Varað við hálku

Spáð er austan- og norðaustanátt næstu daga, yfirleitt á bilinu 5-13 m/s. Lítils háttar úrkoma öðru hverju og hægt kólnandi veður og því rétt að vara sig á hálkunni að sögn veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Á föstudag er hins vegar búist við vaxandi suðaustanátt með rigningu, einkum sunnan- og vestanlands. Hlýnar talsvert.

Veðurspá fyrir næstu daga

Norðaustan 8-13 NV-til og einnig SA-lands seint í dag, annars hægari vindur. Dálítil væta fyrir norðan og austan, en bjart með köflum á SV-landi. Hiti 0 til 6 stig.
Austan 5-10 og lítils háttar rigning S-lands á morgun, en slydda eða snjómugga á NA- og A-landi. Heldur kólnandi.

Á miðvikudag:
Austan 3-10, skýjað og lítils háttar rigning, slydda eða snjókoma A-til á landinu. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost í innsveitum. 

Á fimmtudag:
Austan 8-13 og slydda eða rigning með köflum S-lands, en dálítil snjókoma NA-til á landinu. Hiti í kringum frostmark, en 0 til 5 stiga hiti sunnan heiða. 

Á föstudag:
Gengur í hvassa suðaustanátt með rigningu S- og V-lands. Hlýnandi veður. 

Á laugardag og sunnudag:
Sunnanátt, vætusamt og hlýtt, en þurrt NA-til á landinu. 

Á mánudag:
Útlit fyrir svipað veður áfram.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert