Hundrað ár liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldar

Guðni Jóhannesson ásamt fleirum þjóðarleiðtogum við athöfnina í París í …
Guðni Jóhannesson ásamt fleirum þjóðarleiðtogum við athöfnina í París í gær. AFP

Guðni Th. Jóhannesson forseti stillti sér upp ásamt fleiri leiðtogum heimsins við upphaf Friðarráðstefnunnar í París í gær.

Frakklandsforseti boðaði til ráðstefnunnar í tilefni af því að hundrað ár eru liðin frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Fórnarlamba stríðsins var minnst við Sigurbogann í rigningunni í París í gær sem setti svip á athöfnina.

„Þetta var bæði hjartnæm og alvöruþrungin athöfn,“ segir Guðni í umfjöllun um friðarráðstefnuna og minningarathöfn um fyrra stríðið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert