Vill að lögregla breyti verklagsreglum

Drengurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu eft­ir að hafa verið …
Drengurinn var vistaður í fangageymslu lögreglu eft­ir að hafa verið tal­inn sprauta sig með eit­ur­lyfj­um á mennta­skóla­balli í Hafnar­f­irði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég er ekki að eltast við peninga, ég er að eltast við réttlæti,“ segir Bergljót Davíðsdóttir blaðamaður. Hún segist hafa fengið mikil viðbrögð við grein í nýjasta tölublaði Stundarinnar þar sem hún greindi frá því hvernig 17 ára dótt­ur­son­ur henn­ar, sem er með syk­ur­sýki, var vistaður í fanga­geymslu og beitt­ur harðræði í kjöl­far þess að hafa sprautað sig með insúlíni á skóla­balli í Hafnar­f­irði.

Héraðssaksóknari hafi úrskurðað að vegna þess að svo margir lögreglumenn hafi komið að málinu væri ekki hægt að draga einn eða tvo til ábyrgðar. „Margir hafa hringt í mig, þar á meðal lögmenn sem hafa sérhæft sig í svona málum; þar sem lögregla hefur brotið á borgurum,“ segir Bergljót.

Bergljót Davíðsdóttir.
Bergljót Davíðsdóttir.

Dóttursonur hennar er orðinn 18 ára og Bergljót segir að hann taki ákvörðun um hvort farið verði lengra með málið. „Ég veit að þetta hafði gríðarleg áhrif á hann í fyrra og hann var lengi að jafna sig eftir þetta og þurfti aðstoð við það. Hann er ótrúlega sterkur miðað við allt sem hann hefur gengið í gegnum.

Aðalatriðið í huga hennar er að lögregla breyti verklagsreglum sínum. „Þú þarft ekki annað en að skoða myndbandið þar sem lögregla lemur nakinn mann með kylfu 18 sinnum. Þetta geta ekki verið eðlilegar verklagsreglur, þó að maðurinn hafi verið æstur. Það þarf ekki að berja hann með kylfu og sprauta piparúða beint í augun á honum,“ segir Bergljót.

„Ég vil að það verði rannsakað hvernig lögreglan kemur fram. Það gerist trekk í trekk að hún fer fram með offorsi.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert