Allt að 12 stiga hiti um helgina

Það er spurning hvort fólk hópist í sundlaugina á Akureyri …
Það er spurning hvort fólk hópist í sundlaugina á Akureyri um helgina. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Talsverð hlýindi eru í kortunum en síðdegis á föstudag fara hitatölur hækkandi um allt land. Spár gera ráð fyrir allt að 12 stiga hita um helgina en veðrið verður best á norðausturhluta landsins.

Þrátt fyrir tveggja stafa hitatölur er spáin ekki spennandi fyrir suður- og vesturhluta landsins.

Rok og rigning verða í þeim landshlutum en til að mynda á að byrja að rigna í höfuðborginni í hádeginu á föstudag og rigna stanslaust alla helgina.

Gríðarmikil hæð verður ríkjandi við norðanverðar Bretlandseyjar vikuna 19. til 25. nóvember. Beinir hún eindreginni sunnan- og suðvestanátt til landsins, með verulegum hlýindum suma daga.

Þetta kem­ur fram í pistli Trausta Jóns­son­ar veður­fræðings sem hann birti á vefsíðu sinni í gær en hann vitnar í spá Evrópureiknimiðstöðvarinnar. Hann bendir þó á að þetta sé allt í óljósri framtíð og kannski bara skemmtiatriði eins og langtímaspár eru oftast. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert