Þæfingur á Þröskuldum

mbl.is/Helgi Bjarnason

Þæfingur er á Þröskuldum og Hrafnseyrarheiði. Hálka er á Gemlufallsheiði en snjóþekja er á Steingrímsfjarðarheiði og krapi á Klettshálsi, hálkublettir eru á öðrum fjallvegum en greiðfært að mestu á láglendi, að því er segir í tilkynningu frá Vegagerðinni um færð á vegum landsins. 

Hálka er á þjóðvegi 1 frá Þjórsá í Hvolsvöll. Hálkublettir eru á Lyngdalsheiði. Hálkublettir eru á Hellisheiði, Þrengslum og Mosfellsheiði. Hálkublettir eru á Fróðárheiði og Heydalsvegi. Snjóþekja er á Holtavörðuheiði.

Hálka er á Vatnsskarði, hálkublettir eru í Langadal og á Öxnadalsheiði, aðrar leiðir eru að mestu greiðfærar. Hálkublettir eru í Mývatnssveit og á Mývatnsöræfum en hálka er á Möðrudalsöræfum. Greiðfært er um Norðausturveg (85) Þoka er á nokkrum fjallvegum.

Krapi er á Fjarðarheiði en hálkublettir á Öxi, aðrar leiðir eru að mestu greiðfærar. Hálka er á Mýrdalssandi en hálkublettir í Eldhrauni að Gígjukvísl.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert