Aukin samkeppni á hægri vængnum

Stuðningur við ríkisstjórnina er nú 37,9%, sam­an­borið við 43,2% í ...
Stuðningur við ríkisstjórnina er nú 37,9%, sam­an­borið við 43,2% í síðustu mæl­ingu. mbl.is/​Hari

„Það blasir við að ríkisstjórnaflokkarnir eru allir að tapa fylgi samkvæmt þessum könnunum og á móti græða stjórnarandstöðuflokkarnir,“ segir Eva Heiða Önnudóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, í samtali við mbl.is. um nýja könnun sem MMR sendi frá sér í gær.

Samkvæmt könnuninni fer stuðning­ur við rík­is­stjórn­ina minnk­andi. Sögðust 37,9% styðja rík­is­stjórn­ina nú sam­an­borið við 43,2% í síðustu mæl­ingu.

Fylgi við Sjálf­stæðis­flokk­­inn í könnuninni mældist 19,8% sem er einu prósenti minna en síðast. Fylgi Fram­sókn­ar­flokks mæld­ist nú 8,8% en var 7,8% í síðustu könn­un og Vinstri græn voru með 11,% sem er svipað og í síðustu könnun.

Sam­fylk­ing­in mæld­ist með 16,6% fylgi og Miðflokk­ur­inn með 12,1% fylgi og er það svipað hjá báðum flokkum og í síðustu könn­un. Pírat­ar töpuðu tæp­lega tveim­ur pró­sentu­stig­um af fylgi sínu frá síðustu könn­un og mæld­ust með 11,3% fylgi. Viðreisn var nú með 7,8%, en mæld­ist 9,9% í síðustu könn­un, á meðan Flokkur fólks­ins mæld­ist með 7,3% nú, en 5,9% í síðustu könn­un.

Eva Heiða Önnudóttir, dósent i stjórnmálafræði við HÍ, segir aukna ...
Eva Heiða Önnudóttir, dósent i stjórnmálafræði við HÍ, segir aukna samkeppni á hægri væng stjórnmálanna kunna að skýra að Sjálfstæðisflokkurinn fari undir 20% í könnuninni. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Fordæmi fyrir að gengið dali er líður á kjörtímabilið

Eva Heiða segir mörg fordæmi fyrir því að fylgi stjórnarflokkanna dali þegar líður á kjörtímabilið. „Það er oft með kannanir sem eru gerðar á miðju kjörtímabilinu að þær endurspegla ánægju með störf ríkisstjórnarinnar og það eru fjölmörg fordæmi fyrir því að stjórnarflokkarnir fái þá aðeins minna.“ Ekki sé hins vegar gefið að  það yrði niðurstaðan ef gengið yrði til kosninga nú.

Hún segir það þó vera ansi lágt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fara undir 20%, en þetta er í annað skipti sem það gerist í könnunum MMR frá því í október 2008. Fyrra skiptið var í október í fyrra, en þá mældist flokkurinn með 19,9% fylgi.

Að sögn Evu Heiðu kann aukin samkeppni á hægri væng stjórnmálanna að endurspegla þessar tölur. „Þeir kjósendur sem vilja kjósa frá miðju og til hægri hafa nú úr fleiri flokkum að velja,“ segir hún og vísar þar til Viðreisnar og Miðflokksins sem keppinauta á þeim armi til viðbótar við Framsóknarflokkinn.

„Það má alveg hugsa sér það sem ákveðna breytingu hægra megin við miðju að nú eru komnir fleiri flokkar sem eru vænlegir kostir að því leyti að þeir eru nógu stórir til að geta fengið kosningu.

Það er breytt staða á hægri vængnum, en er eitthvað sem flokkarnir á vinstri vængnum eru búnir að vera að fást við í áratugi og eru því kannski vanari.“

Graf/MMR
mbl.is

Innlent »

WOW air verður endurskipulagt

20:11 Stefnt er að því að kynna á morgun áætlun um endurskipulagningu WOW air. Felur hún í sér að skuldir verða afskrifaðar og þeim breytt í hlutafé. Reiknað er með nýjum fjárfestum að félaginu. Meira »

Með Sigfús í eyrum í Arizona

19:38 Í eyðimörkinni í Tuscon í Arizona býr skartgripahönnuðurinn Lauren Valenzuela og rekur þar hönnunarfyrirtæki sitt sem heitir hvorki meira né minna en Sigfús Designs. Meira »

„Maður skyldi aldrei segja aldrei“

19:16 „Það var ekki fýsilegt fyrir Icelandair að kaupa félag í þessari skuldastöðu og ef Icelandair metur það þannig núna að líkurnar á því að MAX-inn verði kyrrsettur til lengri tíma séu minni þá hefur hvatinn til þess að teygja sig í áttina að WOW,“ segir Steinn Logi. Meira »

WOW air enn í viðræðum við kröfuhafa

19:14 Meirihluti skuldabréfaeigenda WOW air og aðrir kröfuhafar félagsins eiga í viðræðum um að komast að samkomulagi um fjárhagslega endurskipulagningu fyrirtækisins. Meira »

Funduðu með ráðgjafa Íslands í hruninu

18:50 Michael Ridley, ráðgjafi sem lengi starfaði hjá fjárfestingabankanum J.P. Morgan, var á meðal þeirra sem sátu á fundi í Stjórnarráðinu í dag eftir að í ljós kom að Icelandair hefði slitið viðræðunum við WOW air. Meira »

„Minnumst helfararinnar“

18:34 Dauðahaf samtímans er Miðjarðarhafið en um tíu þúsund manns á leið til lífs hafa drukknað þar á þremur árum. Gæta þarf að því hvernig við tölum um fólk sem er að leita þess að komast í skjól, til lífs, segir Morten Kjærum, framkvæmdastjóri Raoul Wallenberg-stofnunarinnar. Minnumst helfararinnar. Meira »

Icelandair slítur viðræðum við WOW air

17:35 Icelandair hefur slitið viðræðum um mögulega aðkomu að rekstri WOW air. Þetta var tilkynnt í gegnum Kauphöll rétt í þessu.  Meira »

Árvökull og brást hratt við aðstæðum

17:31 „Það sem skiptir máli er að það urðu engin slys á fólki og ekkert umhverfisslys,“ segir Hendrik Egholm, forstjóri Skeljungs, í samtali við mbl.is um flutningabíl fyrirtækisins sem lenti utan vegar á Hellisheiði í morgun. Meira »

Mótmæltu hvalveiðum

16:01 Hvalaverndunarsinnar efndu til mótmæla fyrir framan Alþingishúsið í hádeginu í dag.  Meira »

Hafðist að ná olíuflutningabílnum aftur upp á veg

14:31 Aðgerðum á Hellisheiði, þar sem olíuflutningabifreið fór út af veginum í morgun, er lokið og er búið að opna aftur fyrir umferð. „Þetta gekk bara vel, það voru svolítil átök að ná honum upp á veginn,“ segir Pétur Pétursson, slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu, í samtali við mbl.is. Meira »

„Okkur er öllum brugðið“

13:50 „Þetta er eitthvað sem allir sem koma að þessum málum á Norður-Atlantshafi hafa haft áhyggjur af og Norðmenn fá þetta kannski fyrstir og ég held að okkur sé öllum brugðið sem höfum með þessa hluti að gera,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar. Meira »

Skiptast á að leika Matthildi

12:15 Erna Tómasdóttir, Salka Ýr Ómarsdóttir og Ísabel Dís Sheehan bregða sér í hlutverk Matthildar í nýjum söngleik í Borgarleikhúsinu. Vinkonurnar þrjár eru allar 10 ára gamlar og ætla sér stóra hluti í leiklistinni. Barnablað Morgunblaðsins hitti þær í leikhúsinu sem er þeirra annað heimili. Meira »

Kom í veg fyrir slys með snarræði

11:51 Aðgerðir standa enn yfir á Hellisheiði þar sem olíuflutningabifreið fór út af veginum um kl. 9 í morgun. Vegagerðin ákvað að loka Hellisheiði til austurs á meðan slökkvilið og aðrir vibragðsaðilar athafna sig á vettvangi. Ökumaður flutningabílsins kom í veg fyrir slys með því að bregðast hratt við. Meira »

Tillögur greiði fyrir kjarasamningum

11:24 „Við höfum áfram haft í óformlegum samræðum við verkalýðshreyfinguna og atvinnurekendur og viljum, og það auðvitað birtist í fjármálaáætluninni, skýrar fyrirætlanir okkar um aðgerðir sem við hugsum til þess að greiða fyrir kjarasamningum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í morgun. Meira »

Olíuflutningarbíll út af á Hellisheiði

09:53 Olíuflutningarbíll á vegum Skeljungs fór út af á Hellisheiði í rétt fyrir klukkan 9 í morgun. Engin slys urðu á fólki né leki frá bílnum en um borð eru 40.000 lítrar af olíu sem ætlað var til dreifingar á Suðurlandi. Meira »

Eldvarnir teknar fastari tökum

09:44 „Stórbrunar sem við lentum í við Miðhraun í Garðabæ og Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði í fyrra ýttu rækilega við okkur varðandi eldvarnir. Þessir eldsvoðar voru af þeirri stærðargráðu að við réðum hreinlega ekki við þá. Ég var orðinn hræddur um öryggi minna manna og það er ískyggilegt,“ sagði slökkviliðsstjóri SHS. Meira »

Íbúðir á Kirkjusandi í sölu í vor

08:55 Fyrstu íbúðirnar í nýju hverfi á Kirkjusandi fara í sölu í vor. Stefnt er að afhendingu fyrstu íbúða um næstu áramót.   Meira »

Allskörp hlýnun í vændum

08:15 Það verður vestlæg átt á landinu í dag og allvíða dálítil él en bjartviðri suðaustanlands. Hiti verður nálægt frostmarki að því er fram kemur á vef Veðurstofu Íslands. Meira »

Katrín gestur Þingvalla

08:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verður gestur í þjóðmálaþættinum Þingvöllum en þátturinn er í beinni útsendingu kl. 10 á K100 og hér á mbl.is. Meira »