Haldið upp á 140 ára kirkjuafmæli

Kirkjan á Kolfreyjustað er 140 ára gömul um þessar mundir.
Kirkjan á Kolfreyjustað er 140 ára gömul um þessar mundir. mbl.is/Albert Kemp

Haldið var upp á 140 ára afmæli kirkjunnar á Kolfreyjustað í Fáskrúðsfirði um helgina.

Sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir sóknarprestur leiddi messuna en prófastur Austurlandsumdæmis, sr. Davíð Baldursson, hélt hátíðarræðu þar sem hann fjallaði meðal annars um þann vanda sem steðjar að ungmennum á Íslandi og hvað kirkjan gæti látið gott af sér leiða í þeim málum. Sagði hann að það væri nú svo, að oftar en ekki hefði guðsorð hjálpað í mörgum erfiðum málum hér á landi.

Varð Davíð tíðrætt um ræðu Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í hruninu þegar hann bað guð að hjálpa Íslendingum í þeim voða sem þá var framundan. Hafði hann orð á því að þau orð hefðu verið túlkuð á annan veg.

Við athöfnina las Berglind Agnarsdóttir m.a. upp samantekt Ingigerðar Jónsdóttur um sögu presta staðarins frá upphafi, en prestar hafa margir setið staðinn mjög lengi. Kirkjunni hefur verið sýndur sómi í gegnum tíðina og einnig nú í seinni tíð. Er hún nokkurskonar stofustáss sem vel er farið með.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert