Mikið sjónarspil í Heimakletti

Heimaklettur í baksýn.
Heimaklettur í baksýn. mbl.is/Sigurgeir

„Ég var að horfa á Heimaklett, þetta eðaldjásn okkar Eyjamanna, þegar ég sá, eins og hendi væri veifað, stóran flekk fara niður bergið og á eftir komu skruðningarnir og svo hvellur þegar hann lenti í sjónum. Þetta var mikið sjónarspil og alger tilviljun að ég var að horfa þangað.“

Þetta segir Halldór B. Halldórsson, umsjónarmaður sjúkrahúss Vestmannaeyja. Hann sá þegar grjót hrundi úr Heimakletti, við innsiglinguna til Vestmannaeyja, í gær.

Mjó ræma hrundi úr berginu fyrir neðan Dönsku tó, líklega um 50 metra löng. Eftir að stykkið úr berginu féll í sjóinn hrundi smágrjót úr sprungunni. Fyrir um það bil 40 árum varð mikið hrun úr Dönsku tó, mun meira en það sem varð núna.

Halldór segir að sem betur fer hafi enginn bátur verið í innsiglingunni. „Maður er hálfskelkaður að vita af litlu bátunum fara þarna um. Þeir hefðu getað fengið á sig sjó við hrunið,“ segir Halldór.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert