhátíð í þrjá áratugi

19:30 Fyrst var leyfilegt að selja bjór hérlendis 1. mars 1989 og allar götur síðan hefur Lionsklúbburinn Ásbjörn í Hafnarfirði minnst þessara tímamóta. Meira »

RÚV verði að gefa eftir

18:58 Ofarlega á baugi í umsögnum fjölmiðla við nýtt frumvarp um fjölmiðla er staða RÚV á auglýsingamarkaði, sem þeir segja margir að geri öðrum miðlum ómögulega erfitt fyrir. Meira »

Hvetja ráðherra til að ljúka friðlýsingu

18:42 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er hvött til að ljúka friðlýsingu Víkurkirkjugarðs, alveg að austustu mörkum hans, eins og þau voru árið 1838. Þetta kom fram í ályktun baráttufundar um verndun Víkurkirkjugarðs í Iðnó í dag. Meira »

Varað við ferðalögum í kvöld og nótt

18:13 Spár gera ráð fyrir norðaustanhríðarveðri víða á landinu í nótt og varað er við ferðalögum um landið seint í kvöld og nótt eftir að þjónustutíma lýkur. Meira »

Bátur á reki úti fyrir Austurlandi

16:55 Um klukkan eitt í dag var óskað eftir aðstoð björgunarskips á Austurlandi vegna báts sem var á reki níu sjómílum suður af Stokksnesi. Báturinn var við veiðar þegar hann misst samband við stýrið og rak því stjórnlaust frá landi. Meira »

Betri undirbúningur hefði sparað vinnu og fé

16:40 Alls nam kostnaður vegna flutnings Fiskistofu til Akureyrar árið 2016 tæplega 180 milljónum króna. Stærstu einstöku liðirnir eru vegna starfslokakostnaðar upp á 45 milljónir og flugkostnaður innanlands, dagpeningar og annar ferða- og dvalarkostnaður nam samtals um 42 milljónum. Meira »

Selmu Björns boðið að skemmta í Ísrael

16:22 Selmu Björnsdóttur söngkonu var boðið að koma og syngja á skemmtun í Ísrael í Eurovision-vikunni í maí. Skemmtunin fer ekki fram á vegum sjálfrar hátíðarinnar heldur einkaaðila. Meira »

Ekki fylgst með kílómetrafjöldanum

16:05 Engar sérstakar athugasemdir eru gerðar við það í skoðunarferli bíla hér á landi, þó að kílómetrastaða bílsins sé röng. Bíla, sem t.d. er búið að skipta um mælaborð í, er hægt að nota áfram sem bílaleigubíla, án þess að nokkrar athugasemdir séu við það gerðar af hálfu eftirlitsaðila. Meira »

Jóns leitað logandi ljósi í Dyflinni

15:10 Leit heldur áfram að Jóni Þresti Jónssyni, Íslendingi er hvarf í Dyflinnarborg fyrir viku. Fjölskylda hans er nú stödd þar eystra og leitar hans ásamt lögreglunni þar. Meira »

Höfðu beðið og leitað

13:49 Ævilangri leit Gunnars Smith að föður sínum lauk á síðasta ári en eftir að hafa reynt allt í leitinni kom sonur hans, Hlynur Smith, honum á sporið. Meira »

Lesendur „ekki bara einhverjir túristar“

13:10 The Reykjavík Grapevine og Iceland Review, íslenskir fjölmiðlar sem skrifa á ensku, gera alvarlegar athugasemdir við ákvæði í frumvarpi að lögum um styrki til fjölmiðla, um að efnið verði að vera á íslensku. Meira »

Stefán spyr um afdrif Hrekkjusvínanna

11:11 Stefán Andrésson, sonur Þorbjargar Pálsdóttur myndhöggvara, auglýsir nú eftir afdrifum eins verka móður sinnar. Verkið sem um ræðir er Hrekkjusvín og var á útilistasýningu á Skólavörðuholtinu 1972. Eftir það fór verkið til Neskaupstaðar og Vestmannaeyja, en síðan hefur ekkert til þess spurst. Meira »

Úlfur úlfur

10:24 Það kemur að því að þú áttar þig á því að fréttin: „Svona getur þú unnið milljónir í lottóinu“ mun líklega ekki skila neinum peningum. Og það eru takmörk fyrir því hvað er hægt að gera margar fréttir um fólk sem trúði ekki sínum eigin augum. Meira »

Höfðu afskipti af „virki“ í flugstöðinni

09:54 Flugvallarstarfsmenn á Keflavíkurflugvelli óskuðu nýverið eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum vegna flugfarþega sem höfðu hreiðrað um sig hjá söluskrifstofu Icelandair í flugstöðinni. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að öryggisgæslan á flugvellinum hafi reynt að koma þeim á æskilegri stað, en þau brugðist illa við þeim umleitunum. Meira »
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu
Tökum að okkur raflagnir og smíðavinnu Löggiltir verktakar - Áratuga reynsla. Sm...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Tek að mér
Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald, Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com...