„Fjallið á það sem fjallið tekur“

Rúnar Guðbjartsson, faðir Kristins Rúnarssonar sem fórst á Pumori í ...
Rúnar Guðbjartsson, faðir Kristins Rúnarssonar sem fórst á Pumori í Nepal 1988. mbl.is/Kristinn Magnússon

Félagarnir og æskuvinirnir Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson höfðu klifið flesta tinda Íslands áður en þeir eltu fjallgöngudrauminn út í heim. Þeir klifu meðal annars hæsta fjall Suður-Ameríku og nokkur fjöll í Norður-Ameríku áður en leiðin lá til Nepal árið 1988, en þaðan sneru þeir ekki aftur.

„Þetta var algjörlega þeirra líf og yndi,“ segir Rúnar Guðbjartsson, faðir Kristins. Fljótlega upp úr fermingu báðu þeir um leyfi til að fara á Esjuna. „Ég gerði það að skilyrði að þeir yrðu að fara á námskeið hjá skátunum og læra á áttavita áður en þeir færu í fjöllin. Þeim fannst það ekkert vitlaust og þeir gerðu það.“

Þannig hófst ævintýri þeirra félaga, en bandarískur fjallgöngumaður gekk fram á lík þeirra í fjallinu í Nepal á dögunum, 30 árum eftir að þeir týndust.

Kristinn og Þorsteinn hófu að ganga á fjöll rétt eftir ...
Kristinn og Þorsteinn hófu að ganga á fjöll rétt eftir fermingu. Ljósmynd/Úr einkasafni

Rúnar minnist þess þegar hann fékk fyrst fregnir af því að Kristinn og Þorsteinn væru týndir. „Þetta var alveg hræðilegt. Ég man að ég var að keyra Miklubrautina og mætti elsta syni mínum. Hann veifaði öllum öngum og ég hugsaði „hvað er að drengnum?“ og stoppaði við Lönguhlíð. Hann sneri við og sagði mér að hann hafi fengið þær fréttir frá Alpaklúbbnum að þeir væru týndir.“

„Það er ekki hægt að lýsa þessu. Þetta var alveg svakalega sárt,“ segir Rúnar. Íslendingar hefðu verið staddir í Nepal sem hefði auðveldað samskiptin og að allt mögulegt hafi verið gert til þess að leita að vinunum. Þyrla hafi verið send í leit, en hún ekki komist nægilega hátt og þeir Þorstein og Kristinn fundust ekki. Þá var fjallgönguhópur sem átti leið á topp Pu Mori verið beðinn að svipast um eftir þeim, en allt kom fyrir ekki.

Allir boðnir og búnir til þess að hjálpa

Vegna þess að líkamsleifar þeirra fundust ekki voru einnig uppi kenningar um að þeir hefðu villst og jafnvel endað í Kína. Rúnar hafði samband við sendiherra Íslands í Kína og þaðan voru sendir leitarflokkar.

„Það voru allir boðnir og búnir til þess að hjálpa. Ég man að samstarfsfólk mitt hjá Flugleiðum safnaði pening fyrir okkur og barnsmóður Kristins og það var risaupphæð sem safnaðist,“ segir Rúnar. Það hafi verið lán í óláni að kærasta Kristins hafi verið ófrísk þegar hann fórst.

„Fimm mánuðum eftir að hann er yfirlýstur látinn þá fáum við hann aftur,“ segir Rúnar og á við son Kristins sem kom í heiminn árið eftir. „Hann var lifandi eftirmynd af pabba sínum. Það er ekki hægt að lýsa því hvað það var mikið smyrsl á sárin og gerði þetta miklu auðveldara,“ segir Rúnar, en sonur Kristins var skírður eftir þeim Þorsteini: Kristinn Steinar.

Ljósmynd af Kristni er í miklum mætum hjá Rúnari.
Ljósmynd af Kristni er í miklum mætum hjá Rúnari. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nokkrum vikum eftir að Kristinn og Þorsteinn týndust barst Rúnari símtal frá þáverandi forstjóra Landsímans sem hafði verið á ráðstefnu í Japan. „Á leiðinni til Japan hafði hann verið í stórri þotu og þegar hann var að fylla út passann sinn sá það maður sem sat við hliðina á honum, að hann væri Íslendingur. Hann sagði þetta skrýtið enda nýbúinn að hitta tvo Íslendinga þegar hann gekk á Pu Mori,“ útskýrir Rúnar.

Staðfesti með bréfi að þeir hefði komist á toppinn

Maðurinn, sem var úr Eyjaálfu, hafði verið með hóp á leiðinni niður fjallið þegar þeir mættu þeim Kristni og Þorsteini á leiðinni upp. Að sögn Rúnars var augljóst að maðurinn hafði ekki vitað af örlögum þeirra og varð hann upprifinn við fregnirnar og sagði hópinn hafa dáðst að þeirri aðferð sem tvímenningarnir notuðu á leiðinni upp. Þeir hafi verið í sjónlínu við hópinn allan tímann og þegar Þorsteinn og Kristinn hafi horfið þeim sjónum hafi verið örstutt eftir á toppinn.

„Hann heimtaði að fá að skrifa bréf til okkar hérna heima, þar sem hann kvittaði fyrir og staðfesti að þeir hefðu náð toppnum. Forstjóri Landsímans kom með bréfið til okkar,“ segir Rúnar. Að ná toppnum hafi verið draumur þeirra, en upphaflega var talið að þeir hefðu farist á leiðinni upp og því ekki náð markmiði sínu.

Rúnar segir ótrúlegt hvernig eins konar ástarsamband geti myndast á milli fjallgöngufólks og fjalla, en í síðasta póstkortinu sem Kristinn sendi heim sagði hann föður sínum að þeir væru komnir á stað þar sem þeir sæju topp Pu Mori, „fjallsins þeirra“.

Þorsteinn Guðjónsson og Kristinn Rúnarsson voru í hópi reyndustu fjallamanna ...
Þorsteinn Guðjónsson og Kristinn Rúnarsson voru í hópi reyndustu fjallamanna landsins á þessum tíma, þrátt fyrir ungan aldur. Forsíða Morgunblaðsins 26. október 1988

Að sögn Rúnars tók það fjölskylduna langan tíma að sætta sig við örlög Kristins en að æðruleysið hafi hjálpað mikið til. „Ég gleymi því aldrei þegar ég hitti góðan vin minn eftir þetta, þegar allir voru að votta mér samúð sína. Hann segir við mig að það hljóti að vera hræðilegt að missa son svona á besta aldri. „Já,“ sagði ég, „það er hræðilegt, en sjáðu til vinur, það deyr ungt fólk á hverri sekúndu einhvers staðar í heiminum. Hvernig get ég ætlast til þess að ég sé alltaf stikkfrí?“ Þetta kom alveg óvart. Þegar maður er kominn í þennan gír þá er mikið æðruleysi í manni,“ segir Rúnar, og að konan hans, móðir Kristins, hafi verið í sama pakka. „Við fjölskyldan vorum mjög samhent.“

„Óskið mér til hamingju, hann er fundinn“

Fregnir bárust af líkfundinum nú rétt fyrir helgi. Rúnar var búinn að sætta sig við örlög sonarins og sagði að upphaflega hafi fundurinn ekki snert hann mjög mikið. „Það var ekki fyrr en í sundleikfimi í morgun þegar fólk var að taka utan um mig og votta mér samúð, þá hrökk upp úr mér „Óskið mér til hamingju. Hann er fundinn.“.“

Rúnar segir það enn óljóst hverjar aðstæður eru í fjallinu og hvort verði hægt að flytja lík þeirra Kristins og Þorsteins niður og til Íslands. Fyrir honum sé það ekki aðalmálið, heldur að þeir séu fundnir og að í því felist ákveðin málalok. Þá hafi hann fengið símtal frá barnabarninu, Kristni Steinari, í morgun.

„Hann sagði mér að bæði Kristinn og Þorsteinn hefðu sagt áður en þeir fóru, að ef eitthvað kæmi upp á, þá ætti fjallið þá. Þeir vildu ekki að fólk yrði sett í lífshættu til að bjarga þeim. Fjallið ætti það sem fjallið tæki.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Frumvarp um barnalífeyri samþykkt

22:39 Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um breytingar á lögum um almannatryggingar og snýr að barnalífeyri var samþykkt á Alþingi í dag með 55 samhljóða atkvæðum. Meira »

Hljóðupptakan feli í sér refsivert brot

22:32 Hljóðupptakan sem varð gerð á barnum Klaustri 20. nóvember var „njósnaaðgerð“ sem fól í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í beiðni Reimars Péturssonar fyrir hönd fjögurra þingmanna Miðflokksins þar sem farið er fram á vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna vegna upptökunnar. Meira »

Býðst til að safna fyrir Báru

22:31 Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, segist vera tilbúinn til að efna til söfnunar fyrir Báru Halldórsdóttur ef „svo ólíklega vildi til“ að hún yrði dæmt til að „borga eitthvað. Meira »

Vann 30 milljónir í Happdrætti HÍ

22:16 Einn heppinn miðaeigandi fékk þrefaldan vinning í milljónveltu Happdrættis Háskóla Íslands og fær 30 milljónir króna í sinn hlut, en dregið var í kvöld. Meira »

Enn er beðið eftir hvalveiðaskýrslu

21:26 Ný skýrsla um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, sem sjávarútvegsráðherra óskaði eftir og átti að liggja fyrir í október, hefur ekki skilað sér. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Þórir Hrafnsson, í samtali við mbl.is. Meira »

Ísland aðili að samþykkt SÞ um farendur

20:51 Ísland var eitt þeirra um 160 ríkja sem tóku þátt í afgreiðslu samþykktar Sameinuðu þjóðanna um örugga, skipulagða og reglubundna fólksflutninga (e. Global Compact for Safe, Orderly and Regular Migration) á sérstakri ríkjaráðstefnu í Marakes í Marokkó. Meira »

Twitter í ljósum logum eftir eldingar

19:27 Þrumur og eldingar eru tiltölulega sjaldgæfar á Íslandi, hvað þá í desember, en Twitter-notendur láta ekki sitt eftir liggja í að tjá sig um veðrið nú gengur yfir Suðvesturland. Flestir sjá á þessu spaugilegar hliðar á meðan öðrum er minna skemmt. Meira »

Svefnlyf sem mótvægi við metýlfenídati

19:20 Íslendingar nota fimmfalt meira af amfetamínskylda efninu metylfenídati en Danir og Norðmenn. Gríðarleg aukning hefur verið í notkun svona efna. Meira »

Frumvarp um tjáningarfrelsi lagt fram

18:56 Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fyrir Alþingi frumvarp forsætisráðherra um breytingu á stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna. Meira »

Þrumur og eldingar á Suðvesturlandi

18:40 Vart hefur orðið við þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins nú síðdegis og samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands mælast eldingarnar nokkuð tíðar. Meira »

Fundi vegna Klaustursmáls frestað

18:37 Opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem átti að halda á morgun vegna ummæla þingmanna Miðflokksins um meinta sendiherrastöðu fyrir Gunnar Braga Sveinsson hefur verið frestað. Meira »

Bruni í bílskúr á Hvammstanga

18:22 Bruni varð í bílskúr við heimahús á Hvammstanga síðdegis í dag. Eldur kviknaði við þurrkara í bílskúrnum og er talið að það hafi gerst út frá rafmagni. Slökkvilið réði niðurlögum eldsins, sem náði ekki að breiða úr sér. Meira »

Bára fer fyrir héraðsdóm á mánudag

18:01 Bára Halldórsdóttir hefur verið boðuð til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna beiðni frá Reimari Péturssyni lögmanni fyrir hönd fjögurra einstaklinga um vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna. Meira »

„Fullkomlega óboðleg vinnubrögð“

17:41 Félag íslenskra bifreiðaeigenda leggst gegn öllum hugmyndum þingmanna um auknar álögur á bíla og umferð. Félagið mótmælir „yfirstandandi hraðferð vegtolla í gegnum Alþingi.“ Meira »

Dæmdur fyrir nauðgun á Hressó

17:29 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Hemn Rasul Hamd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Einnig var hann dæmdur til að greiða 1,5 milljónir króna í miskabætur með vöxtum. Meira »

Fáeinir metrar skildu á milli skipa

17:23 Litlu munaði að togari og hvalaskoðunarskip skyllu saman í Reykjavíkurhöfn í nóvember í fyrra. Þegar styst var á milli skipanna tveggja voru ekki nema 3-4 metrar sem skildu á milli. Meira »

Segja afkomutengd veiðigjöld lækkun

17:22 Fulltrúar allra ef ekki flestra flokka hafa talað fyrir því að gjöld endurspegla afkomu og færa álagningu nær tíma, sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Hér er verið að gera einmitt þetta að færa álagningu nær í tíma og miða hana af afkomu.“ Meira »

Veggjöld verða að vera sanngjörn

17:00 „Það eru skiptar skoðanir um vegtolla. Maður heyrir það að fólk vill ekki borga meiri skatta, en auðvitað vill fólk að vegakerfið sé í lagi,“ segir Kolbrún Jóna Pétursdóttir, formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Meira »

Toyota innkallar þúsundir bíla

16:51 Toyota á Íslandi þarf að innkalla um 4000 Toyota-bifreiðar. Grunur leikur á um að loftpúðar bílanna séu gallaðir.  Meira »
3 manna Infrarauður Saunaklefi www.egat.is/infraredsauna.html
Verð: 289.000 Tilboð til 1 des 259.000 - hiti 30-75 C (því 60 - 75 er það sem...
Trúlofunar- og giftingarhringar í úrvali
Auk gullhringa eigum við m.a. titaniumpör á fínu verði. Sérsmíði, framleiðsla og...
Ný jólaskeið frá ERNU fyrir 2018 komin.
Kíkið á nýju skeiðina á -erna.is-. Hún er hönnuð af Raghildi Sif Reynisdóttur og...
Togbekkur fyrir bakið á 44.000 .
Togbekkur sem kemur bakinu þínu í lag Togbekkur fyrir hryggjaliðina og bakverki...