Voru um kílómetra frá fundarstaðnum

Leifur Örn Svavarsson á Everest. „Þetta er veggbrött leið sem ...
Leifur Örn Svavarsson á Everest. „Þetta er veggbrött leið sem þeir fara og á fjallamennskumælikvarða erfið en mjög falleg,“ segir Leifur Örn um þá leið sem þeir Þorsteinn og Kristinn fóru á Pumori. Mynd fengin af ferðabloggsíðu hans.

„Ég man vel eftir þeim [Þorsteini Guðjónssyni og Kristni Rúnarssyni],“ segir Leifur Örn Svavarsson, leiðsögumaður hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum. „Þeir voru fjórum árum eldri en ég og ég man að mér fannst þeir svo gamlir,“ segir hann og kveðst hafa litið mikið upp til þessara félaga sinna í Íslenska alpaklúbbinum. „Ég fylgdist með leiðangrinum og heyrði í Jóni Geirssyni bæði fyrir og á eftir.“

Mbl.is greindi frá því á sunnudag að lík tveggja ís­lenskra fjall­göngugarpa, þeirra Krist­ins og Þor­steins, hefðu ný­verið fund­ist í Nepal, 30 árum eft­ir að þeir fór­ust á niður­leið af fjall­inu Pu­mori í októ­ber árið 1988, 27 ára að aldri. Var það banda­rísk­ur fjall­göngumaður sem rakst á lík þeirra og til­kynnti fund­inn.

Leifur Örn var að koma heim frá Nepal á sunnudag eftir að hafa farið í tvær ferðir upp í grunnbúðir Everest með hópa á vegum Íslenskra fjallaleiðsögumanna. Leiðin sem hóparnir fóru upp Khumbu-skriðjökulinn er sú sama og gengin er á Pumori, en síðan skilur leiðir að grunnbúðum Everest og í grunnbúðir Pumori.

Fengu skilning á erfiðleikunum sem þeim mættu

„Við gengum upp á Kala Patthar og horfðum þá beint niður í grunnbúðir Pumori,“ segir Leifur Örn. „Hæðin sem við gengum á var í raun ekki í nema um kílómetra fjarlægð frá þeim stað sem þar sem þeir finnast.“

Hann segist hafa rætt leiðangur þeirra Þorsteins og Kristins á Pumori við báða hópana. „Þó að þessi ferð upp í grunnbúðir sé bara brot af þeim erfiðleikum sem blasir við í þeirri fjallgöngu þá veitir hún ágætissýn á erfiðleikana,“ segir hann. „Dvölin í grunnbúðum og koman þangað er flestum erfið,“ útskýrir hann við og vísar þar til viðverunnar í yfir 5.000 metra hæð og þess að fara á fætur í miklum kulda. „Ég held að allir sem voru í ferðinni hafi haft góðan skilning á erfiðleikunum við að vera komnir þarna upp eftir og hafa svo kraftinn í að koma sér áfram upp, sérstaklega eins og þeir eru að gera þegar þeir velja sér svona ofboðslega bratta leið.“

Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson. Leiðin sem þeir félagar fóru ...
Kristinn Rúnarsson og Þorsteinn Guðjónsson. Leiðin sem þeir félagar fóru upp Pumori er enn kölluð íslenska leiðin og kveðst Leifur Örn ekki vita til þess að hún hafi verið endurtekin. mbl.is

Jöklarnir þynnri og leiðin brotnari

„Það er ofboðslegt líkamlegt atgervi sem þarf í þetta,“ segir Leifur Örn. „Fjallið er erfitt og þegar maður er kominn í yfir 7.000 metra hæð þá er þetta erfitt.“

Hann segir jöklana líka hafa breyst frá því að fyrst var farið á Pumori. „Jöklarnir eru þynnri og leiðirnar brotnari,“ segir hann. Auk þess sé hætta á snjóflóðum og klakahruni alltaf fyrir hendi. „Almenna leiðin var auðfarnari er hún var farin fyrst og í dag er hún erfiðari en hún var fyrir 30 árum. Í dag er jökullinn sprungnari og í stað þess að þetta sé frekar samfelldur hryggur þá er nú meira um opnar sprungur með bröttum ísveggjum inn á milli og því meira um klifur.“

Leiðin sem þeir Þorsteinn og Kristinn fóru upp var þó alltaf erfið. „Hún var í rauninni klifur allan tímann. Þetta er veggbrött leið sem þeir fara og á fjallamennskumælikvarða erfið en mjög falleg.“

Íslenska leiðin ekki verið endurtekin

Leiðangur þeirra Kristins og Þorsteins var önnur Himalaja-ferð þeirra félaga saman, en þriðja ferð Þorsteins á svæðið. Áður höfðu þeir fengið leyfi til að fara á Gagnapurna á Annapurna-svæðinu og voru þá með í för þau Torfi Hjaltason og Anna Lára Friðriksdóttir. Jökullinn á fjallinu reyndist þeim hins vegar mjög erfiður og komst hópurinn aldrei að fjallinu til að hefja klifrið.

„Næst völdu þeir Pumori og voru þá búnir að fara í mjög flottan leiðangur í Andesfjöllin nokkrum árum áður með þessum sama hópi og Pumori átti að vera betra val en Gagnapurna,“ segir Leifur Örn og kveður þá hafa haft Breta sér til aðstoðar. „Þegar þeir komu að fjallinu var hins vegar það margt fólk að þeir eru stórhuga og leita í suðvesturhlíðina og gera þar nýja leið sem enn er kölluð íslenska leiðin og sem ég veit ekki til að hafi verið endurtekin.“

Það sást til þeirra Kristins og Þorsteins halda frá föstu línunum sínum upp á toppinn og þeir sáust í mikilli nálægð við tindinn. Leifur Örn segir líkfundinn því engu breyta um þá trú manna að þeir hafi komist á toppinn.

Þriðji Íslend­ing­ur­inn, Ari Gunn­ars­son, fórst þessum á sömu slóðum árið 1991, en auk þess hafa þau Anna Svavarsdóttir og Ívar F. Finn­boga­son reynt að komast á topp Pumori hvort í sinni ferðinni, en urðu frá að hverfa er þau voru í um 6.500 metra hæð.

Mikið högg fyrir lítið samfélag

Brött hlíð er milli tveggja efri tjaldbúðanna á Pumori og þurfa aðstæður að sögn Leifs Arnar að vera góðar til að fara þar upp. „Þar er hætt við snjóflóðum og ekkert vit raunar að vera þar á ferð nema aðstæður séu góðar.“ Frá þriðju og efstu búðunum sem eru í ca. 6.400 metra hæð er svo hryggur sem er fylgt upp á toppinn og er sá hluti því öruggari fyrir snjóflóðum.

Anna rifjaði upp í Kastljósinu í gær að hópur fimm Spánverja sem hafði verið í samfloti með hennar hópi á fjallinu 2001 hefði farist í snjóflóði í þeirri ferð.

Leifur Örn segir sér ekki kunnugt um að Íslendingar hafi reynt að komast á topp Pumori frá því að Ívar var þar á ferð 2005. Spurður hvers vegna segir hann lát þeirra Þorsteins og Kristins hafa verið mikið áfall. „Þetta var náttúrulega bara högg fyrir íslenska fjallasamfélagið. Það er það mikið af fjöllum í heiminum að Íslendingar hafa ekki reynt þetta fjall aftur þó að það sé fallegt.“

Hann neitar því ekki að sagan af Pumori hafi haft áhrif á hann sjálfan. „Því þó að fjallið sé fallegt þá hef ég aldrei sett það á stefnuskrá að klífa það.“

mbl.is

Innlent »

Bleikjan að taka við sér í Mývatni

08:18 Bleikjustofninn í Mývatni hefur tekið við sér síðustu ár og þakkar Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri ferskvatnslífríkis á Hafrannsóknastofnun, árangurinn fyrst og fremst öflugri veiðistjórnun. Meira »

Fögnuðu konudegi viku of snemma

07:57 Rangar upplýsingar í sumum dagatölum og dagbókum urðu þess valdandi um helgina að nokkrir „hlupu“ konudaginn, þ.e. héldu að konudagurinn hefði verið sl. sunnudag. Meira »

68 börn á ári

07:48 Áætlað er að í kringum 68 börn fæðist með ódæmi­gerð líffræðileg kynein­kenni á hverju ári á Íslandi. Þetta þýðir að heild­ar­fjöldi einstak­linga með ódæmi­gerð kynein­kenni á Íslandi er um sex þúsund manns. Meira »

Fjórfaldur danssigur í Boston

07:37 Íslenskir dansarar unnu fjórfaldan sigur í Boston í Bandaríkjunum um helgina. Daníel Sverrir Guðbjörnsson og Sóley Ósk Hilmarsdóttir úr Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar (DÍH) höfðu sigur í tveimur flokkum; í U-21 ballroom dönsum og í flokki rísandi stjarna í ballroom. Þá voru þau í sjötta sæti í flokki ballroom-áhugadansara. Meira »

„Saman getum við allt“

07:28 Hún hefur barist fyrir réttindum fólks í áratugi og það hefur tekið sinn toll. Þetta er gjaldið sem þú greiðir fyrir að tjá skoðanir þínar. „Það verður alltaf til fólk, sérstaklega karlar, sem finnst að sér vegið og reyna sitt besta til þess að þagga niður í þér,“ segir Alexandra Pascalidou. Meira »

Hálkublettir á Hellisheiði

07:26 Vegir eru víða auðir á Suðvesturlandi en hálkublettir meðal annars á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði. Hálka er á Bláfjallavegi og Krýsuvíkurvegi. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Meira »

Spáð allt að 40 m/s

06:54 Gengur í austanstorm í kvöld og nótt. Útlit fyrir hríð á fjallvegum um land allt með lélegu skyggni. Austan 20-25 m/s undir Eyjafjöllum í nótt með hviðum um 40 m/s. Varahugavert ferðaveður, samkvæmt Veðurstofu Íslands. Meira »

Í vímu með börnin í bílnum

05:58 Lögreglan hefur kært par fyrir að hafa ekið undir áhrifum áfengis og fíkniefna með tvö ung börn í bílnum. Bifreið þeirra var stöðvuð í gærkvöldi í Garðabæ og börnunum komið í öruggar hendur. Málið er komið til barnaverndaryfirvalda. Meira »

Skýrt umboð í viðræðunum

05:30 Tæplega 90% þeirra kúabænda sem þátt tóku í atkvæðagreiðslu Bændasamtaka Íslands vilja halda í kvótakerfi í mjólkurframleiðslu. Aðeins rúm 10% kjósa að gefa framleiðsluna frjálsa. Meira »

Kanna samlegð með streng frá Noregi

05:30 „Það er gott að vita að eitthvað er að gerast í þessum málum. Við höfum haft meiri áhyggjur af því að lítið væri að gerast. Svo verður að koma í ljós hvað verður í framhaldinu.“ Meira »

Heimavellir selja íbúðir á Hlíðarenda

05:30 Leigufélagið Heimavellir hyggst hefja sölu nýrra íbúða á Hlíðarenda í mars. Íbúðirnar verða á svonefndum E-reit en alls verða 178 íbúðir á reitnum fullbyggðum. Meira »

Helsta vonin að loðna finnist fyrir norðan

05:30 Loðnuleit verður haldið áfram norður með Austfjörðum og vestur með Norðurlandi næstu daga. Áætlað var að rannsóknaskipið Árni Friðriksson og Polar Amaroq héldu úr höfn í gærkvöldi, en þriðja leitarskipið, Ásgrímur Halldórsson SF, var austur af Langanesi síðdegis í gær. Meira »

Tvísýnt um lausn

05:30 Forystumenn innan Alþýðusambandsins eiga von á því að ríkisstjórnin kynni þeim í dag hvaða skattabreytingum stjórnvöld eru reiðubúin að beita sér fyrir til að greiða fyrir lausn yfirstandandi kjaraviðræðna. Meira »

Dill missti Michelin- stjörnuna

05:30 Veitingastaðurinn Dill Restaurant, sem var eini veitingastaður landsins með hina eftirsóttu Michelin-stjörnu, hefur nú misst krúnuna. Meira »

Hafa ekkert með stjórn Gamma að gera

Í gær, 22:40 Samkeppniseftirlitið hefur enn ekki heimilað kaup Kviku á Gamma og bankinn er því ekki eigandi félagsins. Þetta segir Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku, í svari við fyrirspurn mbl.is vegna þeirrar yfirlýsingar VR að félagið taki allt fé sitt úr eignastýringu hjá Kviku verði hækkun leigu hjá Almenna leigufélaginu ekki afturkölluð. Meira »

Kom sjálfum sér á óvart með söngnum

Í gær, 22:20 „Frumsýningin gekk eins og í sögu og það voru allir í sæluvímu eftir hana,“ segir Mímir Bjarki Pálmason, annar aðalleikarinn í söngleiknum Xanadú sem nemendur Verslunarskóla Íslands frumsýndu á dögunum. Meira »

Færa inngang og sleppa við friðlýsingu

Í gær, 22:03 Landssímareiturinn verður ekki friðlýstur geri Lindarvatn breytingu á hönnun byggingar sinnar, segir Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, í samtali við mbl.is. Lindarvatn muni þó sækja að fá tjón sitt vegna sex vikna tafa á framkvæmdum bætt. Meira »

Lilja: „Sigur fyrir söguna“

Í gær, 21:39 „Ég lít svo á að þessi lausn sé sigur fyrir söguna – fyrir sögu Víkurgarðs sem mun öðlast verðugan sess og fyrir okkur sem þjóð sem vill þekkja uppruna sinn,“ segir í Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningamálaráðherra. Meira »

Fallast á verndun Víkurgarðs

Í gær, 21:05 Fallist hefur verið á sjónarmið Minjastofnunar um verndun Víkurgarðs og hefur stofnunin því dregið til baka friðlýsingartillögu sína um stækkun friðlýsts svæðis. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Minjastofnun sendi frá sér nú í kvöld. Meira »
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sjálfstætt fólk 1-2 Sneglu-Halli eftir Símon...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Citroen c5 station 2008 til sölu
Vel með farin C5 station til sölu .skoðaður 19. nagladekk. óryðgaður. skipti mög...