Strókur endurvakinn með dælum

Manngerði hverinn Strókur hefur legið í dvala frá árinu 2012.
Manngerði hverinn Strókur hefur legið í dvala frá árinu 2012. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég stefni að því að láta hann blása fyrir vorið,“ segir Gunnar Gunnarsson, forstjóri Perlu norðursins, í samtali við Morgunblaðið og vísar í máli sínu til gervigoshversins Stróks sem finna má við Perluna í Öskjuhlíð í Reykjavík.

Forsvarsmenn Perlu norðursins hafa haft mikinn áhuga á því að koma goshvernum aftur í gang, en hann hefur legið í dvala í sex ár eða síðan Reykjavíkurborg lét loka honum árið 2012. Var það gert vegna mikils rekstrarkostnaðar.

Í frétt Morgunblaðsins frá því í nóvember 2017 er greint frá vilja fyrirtækisins til að koma goshvernum aftur í gang á árinu 2018. Gunnar segir framkvæmdina hins vegar flókna og því hafi hún tafist.

„Vandinn er sá að við þurfum sjóðandi heitt vatn til þess að geta knúið þennan hver,“ segir hann, en goshverinn, sem hannaður er af vélaverkfræðingnum Ísleifi Jónssyni, er stæling á náttúrulegum goshverum, Strokki og Geys, að því er fram kemur í umfjöllun um framkvæmdir þessar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert