Gleði og vinátta í prjónaklúbbum

Heklað er og prjónað af stakri snilld í menningarhúsinu í …
Heklað er og prjónað af stakri snilld í menningarhúsinu í Árbæ. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hlátrasköll og kliður mæta blaðamanni þegar hann mætir í Menningarhúsið í Árbæ. Mánudagsprjónahópurinn er á sínu þriðja starfsári og gleðin og ánægjan í hópnum er svo mikil að þær tóku sér ekki frí í sumar að sögn Vilborgar Eddu Lárusdóttur og Sigurlínu Guðmundsdóttur, þátttakenda í prjónahópnum. Þær segjast aðstoða hver aðra og leiðbeina. Það sé mikill samhugur í hópnum og vinátta.

„Ef eitthvað bjátar á þá er langbest að koma í prjónaklúbbinn. Það er ekki nauðsynlegt að kunna að prjóna. Við höfum fylgst að í gegnum súrt og sætt og erum einskonar sjálfshjálparhópur,“ segir Vilborg, Sigurlína tekur undir og bætir við að það sé vel tekið á móti konum sem koma í hópinn og allar boðnar velkomnar. Það sé ekki síst starfsfólkinu að þakka, sem sé alveg yndislegt.

Konurnar í prjónaklúbbnum komi með bakkelsi og borðin svigni undan kræsingunum en menningarhúsið leggi til kaffi.

Sjá samtal við Vilborgu um prjónahópinn í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert