Hringsólaði í klukkutíma

Flugvél frá Icelandair.
Flugvél frá Icelandair. mbl.is/Árni Sæberg

Farþegaþotu Icelandair sem var á leiðinni til San Francisco í Bandaríkjum var snúið við skömmu eftir að hún tók á loft frá Keflavíkurflugvelli síðdegis vegna bilunar í hreyfli.

Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, var engin hætta á ferð.

Flugvélinni var hringsólað fyrir utan Reykjanesskaga í hátt í klukkutíma til að brenna eldsneyti áður en hún átti að lenda aftur á Keflavíkurflugvelli. Var þetta gert til að létta vélina, samkvæmt venju þegar svona atvik koma upp.

Spurður hvort hræðsla hafi gripið um sig segist Guðjón ekki vita til þess að farþegar hafi orðið varir við neitt, nema tilkynningu frá flugstjóra.

Vélin lenti upp úr klukkan átta og að sögn Guðjóns átti önnur flugvél sem tók við farþegunum að flytja þá á áfangastað í San Francisco í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert