Reynir Íslandsmeistari í skrafli

Verðlaunahafarnir. Íslandsmeistarinn Reynir Hjálmarsson er lengst til vinstri.
Verðlaunahafarnir. Íslandsmeistarinn Reynir Hjálmarsson er lengst til vinstri. Ljósmynd/Aðsend

Reynir Hjálmarsson bar sigur úr býtum á Íslandsmótinu í skrafli sem fór fram í sjötta sinn um helgina. Gísli Ásgeirsson varð í öðru sæti og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir í því þriðja.

Hildur Ýr Ísberg átti hæstu lögnina þegar hún nífaldaði orðið landkóng og hlaut fyrir það 230 stig. Lögnin var vefengd en hlaut náð fyrir augum dómarans Katrínar Axelsdóttur, að því er kemur fram í tilkynningu.

Spilaðar voru tíu um­ferðir með klukku, fimm á laug­ar­dag og fimm á sunnu­dag. 

Skrafl hef­ur notið sí­vax­andi vin­sælda und­an­far­in ár og nú skrafla þúsund­ir Íslend­inga reglu­lega, á net­inu eða með hefðbundnu skrafl­borði og stafa­töfl­um. 

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert