Kollurinn Kollhrif fer á sýningu SÞ

Kollurinn er úr 14.400 endurunnum ál sprittkertum og korki.
Kollurinn er úr 14.400 endurunnum ál sprittkertum og korki.

Sérstök dómnefnd hefur valið stólinn Kollhrif sem fulltrúa Íslands á sýningu í norræna skálanum á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem fer fram í Katowice í Póllandi í desember.

Í byrjun september var hleypt af stokkunum samkeppni með áherslu á hönnun sjálfbærra stóla. Óskað var eftir tillögum frá öllum löndum á Norðurlöndunum en hægt var að senda inn tillögu að nýrri hönnun eða hönnun sem er nú þegar til. Tíu íslenskir stólar voru upphaflega valdir í fyrri hluta keppninnar og hefur dómnefnd nú valið einn stól frá hverju landi á Norðurlöndum sem sigurvegara og fulltrúa sinnar þjóðar á sýningunni.

Sölvi Kristjánsson hannaði Kollhrif fyrir Portland. Úr umsögn dómnefndar kemur meðal annars fram að kollurinn sé í senn bæði nýsköpun og umhverfisvænn og sé gott dæmi um sjálfbæra hönnun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert