Sérbýli hækka meira í verði en fjölbýli

Verð á sérbýlishúsum hefur hækkað meira en á íbúðum í fjölbýli á höfuðborgarsvæðinu undanfarið ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Íbúðalánasjóðs.

Í september var meðalsölutími fjölbýlis um 80 dagar en sérbýlis 88 dagar. Töluvert fleiri íbúðir eru til sölu í fjölbýli en sérbýli. Hlutur fjölbýlis virðist hafa aukist smátt og smátt frá árinu 2013 þegar hlutur þess var um 65% en það er nú um 75% allra íbúða sem settar eru á sölu.

Í september var 12 mánaða hækkun sérbýlis á höfuðborgarsvæðinu 4,4% og fjölbýlis 3,4%. Íbúðir í sérbýli eru nú svipað lengi á sölu og íbúðir í fjölbýli en á undanförnum árum hefur að jafnaði tekið lengri tíma að selja sérbýli en fjölbýli. Auglýstum íbúðum í fjölbýli hefur fjölgað meira en auglýstum íbúðum í sérbýli undanfarin misseri.

Verð á fjölbýli tók að hækka meira en verð á sérbýli eftir hrun og í kringum mitt ár 2014 náðu þær hækkanir aftur sama vægi sé miðað við ársbyrjun 1994. Staðan núna er þannig að verð bæði fjölbýlis og sérbýlis hefur ríflega sexfaldast síðan í janúar 1994.

Leiða má líkur að því að staðan á lánamarkaði hafi átt þátt í því að það dró í sundur með vísitölu sérbýlis og fjölbýlis árið 2005 en á haustmánuðum árið 2004 komu viðskiptabankarnir inn á markaðinn og buðu allt að 100% veðsetningu og lán á vaxtakjörum sem ekki höfðu sést áður eða allt niður í 4,15% vexti.

Líklegt er að lægri vextir og lægri eiginfjárkrafa hafi ýtt undir eftirspurn á dýrari fasteignum þar sem ekki þurfti að binda jafnmikið eigið fé í húsnæðinu og áður. Auk þess voru vaxtagreiðslur lægri en þær eru stærsti hluti fyrstu greiðslna af verðtryggðum lánum til 40 ára. Þá hafði framboð á sérbýli fram að þessu ekki aukist eins mikið og framboð á fjölbýli, segir í skýrslunni.

Framboðsaukning á sérbýli var nokkuð stöðug, á bilinu 1% til 2%, á árunum 2001 til 2008 en breyting á framboði fjölbýlis jókst allt frá 2,5% til 6,2% á milli ára. Það má því ætla að þessi aukning hafi ekki svarað aukinni eftirspurn eftir sérbýlum og þar með þrýst upp verði þeirra á meðan framboð á fjölbýli jókst meira.

Ásett fermetraverð einbýlishúsa lægra en í fjölbýli

„Viðskipti með fjölbýli eru töluvert fleiri en með sérbýli auk þess sem um er að ræða einsleitari íbúðir í fjölbýli. Meðal annars þess vegna eru minni sveiflur í verði fjölbýlis en sérbýlis, sérstaklega þegar viðskipti á markaðnum eru almennt lítil. Við þær aðstæður geta einstaka mjög dýr eða ódýr sérbýli haft áhrif til hækkunar eða lækkunar á vísitölu sérbýlis. Samningar um fjölbýli eru mun fleiri og þá vegur hver sala minna.

Samningar um fjölbýli hafa að meðaltali verið um 82% allra kaupsamninga með íbúðir á móti 18% hlutfalli sérbýlis á árunum 2002 til 2018. Þetta hlutfall hefur verið nokkuð stöðugt á umræddu tímabili. Helstu frávikin voru á árunum 2004 til 2006 þegar hlutfall fjölbýlis var enn hærra, eða um 86% á móti 14% hlutfalli sérbýlis, og svo árið 2010 þegar samningar um sérbýli náðu allt að 27% hlutdeild af fjölda samninga um íbúðarhúsnæði,“ segir í skýrslu Íbúðalánasjóðs.

„Ásett fermetraverð sérbýlis er að meðaltali lægra en ásett fermetraverð fjölbýlis en almennt er fermetraverð lægra í stærri fasteignum og íbúðir í sérbýli eru að meðaltali stærri en íbúðir í fjölbýli.

Mesta mun á ásettu fermetraverði sérbýlis og fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu mátti sjá um mitt ár 2014 sem má sennilega rekja til þess að auglýstum nýjum íbúðum í byggingu, þ.e. ófullbúnum, fjölgaði.

Að meðaltali hefur munurinn verið um 35 þúsund krónur frá mars 2013. Ásett fermetraverð sérbýlis í september var að meðaltali tæplega 470 þúsund krónur en fjölbýlis um 513 þúsund krónur og munurinn er því nú rúmlega 43 þúsund krónur.

Vert er þó að nefna að varhugavert getur verið að treysta á einstaka mælingar á milli mánaða þar sem þær sveiflast töluvert og því er eðlilegra að skoða frekar hvernig ásett fermetraverð þróast yfir lengri tíma. Það ætti ekki að koma á óvart að íbúðir seljast að meðaltali undir ásettu verði í krónum talið, hvort sem um er að ræða sérbýli eða fjölbýli. Munur á ásettu verði og söluverði sérbýlis er alla jafna meiri en þegar um fjölbýli er að ræða.“

mbl.is

Innlent »

Fangaði eldinguna á myndband

Í gær, 23:28 Gísla Reynissyni, ritstjóra Aflafretta.is, tókst að fanga á myndband eina af eldingunum sem laust niður á suðvesturhorninu í kvöld er hann var staddur í Grafarvogi. Myndbandið var ekki nema tveggja sekúndna langt í rauntíma en Gísli klippti það til og hægði á myndinni þannig að eldingin sæist betur. Meira »

Frumvarp um barnalífeyri samþykkt

Í gær, 22:39 Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, um breytingar á lögum um almannatryggingar og snýr að barnalífeyri var samþykkt á Alþingi í dag með 55 samhljóða atkvæðum. Meira »

Hljóðupptakan feli í sér refsivert brot

Í gær, 22:32 Hljóðupptakan sem varð gerð á barnum Klaustri 20. nóvember var „njósnaaðgerð“ sem fól í sér refsivert brot. Þetta kemur fram í beiðni Reimars Péturssonar fyrir hönd fjögurra þingmanna Miðflokksins þar sem farið er fram á vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna vegna upptökunnar. Meira »

Býðst til að safna fyrir Báru

Í gær, 22:31 Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, segist vera tilbúinn til að efna til söfnunar fyrir Báru Halldórsdóttur ef „svo ólíklega vildi til“ að hún yrði dæmt til að „borga eitthvað. Meira »

Vann 30 milljónir í Happdrætti HÍ

Í gær, 22:16 Einn heppinn miðaeigandi fékk þrefaldan vinning í milljónveltu Happdrættis Háskóla Íslands og fær 30 milljónir króna í sinn hlut, en dregið var í kvöld. Meira »

Enn er beðið eftir hvalveiðaskýrslu

Í gær, 21:26 Ný skýrsla um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða, sem sjávarútvegsráðherra óskaði eftir og átti að liggja fyrir í október, hefur ekki skilað sér. Þetta staðfestir upplýsingafulltrúi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Þórir Hrafnsson, í samtali við mbl.is. Meira »

Ísland aðili að samþykkt SÞ um farendur

Í gær, 20:51 Ísland var eitt þeirra um 160 ríkja sem tóku þátt í afgreiðslu samþykktar Sameinuðu þjóðanna um örugga, skipulagða og reglubundna fólksflutninga (e. Global Compact for Safe, Orderly and Regular Migration) á sérstakri ríkjaráðstefnu í Marakes í Marokkó. Meira »

Twitter í ljósum logum eftir eldingar

Í gær, 19:27 Þrumur og eldingar eru tiltölulega sjaldgæfar á Íslandi, hvað þá í desember, en Twitter-notendur láta ekki sitt eftir liggja í að tjá sig um veðrið nú gengur yfir Suðvesturland. Flestir sjá á þessu spaugilegar hliðar á meðan öðrum er minna skemmt. Meira »

Svefnlyf sem mótvægi við metýlfenídati

Í gær, 19:20 Íslendingar nota fimmfalt meira af amfetamínskylda efninu metylfenídati en Danir og Norðmenn. Gríðarleg aukning hefur verið í notkun svona efna. Meira »

Frumvarp um tjáningarfrelsi lagt fram

Í gær, 18:56 Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja fyrir Alþingi frumvarp forsætisráðherra um breytingu á stjórnsýslulögum um tjáningarfrelsi og þagnarskyldu opinberra starfsmanna. Meira »

Þrumur og eldingar á Suðvesturlandi

Í gær, 18:40 Vart hefur orðið við þrumur og eldingar á suðvesturhorni landsins nú síðdegis og samkvæmt veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands mælast eldingarnar nokkuð tíðar. Meira »

Fundi vegna Klaustursmáls frestað

Í gær, 18:37 Opnum fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem átti að halda á morgun vegna ummæla þingmanna Miðflokksins um meinta sendiherrastöðu fyrir Gunnar Braga Sveinsson hefur verið frestað. Meira »

Bruni í bílskúr á Hvammstanga

Í gær, 18:22 Bruni varð í bílskúr við heimahús á Hvammstanga síðdegis í dag. Eldur kviknaði við þurrkara í bílskúrnum og er talið að það hafi gerst út frá rafmagni. Slökkvilið réði niðurlögum eldsins, sem náði ekki að breiða úr sér. Meira »

Bára fer fyrir héraðsdóm á mánudag

Í gær, 18:01 Bára Halldórsdóttir hefur verið boðuð til þinghalds í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna beiðni frá Reimari Péturssyni lögmanni fyrir hönd fjögurra einstaklinga um vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna. Meira »

„Fullkomlega óboðleg vinnubrögð“

Í gær, 17:41 Félag íslenskra bifreiðaeigenda leggst gegn öllum hugmyndum þingmanna um auknar álögur á bíla og umferð. Félagið mótmælir „yfirstandandi hraðferð vegtolla í gegnum Alþingi.“ Meira »

Dæmdur fyrir nauðgun á Hressó

Í gær, 17:29 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Hemn Rasul Hamd í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun. Einnig var hann dæmdur til að greiða 1,5 milljónir króna í miskabætur með vöxtum. Meira »

Fáeinir metrar skildu á milli skipa

Í gær, 17:23 Litlu munaði að togari og hvalaskoðunarskip skyllu saman í Reykjavíkurhöfn í nóvember í fyrra. Þegar styst var á milli skipanna tveggja voru ekki nema 3-4 metrar sem skildu á milli. Meira »

Segja afkomutengd veiðigjöld lækkun

Í gær, 17:22 Fulltrúar allra ef ekki flestra flokka hafa talað fyrir því að gjöld endurspegla afkomu og færa álagningu nær tíma, sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. „Hér er verið að gera einmitt þetta að færa álagningu nær í tíma og miða hana af afkomu.“ Meira »

Veggjöld verða að vera sanngjörn

Í gær, 17:00 „Það eru skiptar skoðanir um vegtolla. Maður heyrir það að fólk vill ekki borga meiri skatta, en auðvitað vill fólk að vegakerfið sé í lagi,“ segir Kolbrún Jóna Pétursdóttir, formaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Meira »