Birta samninginn við Arion banka

Arion banki á Akureyri.
Arion banki á Akureyri. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Stjórn Frjálsa lífeyrissjóðsins hefur ákveðið að birta í heild sinni á vef sjóðsins samning við Arion banka um rekstur og eignastýringu.

Kemur þessi ákvörðun í kjölfar gagnrýni Hróbjarts Jónatanssonar, hæstaréttarlögmanns og sjóðfélaga í Frjálsa, á stjórn sjóðsins fyrir að neita að birta samninginn við Arion banka, sem hefur séð um rekstur sjóðsins. Frá þessari gagnrýni Hróbjarts var greint í Morgunblaðinu 6. september sl. en hann lagði fram beiðni til Héraðsdóms Reykjavíkur um að gera lífeyrissjóðnum skylt að afhenda samninginn.

Gagnrýndi Hróbjartur að það að neita að afhenda samninginn leiddi til þess að efni hans væri aðeins kunnugt stjórnarmönnum sjóðsins, sem flestir sætu „fyrir tilskipan og með velþóknun Arion banka hf. en almennir sjóðfélagar hafa enga vitneskju um efni hans“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert