Sérbýli hækka meira í verði en fjölbýli

Verð á sérbýlishúsum hefur hækkað meira en á íbúðum í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu undanfarið ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íbúðalánasjóðs.

Í september var meðalsölutími fjölbýlis um 80 dagar en sérbýlis 88 dagar. Töluvert fleiri íbúðir eru til sölu í fjölbýli en sérbýli. Hlutur fjölbýlis virðist hafa aukist smátt og smátt frá árinu 2013 þegar hlutur þess var um 65% en það er nú um 75% allra íbúða sem settar eru á sölu.

Í september var 12 mánaða hækkun sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu 4,4% og fjölbýlis 3,4%. Íbúðir í sérbýli eru nú svipað lengi á sölu og íbúðir í fjölbýli en á undanförnum árum hefur að jafnaði tekið lengri tíma að selja sérbýli en fjölbýli. Auglýstum íbúðum í fjölbýli hefur fjölgað meira en auglýstum íbúðum í sérbýli undanfarin misseri.

Verð á fjölbýli tók að hækka meira en verð á sérbýli eftir hrun og í kringum mitt ár 2014 náðu þær hækkanir aftur sama vægi sé miðað við ársbyrjun 1994. Staðan núna er þannig að verð bæði fjölbýlis og sérbýlis hefur ríflega sexfaldast síðan í janúar 1994.

Leiða má líkur að því að staðan á lánamarkaði hafi átt þátt í því að það dró í sundur með vísitölu sérbýlis og fjölbýlis árið 2005 en á haustmánuðum árið 2004 komu viðskiptabankarnir inn á markaðinn og buðu allt að 100% veðsetningu og lán á vaxtakjörum sem ekki höfðu sést áður eða allt niður í 4,15% vexti.

Líklegt er að lægri vextir og lægri eiginfjárkrafa hafi ýtt undir eftirspurn á dýrari fasteignum þar sem ekki þurfti að binda jafnmikið eigið fé í húsnæðinu og áður. Auk þess voru vaxtagreiðslur lægri en þær eru stærsti hluti fyrstu greiðslna af verðtryggðum lánum til 40 ára. Þá hafði framboð á sérbýli fram að þessu ekki aukist eins mikið og framboð á fjölbýli, segir í skýrslunni.

Framboðsaukning á sérbýli var nokkuð stöðug, á bilinu 1% til 2%, á árunum 2001 til 2008 en breyting á framboði fjölbýlis jókst allt frá 2,5% til 6,2% á milli ára. Það má því ætla að þessi aukning hafi ekki svarað aukinni eftirspurn eftir sérbýlum og þar með þrýst upp verði þeirra á meðan framboð á fjölbýli jókst meira.

Ásett fermetraverð einbýlishúsa lægra en í fjölbýli

„Viðskipti með fjölbýli eru töluvert fleiri en með sérbýli auk þess sem um er að ræða einsleitari íbúðir í fjölbýli. Meðal annars þess vegna eru minni sveiflur í verði fjölbýlis en sérbýlis, sérstaklega þegar viðskipti á markaðnum eru almennt lítil. Við þær aðstæður geta einstaka mjög dýr eða ódýr sérbýli haft áhrif til hækkunar eða lækkunar á vísitölu sérbýlis. Samningar um fjölbýli eru mun fleiri og þá vegur hver sala minna.

Samningar um fjölbýli hafa að meðaltali verið um 82% allra kaupsamninga með íbúðir á móti 18% hlutfalli sérbýlis á árunum 2002 til 2018. Þetta hlutfall hefur verið nokkuð stöðugt á umræddu tímabili. Helstu frávikin voru á árunum 2004 til 2006 þegar hlutfall fjölbýlis var enn hærra, eða um 86% á móti 14% hlutfalli sérbýlis, og svo árið 2010 þegar samningar um sérbýli náðu allt að 27% hlutdeild af fjölda samninga um íbúðarhúsnæði,“ segir í skýrslu Íbúðalánasjóðs.

„Ásett fermetraverð sérbýlis er að meðaltali lægra en ásett fermetraverð fjölbýlis en almennt er fermetraverð lægra í stærri fasteignum og íbúðir í sérbýli eru að meðaltali stærri en íbúðir í fjölbýli.

Mesta mun á ásettu fermetraverði sérbýlis og fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu mátti sjá um mitt ár 2014 sem má sennilega rekja til þess að auglýstum nýjum íbúðum í byggingu, þ.e. ófullbúnum, fjölgaði.

Að meðaltali hefur munurinn verið um 35 þúsund krónur frá mars 2013. Ásett fermetraverð sérbýlis í september var að meðaltali tæplega 470 þúsund krónur en fjölbýlis um 513 þúsund krónur og munurinn er því nú rúmlega 43 þúsund krónur.

Vert er þó að nefna að varhugavert getur verið að treysta á einstaka mælingar á milli mánaða þar sem þær sveiflast töluvert og því er eðlilegra að skoða frekar hvernig ásett fermetraverð þróast yfir lengri tíma. Það ætti ekki að koma á óvart að íbúðir seljast að meðaltali undir ásettu verði í krónum talið, hvort sem um er að ræða sérbýli eða fjölbýli. Munur á ásettu verði og söluverði sérbýlis er alla jafna meiri en þegar um fjölbýli er að ræða.“

mbl.is

Innlent »

Varað við mögulegum aurskriðum

Í gær, 23:45 Vegna mikillar rigningar í dag og undanfarna daga á Suðausturlandi og Austfjörðum má búast við auknum líkum á aurskriðum samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Meira »

„Aquaman“ féll í kramið hjá Ragga

Í gær, 23:32 DC Comics ofurhetjumyndin Aquaman er ein þeirra jólamynda sem margir hafa beðið spenntir eftir. Myndina var frumsýnd á dögunum og fór Ragnar Eyþórsson, eða Raggi bíórýnir síðdegisþáttar K100 á myndina til að gefa formlega umsögn og stjörnugjöf. Meira »

Stóð framar þeim sem ráðinn var

Í gær, 23:03 „Það er óásættanlegt að sérfræðilæknar geti ekki vænst þess að umsóknir þeirra fái faglega umfjöllun óháðra aðila við ráðningar að Landspítala háskólasjúkrahúsi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sérfræðilæknar hafa rekið sig á svipaðar niðurstöður, þó ekki hafi komið til kæru.“ Meira »

Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngunum

Í gær, 21:39 Fylgdarakstur verður í Hvalfjarðargöngunum í kvöld og nótt vegna þrifa frá klukkan 22:00 og til klukkan 7:00 samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Meira »

„Já, þetta er pínu klikkun"

Í gær, 21:20 „Ég skrifa þetta jafnóðum. Ég er byrjaður að skrifa hana bara strax í janúar,“ segir Víðir Sigurðsson blaðamaður sem skrifaði bókina „Íslenska knattspyrna 2018“. Það var árið 1981 sem fyrsta bókin í þessum flokki leit dagsins ljós. Meira »

Hundrað skjálftar við Herðubreið

Í gær, 21:17 Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 mældist í Bárðarbungu í Vatnajökli kl. 18:45 í kvöld. Þá hefur smáskjálftahrina staðið yfir í grennd við Herðubreið í dag, en dregið hefur úr tíðni jarðskjálftanna nú undir kvöld. Meira »

Styrktarmót knattspyrnukvenna

Í gær, 21:10 „Við ætlum að styrkja eina fjölskyldu með þessu framtaki okkar“ segir Guðlaug Jónsdóttir fyrrum landsliðskona í knattspyrnu úr KR í síðdegisþætti K100. Þangað mættu hún ásamt Ástu Árnadóttur úr Val, en þær hafa lengi undirbúið þennan viðburð, sem þær vonast til að verði árlegur. Meira »

Örlæti og hjartagæska

Í gær, 20:55 Liðsmenn Skákfélagsins Hróksins og Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, voru með fangið fullt þegar þeir fóru í sinn árlega jólagjafaleiðangur til Kulusuk á Grænlandi síðastliðinn laugardag. Meira »

Að halda áfram og gefast ekki upp

Í gær, 20:32 „Það bráðvantar ömmufélag þar sem maður getur talað um og deilt áhyggjum þegar maður er að klikkast úr hræðslu og líka þegar maður klikkast úr ást,“ segir rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir. Meira »

Ánægja meðal verslunarfólks

Í gær, 20:18 „Það var aðeins smá lægð eftir þessa stóru daga,“ segir Ása Björk Antoníusdóttir, eigandi kvenfataverslunarinnar Hjá Hrafnhildi, og á við stóra afsláttardaga á borð við Svartan föstudag. Síðan þá segir hún jólaverslunina hafa tekið vel við sér og stefni í svipaða sölu og var í fyrra sem var mikil. Meira »

Nokkur ár á teikniborðinu

Í gær, 20:03 „Ég reyni að hafa þetta einfalt, enda er það best og árangursríkast,“ segir Nökkvi Gunnarsson, einn fremsti golfkennari landsins sem gaf út bókina GæðaGolf á dögunum. Meira »

344 ný mál fyrstu 9 mánuðina

Í gær, 19:54 Fyrstu 9 mánuði þessa árs komu 344 ný mál á borð Bjarkarhlíðar – þjónustumiðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis. Alls komu 235 málanna frá Reykjavík, 33 frá Kópavogi, 31 frá Hafnarfirði, 18 frá Garðabæ, 6 frá Mosfellsbæ og 2 frá Seltjarnarnesi. Meira »

Reykvísk börn læri meira í forritun

Í gær, 19:30 Framboð forritunarnáms og forritunarkennslu í skóla- og frístundastarfi Reykjavíkurborgar mun aukast, samkvæmt tillögu sem samþykkt var samhljóða af fulltrúm allra flokka á fundi borgarstjórnar síðdegis í dag. Meira »

Niðurstaða Landsréttar „mjög sjaldgæf“

Í gær, 18:20 Dómur í enn einu dómsmáli þrotabús EK1923 ehf. gegn Skúla Gunnari Sigfússyni, kenndum við Subway eða félögum í hans eigu, féll á föstudaginn sl. Þá dæmdi Landsréttur Skúla til að greiða 2,3 milljónir í skaðabætur til þrotabúsins þrátt fyrir að hann hefði ekki haft formlega stöðu í félaginu. Skiptastjóri þrotabúsins, Sveinn Andri Sveinsson, segir niðurstöðuna mjög sjaldgæfa. Meira »

Takmarkanir og lokanir á Þorláksmessu

Í gær, 17:56 Nokkuð verður um takmarkanir og lokanir á umferð í miðborg Reykjavíkur á Þorláksmessu samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg en búast má við fjölda fólks í miðborgina á Þorláksmessu. Meira »

Suðurlandsvegur opinn á ný

Í gær, 17:54 Tveir voru fluttir slasaðir til aðhlynningar í Reykjavík eftir árekstur nærri gatnamótum Suðurlandsvegar og Biskupstungnabrautar síðdegis. Lögregla hefur nú rannsakað vettvang slyssins og búið er að opna Suðurlandsveg á ný. Meira »

Hafði farið ránshendi um fríhafnir

Í gær, 17:42 Karlmaður var handtekinn um helgina af lögreglumönnum í flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum en hann hafði farið ránshendi um fríhafnarverslanir í Þýskalandi, Finnandi og á Írlandi og síðast í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Meira »

Ný samgöngumiðstöð færist nær

Í gær, 17:01 Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í dag tillögu meirihlutans þess efnis að efnt verði til samkeppni um skipulag Umferðarmiðstöðvarreitsins í Vatnsmýri með það að markmiði að þar rísi alhliða samgöngumiðstöð, sem einnig geti þjónað sem flugstöð Reykjavíkurflugvallar. Meira »

Rannsókn vopnaðs ráns á frumstigi

Í gær, 16:23 Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á vopnuðu ráni sem var framið í verslun Iceland í Glæsibæ í gærmorgun er á frumstigi. Lögregla skoðar nú upptökur úr öryggismyndavél verslunarinnar en vegna tækniörðugleika bárust þær upptökur ekki fyrr en í dag. Ræninginn talaði erlent tungumál segja heimildir mbl.is. Meira »
Dyrasímar - Raflagnir
Dyrasímaþjónusta, geri við eldri kerfi og set upp ný, fljót og góð þjónusta Sí...
BÓKHALD
NP Þjónusta Býð fram liðveislu við bókanir, reikn-ingsfærslur o.fl. Hafið samban...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Stöðin býður upp á allar stærðir sendibíla og veitir trausta og umfram allt góð...
Vetrardekk
Til sölu 4 stk vetrardekk,hálfslitin.205/55R16.. Verð kr 12000...Sími 8986048.....