Fólk sem þráir frið og framtíð

Berum virðingu fyrir því hvað flóttafólkið hefur lagt á sig …
Berum virðingu fyrir því hvað flóttafólkið hefur lagt á sig til að reyna að öðlast betra líf, segir Pálína Þorsteinsdóttir hér í viðtalinu. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

„Þótt við mannfólkið séum ólík að mörgu leyti svipar grunngildunum okkar alltaf saman. Öll viljum við geta búið í friðsömu landi þar sem mannréttindi eru virt og þar séu allar nauðsynjar sem við þurfum til að lifa. Með sögunni minni langar mig að við, Íslendingar, finnum samkennd með flóttafólki og berum virðingu fyrir því hvað þau hafa lagt á sig til að reyna að öðlast betra líf og gefum þeim séns, tökum vel á móti þeim.“

Þetta segir Pálína Þorsteinsdóttir kennari í samtali í Morgunblaðinu í dag. Fyrir skemmstu kom út hjá Menntamálastofnun kennslubókin Fólk á flótta sem Pálína er meðhöfundur að. Grunnurinn í bókinni og það sem ber hana upp er sagan Flóttinn frá Sýrlandi sem Pálína samdi. Hugmyndina að sögunni segir hún hafa vaknað síðla árs 2016 þegar á hverjum degi bárust fréttir frá stríðshrjáðum svæðum í Sýrlandi, en þaðan hafa tugir þúsunda fólks flúið meðal annars yfir Miðjarðarhafið og til Evrópu.

„Ég vildi skrifa bók um flóttafólk; hvað það er sem fær það til að flýja heimaland sitt, hvaða raunir það þarf að ganga í gegnum á flóttanum. En síðast en ekki síst langaði mig að koma því til skila, til okkar litla verndaða Íslands, að flóttafólk er bara eins og ég og þú, venjulegt fólk, sem langar að fá að lifa í friðsemd og skapa sér og sinni fjölskyldu góða og örugga framtíð,“ segir Pálína.

Sjá samtal við Pálínu í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert