Eltu börn á hvítum sendibíl

Lögregla kannaði málið í báðum tilvikum, en talið var að …
Lögregla kannaði málið í báðum tilvikum, en talið var að um sömu einstaklinga hafi verið að ræða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglunni á Suðurnesjum bárust tvær tilkynningar um grunsamlega menn sem óku um á hvítum sendiferðabíl og eltu uppi börn í síðustu viku. Þetta staðfestir Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri.

Lögregla kannaði málið í báðum tilvikum, en talið var að um sömu einstaklinga hafi verið að ræða. Ekki tókst að hafa uppi á mönnunum.

Slíkt mál hafði ekki borist á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þegar mbl.is leitaði upplýsinga, en samkvæmt opinni færslu á Facebook veittu menn á hvítum sendiferðabíl stúlku í 8. bekk eftirför í Kópavogi í gær.

mbl.is
Loka